Enn eitt bakslagið í viðleitni til afvopnunar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. júní 2023 06:16 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ívar Fannar Rússar hafa formlega sagt sig frá mikilvægasta afvopnunarsamningnum sem tekur á hefðbundnum vopnum. Að mati utanríkisráðuneytisins er ákvörðunin bakslag. Vladímír Pútin Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem afnema aðild Rússlands að Samningnum um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE). Samningurinn var undirritaður árið 1990 á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, sem var undir forystu Sovétríkjanna. Sagði samningurinn til um hversu mikið af hergögnum hvor blokk mætti hafa í Evrópu. Svo sem 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 20 þúsund skriðdreka og 7 þúsund herflugvélar. Eftir að Varsjárbandalagið féll vildu Rússar breytingar á samningnum, sem gerð var á fundi árið 1999 en aldrei fullgild vegna dvalar herliðs Rússa í rússneskumælandi héröðum Georgíu og Moldóvu. Rússar sjálfir hafa ekki framfylgt samningnum síðan árið 2007. Afvopnun verði að vera gagnkvæm Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að CFE sé talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði úrsögn Rússland úr CFE samningnum.Getty „Ríkjandi aðstæður vegna innrásar Rússlands í Úkraínu hafa nú þegar steypt framkvæmd afvopnunarsamninga í óvissu, sérstaklega þá er varða gereyðingarvopn, sem er verulegt áhyggjuefni,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar fjölmiðlafulltrúa. „Þótt Rússar hafi ekki framfylgt CFE-samningnum fyrir sitt leyti frá 2007 er sú ákvörðun stjórnvalda í Moskvu að segja sig formlega frá honum engu að síður enn eitt bakslagið í alþjóðlegri viðleitni til afvopnunar.“ Aðspurður um viðbrögð Íslands segir Sveinn að afstaða Íslands í afvopnunarmálum sé skýr og byggist á þjóðaröryggisstefnu fyrir Íslands, sem segir meðal annars að Ísland beiti sér fyrir afvopnun á alþjóðavettvangi. „Á hinn bóginn verður afvopnun aldrei raunhæf nema hún sé gagnkvæm og það er og verður áfram grundvallaratriði í afstöðu íslenskra stjórnvalda,“ segir hann. Ekki í takt við raunveruleikann Vísir greindi frá því snemma í maí að líklegt væri að Rússar segðu sig frá CFE samningnum, sem 30 ríki hafa undirritað. Edvard Sjévardnase utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Dímítrí Jasov sovéskur hershöfðingi, Mikaíl Gorbasjov aðalritari Sovétríkjanna og Francois Mitterand Frakklandsforseti við undirritun CFE samningsins í París árið 1990.Getty „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins. Rússland Utanríkismál NATO Hernaður Tengdar fréttir Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. 11. maí 2023 21:00 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Sjá meira
Vladímír Pútin Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem afnema aðild Rússlands að Samningnum um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE). Samningurinn var undirritaður árið 1990 á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, sem var undir forystu Sovétríkjanna. Sagði samningurinn til um hversu mikið af hergögnum hvor blokk mætti hafa í Evrópu. Svo sem 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 20 þúsund skriðdreka og 7 þúsund herflugvélar. Eftir að Varsjárbandalagið féll vildu Rússar breytingar á samningnum, sem gerð var á fundi árið 1999 en aldrei fullgild vegna dvalar herliðs Rússa í rússneskumælandi héröðum Georgíu og Moldóvu. Rússar sjálfir hafa ekki framfylgt samningnum síðan árið 2007. Afvopnun verði að vera gagnkvæm Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að CFE sé talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði úrsögn Rússland úr CFE samningnum.Getty „Ríkjandi aðstæður vegna innrásar Rússlands í Úkraínu hafa nú þegar steypt framkvæmd afvopnunarsamninga í óvissu, sérstaklega þá er varða gereyðingarvopn, sem er verulegt áhyggjuefni,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar fjölmiðlafulltrúa. „Þótt Rússar hafi ekki framfylgt CFE-samningnum fyrir sitt leyti frá 2007 er sú ákvörðun stjórnvalda í Moskvu að segja sig formlega frá honum engu að síður enn eitt bakslagið í alþjóðlegri viðleitni til afvopnunar.“ Aðspurður um viðbrögð Íslands segir Sveinn að afstaða Íslands í afvopnunarmálum sé skýr og byggist á þjóðaröryggisstefnu fyrir Íslands, sem segir meðal annars að Ísland beiti sér fyrir afvopnun á alþjóðavettvangi. „Á hinn bóginn verður afvopnun aldrei raunhæf nema hún sé gagnkvæm og það er og verður áfram grundvallaratriði í afstöðu íslenskra stjórnvalda,“ segir hann. Ekki í takt við raunveruleikann Vísir greindi frá því snemma í maí að líklegt væri að Rússar segðu sig frá CFE samningnum, sem 30 ríki hafa undirritað. Edvard Sjévardnase utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Dímítrí Jasov sovéskur hershöfðingi, Mikaíl Gorbasjov aðalritari Sovétríkjanna og Francois Mitterand Frakklandsforseti við undirritun CFE samningsins í París árið 1990.Getty „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins.
Rússland Utanríkismál NATO Hernaður Tengdar fréttir Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. 11. maí 2023 21:00 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Sjá meira
Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. 11. maí 2023 21:00