„Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 10:00 Glódís Perla Viggósdóttir með meistaraskjöldinn í fagnaðarlátum Bayern á sunnudaginn. Getty/Mark Wieland Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. Glódís var að ljúka sinni annarri leiktíð hjá Bayern eftir að hafa komið frá Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni. Í fyrra tók norski þjálfarinn Alexander Straus við og segir Glódís að það hafi hjálpað sér að blómstra enn frekar hjá einu allra besta liði heims. „Ég er ótrúlega stolt og það er gaman að fá svona mikið traust, og geta látið mína eiginleika skína meira en ég gat gert í fyrra. Þessi hugsun [nýja þjálfarans] og skandinavíski boltinn er eitthvað sem að ég er vön, svo ég gat hjálpað liðinu mikið. Ég er því ótrúlega stolt af þessu tímabili og það er gaman hvað okkur gekk vel sem liði. Það er alltaf það mikilvægasta,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís orðin meiri leiðtogi hjá Bayern „Ég tók svolítið meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel í því. Þegar nýjar áherslur fóru að smella hjá liðinu, og allt liðið fór að leggja meira upp úr varnarleik þá hentaði það mér mjög vel, og einhvern veginn náðum við að samstilla okkur mjög vel. Þá er auðvelt að hafa áhrif á alla í kringum sig – draga það besta út úr öðrum og sjálfri mér líka. Á síðustu leiktíð spilaði ég svo sem allar mínútur eftir jól en naut mín kannski ekki eins vel og ég hef gert undir stjórn þessa nýja þjálfara,“ segir Glódís. Verandi hjá Bayern getur Glódís í raun varla tekið skref upp á við, í stærra félag og betra lið, en ljóst er að hún er í sigti fleiri félaga. Mikill uppgangur í Þýskalandi og Englandi Greint var frá því á mbl.is að Glódís væri á óskalista Arsenal en hún kveðst samningsbundin Bayern og ekki með annað í huga en að halda áfram hjá félaginu. Hún tekur þó undir að enska úrvalsdeildin sé spennandi kostur: „Það er mjög mikill uppgangur í ensku deildinni, sérstaklega eftir EM í fyrra, og mikill peningur og metnaður lagður í hana. Það er því klárlega spennandi deild en á sama tíma er þýska deildin einnig á ákveðinni uppleið, með meiri peningum, áhorfendum og áhuga. Það er gríðarlegur munur á áhorfendatölum. Kvennaboltinn alls staðar í heiminum er á mikilli uppleið og Englendingarnir eru rosalega góðir í að markaðssetja sig, svo sú deild er áberandi. Það eru mjög spennandi ár fram undan í kvennaboltanum, hjá öllum þessum stóru félögum sem eru að leggja pening og áhuga í kvennaliðin sín,“ segir Glódís. Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Glódís var að ljúka sinni annarri leiktíð hjá Bayern eftir að hafa komið frá Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni. Í fyrra tók norski þjálfarinn Alexander Straus við og segir Glódís að það hafi hjálpað sér að blómstra enn frekar hjá einu allra besta liði heims. „Ég er ótrúlega stolt og það er gaman að fá svona mikið traust, og geta látið mína eiginleika skína meira en ég gat gert í fyrra. Þessi hugsun [nýja þjálfarans] og skandinavíski boltinn er eitthvað sem að ég er vön, svo ég gat hjálpað liðinu mikið. Ég er því ótrúlega stolt af þessu tímabili og það er gaman hvað okkur gekk vel sem liði. Það er alltaf það mikilvægasta,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís orðin meiri leiðtogi hjá Bayern „Ég tók svolítið meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel í því. Þegar nýjar áherslur fóru að smella hjá liðinu, og allt liðið fór að leggja meira upp úr varnarleik þá hentaði það mér mjög vel, og einhvern veginn náðum við að samstilla okkur mjög vel. Þá er auðvelt að hafa áhrif á alla í kringum sig – draga það besta út úr öðrum og sjálfri mér líka. Á síðustu leiktíð spilaði ég svo sem allar mínútur eftir jól en naut mín kannski ekki eins vel og ég hef gert undir stjórn þessa nýja þjálfara,“ segir Glódís. Verandi hjá Bayern getur Glódís í raun varla tekið skref upp á við, í stærra félag og betra lið, en ljóst er að hún er í sigti fleiri félaga. Mikill uppgangur í Þýskalandi og Englandi Greint var frá því á mbl.is að Glódís væri á óskalista Arsenal en hún kveðst samningsbundin Bayern og ekki með annað í huga en að halda áfram hjá félaginu. Hún tekur þó undir að enska úrvalsdeildin sé spennandi kostur: „Það er mjög mikill uppgangur í ensku deildinni, sérstaklega eftir EM í fyrra, og mikill peningur og metnaður lagður í hana. Það er því klárlega spennandi deild en á sama tíma er þýska deildin einnig á ákveðinni uppleið, með meiri peningum, áhorfendum og áhuga. Það er gríðarlegur munur á áhorfendatölum. Kvennaboltinn alls staðar í heiminum er á mikilli uppleið og Englendingarnir eru rosalega góðir í að markaðssetja sig, svo sú deild er áberandi. Það eru mjög spennandi ár fram undan í kvennaboltanum, hjá öllum þessum stóru félögum sem eru að leggja pening og áhuga í kvennaliðin sín,“ segir Glódís.
Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira