Segir Haukana líklegri til að landa þeim stóra þrátt fyrir að ÍBV eigi heimaleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 23:31 Haukar geta stolið Íslandsmeistaratitlinum af ÍBV annað kvöld. vísir/hulda margrét Theodór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, segir að þrátt fyrir að ÍBV eigi heimaleik er liðið mætir Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld þá telji hann Haukana líklegri til að landa þeim stóra. Eyjamenn höfðu farið taplausir í gegnum bæði átta liða- og undanúrslitin gegn Stjörnunni og FH og allt stefndi í að liðið myndi gera slíkt hið sama gegn Haukum í úrslitaeinvíginu. ÍBV vann fyrstu tvo leikina og liðið gat tryggt sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með sigri á heimavelli fyrir framan trofulla höll á föstudagskvöldi. Kjöraðstæður fyrir gott partý. Haukarnir tóku sig hins vegar til og skemmdu partýið. Þeir unnu þriðja leik liðanna með sex marka mun og jöfnuðu svo metin í einvíginu með þriggja marka sigri á Ásvöllum í gær í leik þar sem Haukar höfðu í raun yfirhöndina frá fyrstu mínútu. Teddi segir það þó ekki endilega hafa komið sér á óvart að Haukarnir hafi jafnað metin í gær. „Nei, ekki eftir leik þrjú. En hvernig þetta er búið að þróast eftir leik eitt og tvö, já vissulega,“ sagði Teddi í síðasta þætti af Handkastinu. „Ég spáði því nú í símtalinu við þig fyrir leik númer fjögur að þetta myndi fara í framlengingu og að ÍBV myndi klára þetta þar. En hvernig þessi leikur þróaðist, jú það kom mér á óvart og hversu ótrúlega mikið tak Haukarnir virðast vera búnir að ná á ÍBV núna.“ „Mér finnst þetta bara vera að þróast þannig að þrátt fyrir að ÍBV sé á heimavelli með öllu því sem því fylgir - en ef við horfum á þetta út frá handboltanum, út frá taktík og bara standinu á mönnum og hvernig liðin eru að vaxa og annað - þá finnst mér bara Haukarnir, eins og staðan er núna, vera líklegri til að landa þessu á morgun,“ sagði Teddi. Umfjöllun þeirra félaga um úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV, og seinasta hlaðvarpsþátt Handkastsins í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. ÍBV tekur á móti Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld, miðvikudag, klukkan 19:00 og verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja sína upphitun fyrir leikinn klukkustund áður og mæta svo aftur á skjáinn að leik loknum og gera hann upp. Olís-deild karla Haukar ÍBV Handkastið Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Eyjamenn höfðu farið taplausir í gegnum bæði átta liða- og undanúrslitin gegn Stjörnunni og FH og allt stefndi í að liðið myndi gera slíkt hið sama gegn Haukum í úrslitaeinvíginu. ÍBV vann fyrstu tvo leikina og liðið gat tryggt sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með sigri á heimavelli fyrir framan trofulla höll á föstudagskvöldi. Kjöraðstæður fyrir gott partý. Haukarnir tóku sig hins vegar til og skemmdu partýið. Þeir unnu þriðja leik liðanna með sex marka mun og jöfnuðu svo metin í einvíginu með þriggja marka sigri á Ásvöllum í gær í leik þar sem Haukar höfðu í raun yfirhöndina frá fyrstu mínútu. Teddi segir það þó ekki endilega hafa komið sér á óvart að Haukarnir hafi jafnað metin í gær. „Nei, ekki eftir leik þrjú. En hvernig þetta er búið að þróast eftir leik eitt og tvö, já vissulega,“ sagði Teddi í síðasta þætti af Handkastinu. „Ég spáði því nú í símtalinu við þig fyrir leik númer fjögur að þetta myndi fara í framlengingu og að ÍBV myndi klára þetta þar. En hvernig þessi leikur þróaðist, jú það kom mér á óvart og hversu ótrúlega mikið tak Haukarnir virðast vera búnir að ná á ÍBV núna.“ „Mér finnst þetta bara vera að þróast þannig að þrátt fyrir að ÍBV sé á heimavelli með öllu því sem því fylgir - en ef við horfum á þetta út frá handboltanum, út frá taktík og bara standinu á mönnum og hvernig liðin eru að vaxa og annað - þá finnst mér bara Haukarnir, eins og staðan er núna, vera líklegri til að landa þessu á morgun,“ sagði Teddi. Umfjöllun þeirra félaga um úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV, og seinasta hlaðvarpsþátt Handkastsins í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. ÍBV tekur á móti Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld, miðvikudag, klukkan 19:00 og verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja sína upphitun fyrir leikinn klukkustund áður og mæta svo aftur á skjáinn að leik loknum og gera hann upp.
Olís-deild karla Haukar ÍBV Handkastið Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira