Christie sagður ætla að lýsa yfir framboði Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 12:05 Chris Christie var náinn samverkamaður Trump í forsetakosningunum 2016 en fékk þó ekkert embætti í stjórn hans. AP/Charles Krupa Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og ráðgjafi Donalds Trump, er sagður ætla að lýsa yfir forsetaframboði í næstu viku. Stuðningsmenn Christie hafa hleypti nýrri pólitískri aðgerðanefnd af stokkunum til þess að styðja framboðið. Þó að Christie hafi ekki riðið feitum hesti frá forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016 þykir framboð hans nú sæta tíðindum. Hann var ráðgjafi framboðs Trump og þótti lengi náinn fyrrverandi forsetanum. Undanfarið hefur þó myndast vík á milli vina og Christie hefur kallað Trump „gungu“ og strengjabúðu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Christie hefur starfað sem stjórnmálaskýrandi hjá ABC-sjónvarpsstöðinni upp á síðkastið. Christie ætlar að lýsa yfir framboði sínu á viðburði í New Hampshire á þriðjudag, að sögn vefmiðilsins Axios. New Hampshire er eitt af fyrstu ríkjunum þar sem forval verður haldið á næsta ári. New York Times greindi frá því í gær að stuðningsmenn Christie hefðu stofnað svonefnda pólitíska aðgerðanefnd honum til stuðnings. Slíkar nefndir mega safna ótakmörkuðum fjárframlögum en mega að nafinu til ekki eiga samráð við frambjóðanda. Lítil eftirspurn eftir frambjóðendum eins og Christie Fyrir fram eru möguleikar Christie í forvalinu taldir takmarkaðir. Hann þarf meðal annars að etja kappi við Trump sjálfan sem hefur tangarhald á stórum hluta kjósenda repúblikana og Ron DeSantis sem þótti á tímabili standa vel að vígi. Lítil eftirspurn virðist innan flokksins eftir „hefðbundnari“ stjórnmálamanni eins og Christie sem stilla sér upp sem valkosti við Trump. Áður en Christie tók þátt í forsetaframboði Trump var hann þekktur sem ríkisstjóri New Jersey. Hann naut nokkuð almennra vinsælda sem slíkur eftir að fellibylurinn Sandy reið yfir ríkið árið 2012. Verulega fjaraði undan stuðningi við Christie eftir að upplýst var að aðstoðarmenn hans og skipaðir fulltrúar ollu vísvitandi umferðarteppum til að koma höggi á pólitískan andstæðing ríkisstjórans. Í kjölfar hneykslismálanna mældist Christie með minnsta stuðning nokkurs ríkisstjóra New Jersey. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Þó að Christie hafi ekki riðið feitum hesti frá forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016 þykir framboð hans nú sæta tíðindum. Hann var ráðgjafi framboðs Trump og þótti lengi náinn fyrrverandi forsetanum. Undanfarið hefur þó myndast vík á milli vina og Christie hefur kallað Trump „gungu“ og strengjabúðu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Christie hefur starfað sem stjórnmálaskýrandi hjá ABC-sjónvarpsstöðinni upp á síðkastið. Christie ætlar að lýsa yfir framboði sínu á viðburði í New Hampshire á þriðjudag, að sögn vefmiðilsins Axios. New Hampshire er eitt af fyrstu ríkjunum þar sem forval verður haldið á næsta ári. New York Times greindi frá því í gær að stuðningsmenn Christie hefðu stofnað svonefnda pólitíska aðgerðanefnd honum til stuðnings. Slíkar nefndir mega safna ótakmörkuðum fjárframlögum en mega að nafinu til ekki eiga samráð við frambjóðanda. Lítil eftirspurn eftir frambjóðendum eins og Christie Fyrir fram eru möguleikar Christie í forvalinu taldir takmarkaðir. Hann þarf meðal annars að etja kappi við Trump sjálfan sem hefur tangarhald á stórum hluta kjósenda repúblikana og Ron DeSantis sem þótti á tímabili standa vel að vígi. Lítil eftirspurn virðist innan flokksins eftir „hefðbundnari“ stjórnmálamanni eins og Christie sem stilla sér upp sem valkosti við Trump. Áður en Christie tók þátt í forsetaframboði Trump var hann þekktur sem ríkisstjóri New Jersey. Hann naut nokkuð almennra vinsælda sem slíkur eftir að fellibylurinn Sandy reið yfir ríkið árið 2012. Verulega fjaraði undan stuðningi við Christie eftir að upplýst var að aðstoðarmenn hans og skipaðir fulltrúar ollu vísvitandi umferðarteppum til að koma höggi á pólitískan andstæðing ríkisstjórans. Í kjölfar hneykslismálanna mældist Christie með minnsta stuðning nokkurs ríkisstjóra New Jersey.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30
Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59