„Þau áttuðu sig á því sjálf að þau réðu ekki við þetta“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 10:54 Ekki þurfti að fara í vörslusviptingu á býlinu. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun (MAST) hefur bannað dýrahald á sauðfjárbýli á Vesturlandi og falið lögreglustjóra að gefa út ákæru. Bæði búpeningur og gæludýr eru þegar farin af bænum. „Því miður var reynslan af þessu ágæta fólki að það hafði ekki getu, hæfni eða ábyrgð til að vera í búskap eða að halda dýr yfirleitt,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur MAST. MAST hefur heimild til að banna dýrahald tímabundið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eitt skilyrðið er það að búið sé að fara fram á það við lögreglustjóra að hann gefi út ákæru þess efnis að viðkomandi verði dæmdur frá því að halda dýr. MAST hefur þegar farið fram á það við Lögreglustjóra Vesturlands. Hann tekur ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út og síðan er það dómara að meta það endanlega hvort dýrahald verði bannað. Einar Örn segist geta séð fyrir sér, ef fallist verður á það, að bannið gildi í fimm eða tíu ár. Að svo stöddu sé málið komið úr höndum MAST. Gripirnir farnir af bænum Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um meint dýraníð og slæman aðbúnað dýra á bænum Höfða í Borgarfirði sem á að hafa viðgengist í um fimmtán. Einar Örn segir ekki vera um sama mál að ræða. Þetta tiltekna mál kom inn á borð MAST í janúar síðastliðnum. Einar Örn segir að MAST hafi þegar óskað eftir því að Lögreglustjórinn á Vesturlandi gefi út ákæru. „Það var erfiður tími í vetur og miklir frostakaflar. Ástandið á fénu var slæmt,“ segir hann. „Þegar allt var komið í óefni voru gripirnir fluttir burt eða afhentir fyrri eigendum.“ Ekki grunur um ofbeldi Ekki hafi þurft að fara í vörslusviptingu á dýrunum, það er taka þau með valdi af eigendum sínum. Á bænum voru kindur og nokkur gæludýr, svo sem hundar, en ekki annar búpeningur. Dýrin eru þegar komin til annars fólks og Einar Örn segir að það hafi gengið vel fyrir sig. Málið hafi einnig verið snöggunnið hjá MAST. Einar Örn segir að býlið hafi verið í rekstri en ekki lengi. „Þetta er vel meinandi fólk. Þau áttuðu sig á því sjálf að þau réðu ekki við þetta,“ segir hann. Þó að dýrin hafi verið vanrækt sé ekki grunur um neitt ofbeldi af hálfu eigendanna. „Það er ekki skemmtilegt að standa í þessu en við töldum rétt að gera þetta.“ Dýraheilbrigði Dýr Lögreglumál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Því miður var reynslan af þessu ágæta fólki að það hafði ekki getu, hæfni eða ábyrgð til að vera í búskap eða að halda dýr yfirleitt,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur MAST. MAST hefur heimild til að banna dýrahald tímabundið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eitt skilyrðið er það að búið sé að fara fram á það við lögreglustjóra að hann gefi út ákæru þess efnis að viðkomandi verði dæmdur frá því að halda dýr. MAST hefur þegar farið fram á það við Lögreglustjóra Vesturlands. Hann tekur ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út og síðan er það dómara að meta það endanlega hvort dýrahald verði bannað. Einar Örn segist geta séð fyrir sér, ef fallist verður á það, að bannið gildi í fimm eða tíu ár. Að svo stöddu sé málið komið úr höndum MAST. Gripirnir farnir af bænum Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um meint dýraníð og slæman aðbúnað dýra á bænum Höfða í Borgarfirði sem á að hafa viðgengist í um fimmtán. Einar Örn segir ekki vera um sama mál að ræða. Þetta tiltekna mál kom inn á borð MAST í janúar síðastliðnum. Einar Örn segir að MAST hafi þegar óskað eftir því að Lögreglustjórinn á Vesturlandi gefi út ákæru. „Það var erfiður tími í vetur og miklir frostakaflar. Ástandið á fénu var slæmt,“ segir hann. „Þegar allt var komið í óefni voru gripirnir fluttir burt eða afhentir fyrri eigendum.“ Ekki grunur um ofbeldi Ekki hafi þurft að fara í vörslusviptingu á dýrunum, það er taka þau með valdi af eigendum sínum. Á bænum voru kindur og nokkur gæludýr, svo sem hundar, en ekki annar búpeningur. Dýrin eru þegar komin til annars fólks og Einar Örn segir að það hafi gengið vel fyrir sig. Málið hafi einnig verið snöggunnið hjá MAST. Einar Örn segir að býlið hafi verið í rekstri en ekki lengi. „Þetta er vel meinandi fólk. Þau áttuðu sig á því sjálf að þau réðu ekki við þetta,“ segir hann. Þó að dýrin hafi verið vanrækt sé ekki grunur um neitt ofbeldi af hálfu eigendanna. „Það er ekki skemmtilegt að standa í þessu en við töldum rétt að gera þetta.“
Dýraheilbrigði Dýr Lögreglumál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira