Stjórn skotfélagsins biður rússnesku þjóðina og Pútín afsökunar Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 23:03 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Gavriil Grigorov Stjórn Skotfélags Húsavíkur vill biðja rússnesku þjóðina og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, afsökunar. Það er eftir að sendiráð Rússlands á Íslandi kvartaði yfir því að mynd af andliti Pútíns hafi verið sett á skotskífu í auglýsingu skotfélagsins á Facebook fyrir mót. Í yfirlýsingu sem starfsmenn sendiráðsins birti á Facebook í dag segir að litið hafi verið á myndina sem móðgun við þjóðarleiðtoga Rússlands. Þá sé birting hennar brot á siðferðisviðmiðum íþróttahreyfinga. Í yfirlýsingunni var þess krafist að myndin yrði fjarlægð, sem var gert. Sjá einnig: Rússar reiðir Skotfélagi Húsavíkur vegna myndar af Pútín Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að það sé skýr stefna skotíþróttafélaga að „skotfimi snýst um íþróttir þar sem skotið er á keppnisskotmörk og fyrirbýður félagið sér alla nálgun við ofbeldi og glæpi sem tengst gætu skotíþróttabyssum“. Þar segir einnig að það hafi verið kappsmál innan hreyfingarinnar í áraraðir að þjálfa íþróttafólk og auka skilning almennings og yfirvalda á gildi skotíþrótta og kenna ábyrga meðferð á skotíþróttabyssum. Því hafi einstaklingnum sem birti myndina verið vísað frá ábyrgðarstörfum fyrir félagið og er hann sagður sæta agaúrræðum í takt við lög og reglur íþróttahreyfingarinnar. „Stjórn Skotfélags Húsavíkur vonar að þetta mál dragi ekki skugga á það frábæra starf sem unnið hefur verið á sviði skotíþrótta og þann frábæra árangur sem íslenskt skotíþróttafólk er að sýna á smáþjóðaleikum á Möltu þessa dagana.“ Norðurþing Rússland Skotíþróttir Vladimír Pútín Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Í yfirlýsingu sem starfsmenn sendiráðsins birti á Facebook í dag segir að litið hafi verið á myndina sem móðgun við þjóðarleiðtoga Rússlands. Þá sé birting hennar brot á siðferðisviðmiðum íþróttahreyfinga. Í yfirlýsingunni var þess krafist að myndin yrði fjarlægð, sem var gert. Sjá einnig: Rússar reiðir Skotfélagi Húsavíkur vegna myndar af Pútín Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að það sé skýr stefna skotíþróttafélaga að „skotfimi snýst um íþróttir þar sem skotið er á keppnisskotmörk og fyrirbýður félagið sér alla nálgun við ofbeldi og glæpi sem tengst gætu skotíþróttabyssum“. Þar segir einnig að það hafi verið kappsmál innan hreyfingarinnar í áraraðir að þjálfa íþróttafólk og auka skilning almennings og yfirvalda á gildi skotíþrótta og kenna ábyrga meðferð á skotíþróttabyssum. Því hafi einstaklingnum sem birti myndina verið vísað frá ábyrgðarstörfum fyrir félagið og er hann sagður sæta agaúrræðum í takt við lög og reglur íþróttahreyfingarinnar. „Stjórn Skotfélags Húsavíkur vonar að þetta mál dragi ekki skugga á það frábæra starf sem unnið hefur verið á sviði skotíþrótta og þann frábæra árangur sem íslenskt skotíþróttafólk er að sýna á smáþjóðaleikum á Möltu þessa dagana.“
Norðurþing Rússland Skotíþróttir Vladimír Pútín Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira