Fyrrverandi landsliðsmaður Hollands grunaður um stórfellt kókaínsmygl Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 22:46 Quincy Promes er grunaður um að hafa átt hlut í stórfelldu kókaínsmygli. Marcel ter Bals/BSR Agency/Getty Images Quincy Promes, leikmaður Spartak Moskvu og fyrrverandi leikmaður hollenska landsliðsins í fótbolta, er grunaður um að eiga þátt í stórfelldu kókaínsmygli til heimalandsins. Samkvæmt hollenska saksóknaraembættinu á Promes að hafa átt þátt í því að smygla 1.362 kílóum af kókaíni til Hollands eða Belgíu. Hollenska dagblaðið Het Parool segir frá því að málið verði tekið fyrir við hollenskan dómstól næstkomandi mánudag. Promes er 31 árs gamall framherji sem á að baki 50 leiki fyrir hollenska landsliðið. Hann gekk í raðir Spartak Moskvu árið 2021, en hefur einnig leikið fyrir lið á borð við Ajax, Sevilla og Twente. Orðinn góðkunningi lögreglu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn kemst í kast við lögin, en árið 2021 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps. Það mál kom upp þegar hann var þegar orðinn leikmaður Spartak Moskvu, en atvikið átti sér stað ári áður þegar hann var enn leikmaður Ajax í heimalandi sínu. Þar mun Promes hafa lent í áflogum við skyldmenni sitt sem endaði með því að fjölskyldumeðlimurinn var stunginn með hníf og hlaut alvarleg meiðsli. Þá ku sá hinn sami einnig hafa meiðst á hné í áflogunum. Promes var í kjölfarið ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps og verður það mál sömuleiðis tekið fyrir rétti á mánudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur alla tíð neitað sök í málinu sem lítur að líkamsárás og tilraun til manndráps, en hefur ekki tjáð sig um kókaínsmyglið. 🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Former Netherlands winger Quincy Promes is prosecuted for importing more than 1300 kilos of cocaine, with a value of €75M. (Source: @NOS) pic.twitter.com/s1EmKhnrVb— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 30, 2023 Fótbolti Smygl Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Sjá meira
Samkvæmt hollenska saksóknaraembættinu á Promes að hafa átt þátt í því að smygla 1.362 kílóum af kókaíni til Hollands eða Belgíu. Hollenska dagblaðið Het Parool segir frá því að málið verði tekið fyrir við hollenskan dómstól næstkomandi mánudag. Promes er 31 árs gamall framherji sem á að baki 50 leiki fyrir hollenska landsliðið. Hann gekk í raðir Spartak Moskvu árið 2021, en hefur einnig leikið fyrir lið á borð við Ajax, Sevilla og Twente. Orðinn góðkunningi lögreglu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn kemst í kast við lögin, en árið 2021 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps. Það mál kom upp þegar hann var þegar orðinn leikmaður Spartak Moskvu, en atvikið átti sér stað ári áður þegar hann var enn leikmaður Ajax í heimalandi sínu. Þar mun Promes hafa lent í áflogum við skyldmenni sitt sem endaði með því að fjölskyldumeðlimurinn var stunginn með hníf og hlaut alvarleg meiðsli. Þá ku sá hinn sami einnig hafa meiðst á hné í áflogunum. Promes var í kjölfarið ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps og verður það mál sömuleiðis tekið fyrir rétti á mánudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur alla tíð neitað sök í málinu sem lítur að líkamsárás og tilraun til manndráps, en hefur ekki tjáð sig um kókaínsmyglið. 🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Former Netherlands winger Quincy Promes is prosecuted for importing more than 1300 kilos of cocaine, with a value of €75M. (Source: @NOS) pic.twitter.com/s1EmKhnrVb— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 30, 2023
Fótbolti Smygl Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Sjá meira