Heimir Óli: Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt Smári Jökull Jónsson skrifar 31. maí 2023 21:56 Stuðningsmenn Hauka fjölmenntu til Eyja í kvöld. Vísir/Vilhelm Heimir Óli Heimisson var afar svekktur eftir tap Hauka gegn ÍBV í kvöld. Hann mun nú leggja skóna á hilluna og sagði endirinn á ferlinum súrsætan. „Ég veit það ekki, þeir unnu - til hamingju,“ sagði Heimir Óli í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik í kvöld aðspurður hvar leikurinn hefði farið frá Haukum í kvöld. Hann var ánægður með karakterinn í sínu liði en hélt aftur af sér þegar hann ræddi niðurstöðu leiksins. „Þvílíkur karakter í okkar liði og frábært hjá okkur. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að segja of mikið. Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt.“ Heimir Óli kom aftur inn í lið Hauka undir lok ágúst en hann hafði ætlað sér að hætta. Haukar voru í brasi í deildakeppninni en komust í bikarúrslit sem og í úrslit Olís-deildarinnar. „Ég kem aftur inn í þetta í lok ágúst og liðið er að smella seint saman. Deildakeppnin er erfið, menn í meiðslum að koma til baka en við finnum taktinn og komumst í bikarúrslitum. Við töpum, vorum góðir í 50 mínútur þar. Við komumst hingað og það hafði enginn trú á okkur þegar við komum inn í þetta. Við komumst hérna í oddaleik í Vestmannaeyjum. Þetta er ógeðslega súr endir á erfiðu og ströngu tímabili.“ Þjálfaraskipti urðu hjá Haukum í nóvember þegar Rúnar Sigtryggsson hætti þjálfun liðsins og Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson tóku við. „Ég vil þakka Rúnari Sigtryggssyni sem var frábær með okkur fyrri partinn. Svo koma Geiri og Vignir inn í þetta, frábærir og þvílíkir Haukastrákar. Ég hef engar áhyggjur með þá tvo í farteskinu, frábærir þjálfarar. Núna verður fínt að sitja upp í stúku og hafa skoðanir á leikmönnum og dómurum. Ég vill gera allt svo titilinn fari aftur á Ásvelli á næsta ári,“ bætti Heimir Óli við og nú fara skórnir hans upp á hillu. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri skrýtin. „Auðvitað súrsætt. Það eru tvö yndisleg börn sem bíða hérna, konan mín er hérna og fjölskyldan og tengdafjölskyldan hefur stutt mig í einu og öllu. Heilt yfir er ég ótrúlega ánægður þó ég sé svekktur í kvöld.“ Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
„Ég veit það ekki, þeir unnu - til hamingju,“ sagði Heimir Óli í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik í kvöld aðspurður hvar leikurinn hefði farið frá Haukum í kvöld. Hann var ánægður með karakterinn í sínu liði en hélt aftur af sér þegar hann ræddi niðurstöðu leiksins. „Þvílíkur karakter í okkar liði og frábært hjá okkur. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að segja of mikið. Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt.“ Heimir Óli kom aftur inn í lið Hauka undir lok ágúst en hann hafði ætlað sér að hætta. Haukar voru í brasi í deildakeppninni en komust í bikarúrslit sem og í úrslit Olís-deildarinnar. „Ég kem aftur inn í þetta í lok ágúst og liðið er að smella seint saman. Deildakeppnin er erfið, menn í meiðslum að koma til baka en við finnum taktinn og komumst í bikarúrslitum. Við töpum, vorum góðir í 50 mínútur þar. Við komumst hingað og það hafði enginn trú á okkur þegar við komum inn í þetta. Við komumst hérna í oddaleik í Vestmannaeyjum. Þetta er ógeðslega súr endir á erfiðu og ströngu tímabili.“ Þjálfaraskipti urðu hjá Haukum í nóvember þegar Rúnar Sigtryggsson hætti þjálfun liðsins og Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson tóku við. „Ég vil þakka Rúnari Sigtryggssyni sem var frábær með okkur fyrri partinn. Svo koma Geiri og Vignir inn í þetta, frábærir og þvílíkir Haukastrákar. Ég hef engar áhyggjur með þá tvo í farteskinu, frábærir þjálfarar. Núna verður fínt að sitja upp í stúku og hafa skoðanir á leikmönnum og dómurum. Ég vill gera allt svo titilinn fari aftur á Ásvelli á næsta ári,“ bætti Heimir Óli við og nú fara skórnir hans upp á hillu. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri skrýtin. „Auðvitað súrsætt. Það eru tvö yndisleg börn sem bíða hérna, konan mín er hérna og fjölskyldan og tengdafjölskyldan hefur stutt mig í einu og öllu. Heilt yfir er ég ótrúlega ánægður þó ég sé svekktur í kvöld.“
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira