Jakob Snær: Vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar Árni Gísli Magnússon skrifar 29. maí 2023 19:01 Jakob Snær Árnason var hetja KA þegar hann skoraði tvö mörk í blálokin gegn Fram. Vísir/Hulda Margrét Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, kom inn á sem varamaður í 4-2 sigri gegn Fram á Greifavellinum á Akureyri í dag. Staðan var 2-2 á 85. mínútu en þá skoraði Jakob þegar boltinn fór af honum og í markið eftir skot frá Þorra Mar Þórissyni. Hann innsiglaði svo sigur KA með marki í uppbótartíma eftir skyndisókn. „Fyrst og fremst jákvætt að koma okkar aftur á sigurbraut. Það er búið að vera pínu þungt yfir okkur þannig það vantaði einhvern smá neista sem ég vona að við höfum kveikt hérna í dag. Gott að komast aftur á sigurbraut bara.” Fyrir leikinn í dag hafði KA tapað þremur síðustu leikjum sínum gegn Val, Breiðablik og Víkingi með markatölunni 10-0. Hefur verið þungt yfir hópnum eða hafa menn reynt að horfa á það jákvæða? „Að sjálfsögðu reynum við að horfa á þetta með jákvæðum augum, þetta eru sterk lið sem við erum að mæta en við við viljum að sjálfsögðu vinna þau líka. Gekk ekki alveg núna en það er bara annað hvort að leggjast niður og grenja eða standa í lappirnar og koma út með kassann í næsta leik. Þó þetta hafi ekki verið besta frammistaðan heilt á litið þá fannst mér vera smá neisti í að vinna fyrir hvorn annan og við komum svona sterkir til baka.” Jakob kom heldur betur inn á með krafti og tryggði KA sigurinn með tveimur mörkum seint í leiknum. „Þegar maður er með góða liðsfélaga sem að gefa manni mörk þá tekur maður þau, ég tek öllum mörkum, og bara gaman að geta klárað þetta fyrir okkur en fyrst og fremst held ég að það hafi verið mikilvægt fyrir okkur að komast á sigurbraut, hitt var bónus. Það má samt ekki staldra of lengi við þetta því við vitum að það er stutt í hinn endann líka þannig þetta er bara vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar.” Fyrra markið hjá Jakobi kemur eftir að Þorri Mar á fast skot í átt að marki sem breytir um stefnu af Jakobi. Var hann að reyna stýra boltanum eða kom hann óvænt utan í hann? „Ég er að hlaupa inn og boltinn kemur svona, mig grunar að markmaðurinn sé svona pínu að lesa skotið. Þannig ég er svona að reyna aðeins að setja löppina í þetta en það má ekki vera mikið og mátti alls ekki vera meira því þá hefði hann farið fram hjá en bara sætt að sjá hann inni,” sagði Jakob Snær að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
„Fyrst og fremst jákvætt að koma okkar aftur á sigurbraut. Það er búið að vera pínu þungt yfir okkur þannig það vantaði einhvern smá neista sem ég vona að við höfum kveikt hérna í dag. Gott að komast aftur á sigurbraut bara.” Fyrir leikinn í dag hafði KA tapað þremur síðustu leikjum sínum gegn Val, Breiðablik og Víkingi með markatölunni 10-0. Hefur verið þungt yfir hópnum eða hafa menn reynt að horfa á það jákvæða? „Að sjálfsögðu reynum við að horfa á þetta með jákvæðum augum, þetta eru sterk lið sem við erum að mæta en við við viljum að sjálfsögðu vinna þau líka. Gekk ekki alveg núna en það er bara annað hvort að leggjast niður og grenja eða standa í lappirnar og koma út með kassann í næsta leik. Þó þetta hafi ekki verið besta frammistaðan heilt á litið þá fannst mér vera smá neisti í að vinna fyrir hvorn annan og við komum svona sterkir til baka.” Jakob kom heldur betur inn á með krafti og tryggði KA sigurinn með tveimur mörkum seint í leiknum. „Þegar maður er með góða liðsfélaga sem að gefa manni mörk þá tekur maður þau, ég tek öllum mörkum, og bara gaman að geta klárað þetta fyrir okkur en fyrst og fremst held ég að það hafi verið mikilvægt fyrir okkur að komast á sigurbraut, hitt var bónus. Það má samt ekki staldra of lengi við þetta því við vitum að það er stutt í hinn endann líka þannig þetta er bara vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar.” Fyrra markið hjá Jakobi kemur eftir að Þorri Mar á fast skot í átt að marki sem breytir um stefnu af Jakobi. Var hann að reyna stýra boltanum eða kom hann óvænt utan í hann? „Ég er að hlaupa inn og boltinn kemur svona, mig grunar að markmaðurinn sé svona pínu að lesa skotið. Þannig ég er svona að reyna aðeins að setja löppina í þetta en það má ekki vera mikið og mátti alls ekki vera meira því þá hefði hann farið fram hjá en bara sætt að sjá hann inni,” sagði Jakob Snær að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira