Söngvari Rammstein sakaður um byrlun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 11:02 Konan segir að Lindemann hafi falast eftir kynlífi undir sviðinu og reiðst þegar það gekki ekki. Getty/Twitter Kona að nafni Shelby Lynn hefur sakað Till Lindemann, söngvara þýsku þungarokkshljómsveitarinnar Rammstein, um byrlun. Í yfirlýsingu hljómsveitarinnar er ásökununum hafnað. Lynn skrifaði um málið á bæði Twitter og Instagram síðum sínum á föstudag. Segir hún að bæði Lindemann sjálfur og starfsfólk hans hafi tekið þátt í byrluninni á tónleikum í borginni Vilníus í Litháen mánudaginn 22. maí. Segist Lynn hafa verið valin af konu að nafni Aleena Makeeva, sem starfar fyrir Rammstein, til að vera í sérstakri röð aðdáanda, svokölluð o röð, á milli sviðsins og annarra tónleikagesta. Samkvæmt auglýsingu á Reddit rás Rammstein gátu aðeins laglegar stúlkur átt möguleika að komast í þessa o röð. En þær sem voru valdar fengu ókeypis miða á tónleikana, fengu að hitta Till Lindemann fyrir þá og boð í eftirpartí. Fékk hún svo að vita það frá partíhaldaranum, Joe Letz, fyrir tónleikana að Lindemann vildi hitta hana sérstaklega í partíinu. Spurði hún hvort hann væri að falast eftir kynlífi sagði Letz svo ekki vera. „Nei, ekkert þannig. Till er herramaður,“ á Letz að hafa sagt. Hana grunaði þó að það væri raunin og ræddi það við hinar stúlkurnar sem valdar voru sem tóku undir grunsemdirnar. Leidd undir sviðið Það næsta sem gerist er að Lindemann, sem er sextugur að aldri, mætir á svæðið og skenkir tekíla fyrir stúlkurnar. Fær Lynn einnig Red Bull með vodka og Prosecco freyðivín. Síðan fer Lindemann til að syngja á tónleikunum. Bruising including what seems to be finger marks from being grabbed maybe. I don t know when these bruises happened because I was so off my head under the influence of something. This is from the night of and morning after #shelbys69666 #rammstein pic.twitter.com/wvv4fwDB16— Shelby Lynn (@Shelbys69666) May 25, 2023 Lynn segist hafa verið algerlega út úr heiminum á meðan tónleikunum stóð og ekki munað eftir miklu. Grunar hana að lyf hafi verið sett út í áfengið sem Lindemann gaf henni. Í tónleikahléi hafi henni verið beint að litlu rými undir sviðinu, þangað sem Lindemann kom. Hafi hann falast eftir kynlífi en Lynn neitað. „Joe sagði að þú myndir!“ á Lindemann að hafa hrópað þá en síðan stormað í burtu í reiðikasti og klárað seinni helming tónleikana. Marblettir og uppköst Eftir tónleikana fór Lynn í eftirpartíið og var með hinum stúlkunum. Segist hún hafa kastað upp og farið svo á hótelið sitt. Þar tók hún eftir marblettum á sér og magauppköstin héldu svo áfram. Daginn eftir segist hún hafa heyrt það frá öðrum stúlkum í röð o að svipaðir hlutir hafi gerst. Keypti hún þá lyfjapróf sem reyndist þó vera neikvætt. Ekki í okkar umhverfi Í gær birti Rammstein yfirlýsingu vegna málsins þar sem ásökununum er hafnað. Rammstein hafnar ásökununum.Getty „Varðandi ásakanirnar sem eru í gangi á internetinu varðandi tónleikana í Vilníus getum við útilokað að það sem sagt er hafi gerst eig við um okkar umhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. „Við vitum ekki af neinni opinberri rannsókn málsins.“ Málið hefur verið mikið rætt á samfélagsmiðlum, meðal annars á Reddit síðu Rammstein. Þar segjast sumir hafa heyrt sambærilegar sögur úr fortíðinni en aðrir draga frásögn Lynn í efa. Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Litháen Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Lynn skrifaði um málið á bæði Twitter og Instagram síðum sínum á föstudag. Segir hún að bæði Lindemann sjálfur og starfsfólk hans hafi tekið þátt í byrluninni á tónleikum í borginni Vilníus í Litháen mánudaginn 22. maí. Segist Lynn hafa verið valin af konu að nafni Aleena Makeeva, sem starfar fyrir Rammstein, til að vera í sérstakri röð aðdáanda, svokölluð o röð, á milli sviðsins og annarra tónleikagesta. Samkvæmt auglýsingu á Reddit rás Rammstein gátu aðeins laglegar stúlkur átt möguleika að komast í þessa o röð. En þær sem voru valdar fengu ókeypis miða á tónleikana, fengu að hitta Till Lindemann fyrir þá og boð í eftirpartí. Fékk hún svo að vita það frá partíhaldaranum, Joe Letz, fyrir tónleikana að Lindemann vildi hitta hana sérstaklega í partíinu. Spurði hún hvort hann væri að falast eftir kynlífi sagði Letz svo ekki vera. „Nei, ekkert þannig. Till er herramaður,“ á Letz að hafa sagt. Hana grunaði þó að það væri raunin og ræddi það við hinar stúlkurnar sem valdar voru sem tóku undir grunsemdirnar. Leidd undir sviðið Það næsta sem gerist er að Lindemann, sem er sextugur að aldri, mætir á svæðið og skenkir tekíla fyrir stúlkurnar. Fær Lynn einnig Red Bull með vodka og Prosecco freyðivín. Síðan fer Lindemann til að syngja á tónleikunum. Bruising including what seems to be finger marks from being grabbed maybe. I don t know when these bruises happened because I was so off my head under the influence of something. This is from the night of and morning after #shelbys69666 #rammstein pic.twitter.com/wvv4fwDB16— Shelby Lynn (@Shelbys69666) May 25, 2023 Lynn segist hafa verið algerlega út úr heiminum á meðan tónleikunum stóð og ekki munað eftir miklu. Grunar hana að lyf hafi verið sett út í áfengið sem Lindemann gaf henni. Í tónleikahléi hafi henni verið beint að litlu rými undir sviðinu, þangað sem Lindemann kom. Hafi hann falast eftir kynlífi en Lynn neitað. „Joe sagði að þú myndir!“ á Lindemann að hafa hrópað þá en síðan stormað í burtu í reiðikasti og klárað seinni helming tónleikana. Marblettir og uppköst Eftir tónleikana fór Lynn í eftirpartíið og var með hinum stúlkunum. Segist hún hafa kastað upp og farið svo á hótelið sitt. Þar tók hún eftir marblettum á sér og magauppköstin héldu svo áfram. Daginn eftir segist hún hafa heyrt það frá öðrum stúlkum í röð o að svipaðir hlutir hafi gerst. Keypti hún þá lyfjapróf sem reyndist þó vera neikvætt. Ekki í okkar umhverfi Í gær birti Rammstein yfirlýsingu vegna málsins þar sem ásökununum er hafnað. Rammstein hafnar ásökununum.Getty „Varðandi ásakanirnar sem eru í gangi á internetinu varðandi tónleikana í Vilníus getum við útilokað að það sem sagt er hafi gerst eig við um okkar umhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. „Við vitum ekki af neinni opinberri rannsókn málsins.“ Málið hefur verið mikið rætt á samfélagsmiðlum, meðal annars á Reddit síðu Rammstein. Þar segjast sumir hafa heyrt sambærilegar sögur úr fortíðinni en aðrir draga frásögn Lynn í efa.
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Litháen Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira