Betri stjórnendur með betri samskiptum Guðni Hannes Estherarson skrifar 1. júní 2023 10:31 Ég er einn þeirra sem þurftu að hafa mikið fyrir námi í gegnum tíðina. Reyndar er það svo að mér hefur alltaf fundist mjög flókið að læra það sem ég hef ekki haft verklega reynslu af áður. Það voru því blendnar tilfinningar sem fylgdu því þegar mér bauðst að skrá mig í leiðtoganámið Forysta til framtíðar, í Háskólanum á Bifröst , en það er samstarfsverkefni skólans og vinnuveitanda míns, Samkaupa. Ég var kvíðinn þar sem mér hefur fundist erfitt að læra og námið var á háskólastigi. En þar sem það snýr að verslunarstjórnun, sem er eitthvað sem ég hef reynslu af, ákvað ég að slá til. Markmið námsins, sem er vottað 12ECT eininga háskólanám, er að móta öflugri leiðtoga til framtíðar og byggja upp hæfni og þekkingu. Þannig fær starfsfólk faglega menntun og tækifæri til að þróast sem leiðtogar og takast á við síbreytilegt umhverfi verslunarheimsins. Námið snýst ekki síst um að líta inn á við og styrkja okkur sjálf í mannlegum samskiptum. Það eru margar leiðir til að eiga í samskiptum og er það okkar stjórnenda að finna leiðir til þess að bæta almenna samskiptafærni okkar. Hjá Samkaupum starfa 1400 manns í um 700 stöðugildum og eins og gefur að skilja er hópurinn sem þar starfar fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Þegar maður stendur frammi fyrir því að stýra jafn breiðum hópi starfsfólks á öllum aldri, frá ólíkum menningarheimum og fólki sem á jafnvel ekkert sameiginlegt tungumál, þá verður okkur ekkert ágengt sem stjórnendum með gamla hugsunarháttinn að það þurfi að koma eins fram og tala eins við alla – ef einhver sættir sig ekki við það þá þurfi hann bara að fara eitthvað annað. Við þurfum að læra hvernig samskipti geta verið uppbyggileg og okkur til gagns og þetta nám hefur fært mér mögnuð verkfæri til þess. Við höfum líka fengið að kynnast okkar eigin styrkleikum og hvernig við getum nýtt þá og ræktað þá styrkleika sem ber minna á en gæti nýst okkur betur. Þá höfum við einnig fengið innsýn í það hvernig við getum nýtt okkur styrkleika annarra enda gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir þeim sjálft. En það sem gerist þegar maður nær að virkja styrkleika hjá starfsmanni er töfrum líkast. Áhuginn á starfinu verður meiri, viðkomandi verður glaður, vinnuframlegð eykst til muna, sem og frumkvæði, áræðni – og veikindadögum fækkar. Viðkomandi starfsmaður tekur aukinni ábyrgð fagnandi og traustið á milli þín og hans styrkist. Og það sem skiptir kannski mestu máli er að viðkomandi verður sterkari hlekkur í teyminu. Teyminu sem þú þarft á að halda sem stjórnandi til þess að minnka stress og álag. Stuttu eftir að ég hóf námið við Háskólann á Bifröst hófst ég handa og breytti ákveðnum hlutum í mínum samskiptum við starfsmenn þó svo þau hafi svo sem ekkert verið slæm fyrir. Ég byrjaði að vinna með þrjá meginpunkta sem ég vinn ennþá með og minni mig á daglega. Ég tala skýrt svo starfsmenn þurfi ekki að lesa í eyður eða misskilji mig. Ég hlusta. Og þá meina ég það þegar ég segi, að ég hlusti. Starfsmaðurinn fær 100% athygli. Ég lít upp frá tölvunni, læt símann ekki trufla og tek jafnvel lesgleraugun af nefinu. Ég spyr leiðandi spurninga. Þannig fæ ég starfsmenn til að taka meiri þátt í umræðum og koma skoðunum sínum á framfæri. Nú þegar ég hef útskrifast úr þessu námi er þakklæti mér efst í huga. Ég vil þá helst þakka stjórnendum Samkaupa fyrir að gera starfsfólki sínu kleift að vaxa í starfi og stunda nám með vinnu sem hæfir hverjum og einum. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig og samnemendur mína en einnig skapað mikið virði fyrir fyrirtækið. Því vil ég hvetja stjórnendur annarra fyrirtækja til þess að líta inn á við og skoða hvernig þeir geta eflt starfsfólk sitt og hvatt það til náms. Það er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Höfundur er verslunarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvöruverslun Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég er einn þeirra sem þurftu að hafa mikið fyrir námi í gegnum tíðina. Reyndar er það svo að mér hefur alltaf fundist mjög flókið að læra það sem ég hef ekki haft verklega reynslu af áður. Það voru því blendnar tilfinningar sem fylgdu því þegar mér bauðst að skrá mig í leiðtoganámið Forysta til framtíðar, í Háskólanum á Bifröst , en það er samstarfsverkefni skólans og vinnuveitanda míns, Samkaupa. Ég var kvíðinn þar sem mér hefur fundist erfitt að læra og námið var á háskólastigi. En þar sem það snýr að verslunarstjórnun, sem er eitthvað sem ég hef reynslu af, ákvað ég að slá til. Markmið námsins, sem er vottað 12ECT eininga háskólanám, er að móta öflugri leiðtoga til framtíðar og byggja upp hæfni og þekkingu. Þannig fær starfsfólk faglega menntun og tækifæri til að þróast sem leiðtogar og takast á við síbreytilegt umhverfi verslunarheimsins. Námið snýst ekki síst um að líta inn á við og styrkja okkur sjálf í mannlegum samskiptum. Það eru margar leiðir til að eiga í samskiptum og er það okkar stjórnenda að finna leiðir til þess að bæta almenna samskiptafærni okkar. Hjá Samkaupum starfa 1400 manns í um 700 stöðugildum og eins og gefur að skilja er hópurinn sem þar starfar fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Þegar maður stendur frammi fyrir því að stýra jafn breiðum hópi starfsfólks á öllum aldri, frá ólíkum menningarheimum og fólki sem á jafnvel ekkert sameiginlegt tungumál, þá verður okkur ekkert ágengt sem stjórnendum með gamla hugsunarháttinn að það þurfi að koma eins fram og tala eins við alla – ef einhver sættir sig ekki við það þá þurfi hann bara að fara eitthvað annað. Við þurfum að læra hvernig samskipti geta verið uppbyggileg og okkur til gagns og þetta nám hefur fært mér mögnuð verkfæri til þess. Við höfum líka fengið að kynnast okkar eigin styrkleikum og hvernig við getum nýtt þá og ræktað þá styrkleika sem ber minna á en gæti nýst okkur betur. Þá höfum við einnig fengið innsýn í það hvernig við getum nýtt okkur styrkleika annarra enda gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir þeim sjálft. En það sem gerist þegar maður nær að virkja styrkleika hjá starfsmanni er töfrum líkast. Áhuginn á starfinu verður meiri, viðkomandi verður glaður, vinnuframlegð eykst til muna, sem og frumkvæði, áræðni – og veikindadögum fækkar. Viðkomandi starfsmaður tekur aukinni ábyrgð fagnandi og traustið á milli þín og hans styrkist. Og það sem skiptir kannski mestu máli er að viðkomandi verður sterkari hlekkur í teyminu. Teyminu sem þú þarft á að halda sem stjórnandi til þess að minnka stress og álag. Stuttu eftir að ég hóf námið við Háskólann á Bifröst hófst ég handa og breytti ákveðnum hlutum í mínum samskiptum við starfsmenn þó svo þau hafi svo sem ekkert verið slæm fyrir. Ég byrjaði að vinna með þrjá meginpunkta sem ég vinn ennþá með og minni mig á daglega. Ég tala skýrt svo starfsmenn þurfi ekki að lesa í eyður eða misskilji mig. Ég hlusta. Og þá meina ég það þegar ég segi, að ég hlusti. Starfsmaðurinn fær 100% athygli. Ég lít upp frá tölvunni, læt símann ekki trufla og tek jafnvel lesgleraugun af nefinu. Ég spyr leiðandi spurninga. Þannig fæ ég starfsmenn til að taka meiri þátt í umræðum og koma skoðunum sínum á framfæri. Nú þegar ég hef útskrifast úr þessu námi er þakklæti mér efst í huga. Ég vil þá helst þakka stjórnendum Samkaupa fyrir að gera starfsfólki sínu kleift að vaxa í starfi og stunda nám með vinnu sem hæfir hverjum og einum. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig og samnemendur mína en einnig skapað mikið virði fyrir fyrirtækið. Því vil ég hvetja stjórnendur annarra fyrirtækja til þess að líta inn á við og skoða hvernig þeir geta eflt starfsfólk sitt og hvatt það til náms. Það er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Höfundur er verslunarstjóri.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun