Úbbs! Já, hvar er hún aftur? Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júní 2023 12:31 Auglýst var eftir „stjórnarskrá fólksins“ í Ríkisútvarpinu í gær og spurt hvar hún væri. Þannig hefur verið þráspurt undangengin ár eða allt frá því úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá lágu fyrir 20. október 2012. Þar samþykktu 67% kjósenda að tillögur sem fyrir þá voru lagðar af Alþingi skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Við lifum viðsjárverða tíma og dálítið ógnvænlegt að þurfa að taka það fram, að stjórnvöldum og Alþingi ber að virða úrslit lýðræðislegra kosninga og fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Í því felst að taka fyrir og afgreiða þær tillögur sem kjósendur samþykktu. Ekki einhverjar aðrar tillögur. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði enginn látið sér detta neitt annað í hug á Íslandi en að úrslit kosninga væru virt. Breska þingið – þar sem meiri hluti var á móti úrsögn úr esb – var búið að lögfesta vilja naums meirihluta kjósenda fyrir Brexit 9 mánuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að sjálfsögðu. Þegar stjórnvöld stofna til samráðs við almenning verður að hafa hugfast að þau eru að ráðfæra sig við umbjóðendur sína og heilindi skipta öllu máli ef vel á að fara. Forsætisráðherra hefur gefið slíkt upp á bátinn og falið stjórnarskrármálið „sérfræðingum útí bæ“. Að reynt sé að ráðskast með almenning er hversdagslegur hlutur en í lýðræðisríki er ekki hægt að gefa eftir kröfuna um að úrslit kosninga séu virt. Í nýlegri ályktun aðalfundar Stjórnarskrárfélagsins er þess krafist „að Alþingi gangi frá frumvarpi að endurskoðaðri stjórnarskrá af heilindum og virðingu við almenning og lýðræðislega stjórnarhætti. Í því felst meðal annars að fara að áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár árið 2012. Hið sama orðaði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður á þá leið að í ljósi þess að tillögurnar væru til orðnar með lýðræðislegum hætti yrðu þau sem vildu breyta þeim að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingarnar treystu betur almannahag en óbreyttar tillögur.“ Aðalfundurinn ályktaði einnig „að skora á stjórnmálamenn að sýna kjark og standa með lýðræðislegum stjórnarháttum, íbúum landsins og lífshagsmunum þeirra, gegn fámennum og valdamiklum sérhagsmunaöflum. - Við eigum nýja stjórnarskrá.“ Gleymska er vinsælasta vopnið en landsmenn vita auðvitað hvar stjórnarskrá fólksins er niðurkomin. Hún situr föst í gruggugum polli íslenskrar stjórnmálamenningar. Íbúar landsins vita líka að núgildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944 er úrelt og stendur í vegi fyrir heilbrigðu samfélagi og stjórnarháttum. Í skjóli úreltrar stjórnarskrár rennur réttmætur arður þjóðarinnar af sameiginlegum auðlindum í vasa örfárra; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er valda- og áhrifaleysi almennings viðhaldið og brýnustu lífshagsmunir hans sniðgengnir fyrir sérhagsmuni; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er sótt að náttúru og lífríki landsins; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er vegið að frelsi fjölmiðla; í skjóli úreltrar stjórnarskrár fær þrifist ofríki ráðherra og framkvæmdavalds, leyndarhyggja og vantraust til stjórnmála og stofnana samfélagsins. – Ný stjórnarskrá er lífshagsmunamál sem þolir ekki bið. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Auglýst var eftir „stjórnarskrá fólksins“ í Ríkisútvarpinu í gær og spurt hvar hún væri. Þannig hefur verið þráspurt undangengin ár eða allt frá því úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá lágu fyrir 20. október 2012. Þar samþykktu 67% kjósenda að tillögur sem fyrir þá voru lagðar af Alþingi skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Við lifum viðsjárverða tíma og dálítið ógnvænlegt að þurfa að taka það fram, að stjórnvöldum og Alþingi ber að virða úrslit lýðræðislegra kosninga og fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Í því felst að taka fyrir og afgreiða þær tillögur sem kjósendur samþykktu. Ekki einhverjar aðrar tillögur. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði enginn látið sér detta neitt annað í hug á Íslandi en að úrslit kosninga væru virt. Breska þingið – þar sem meiri hluti var á móti úrsögn úr esb – var búið að lögfesta vilja naums meirihluta kjósenda fyrir Brexit 9 mánuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að sjálfsögðu. Þegar stjórnvöld stofna til samráðs við almenning verður að hafa hugfast að þau eru að ráðfæra sig við umbjóðendur sína og heilindi skipta öllu máli ef vel á að fara. Forsætisráðherra hefur gefið slíkt upp á bátinn og falið stjórnarskrármálið „sérfræðingum útí bæ“. Að reynt sé að ráðskast með almenning er hversdagslegur hlutur en í lýðræðisríki er ekki hægt að gefa eftir kröfuna um að úrslit kosninga séu virt. Í nýlegri ályktun aðalfundar Stjórnarskrárfélagsins er þess krafist „að Alþingi gangi frá frumvarpi að endurskoðaðri stjórnarskrá af heilindum og virðingu við almenning og lýðræðislega stjórnarhætti. Í því felst meðal annars að fara að áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár árið 2012. Hið sama orðaði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður á þá leið að í ljósi þess að tillögurnar væru til orðnar með lýðræðislegum hætti yrðu þau sem vildu breyta þeim að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingarnar treystu betur almannahag en óbreyttar tillögur.“ Aðalfundurinn ályktaði einnig „að skora á stjórnmálamenn að sýna kjark og standa með lýðræðislegum stjórnarháttum, íbúum landsins og lífshagsmunum þeirra, gegn fámennum og valdamiklum sérhagsmunaöflum. - Við eigum nýja stjórnarskrá.“ Gleymska er vinsælasta vopnið en landsmenn vita auðvitað hvar stjórnarskrá fólksins er niðurkomin. Hún situr föst í gruggugum polli íslenskrar stjórnmálamenningar. Íbúar landsins vita líka að núgildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944 er úrelt og stendur í vegi fyrir heilbrigðu samfélagi og stjórnarháttum. Í skjóli úreltrar stjórnarskrár rennur réttmætur arður þjóðarinnar af sameiginlegum auðlindum í vasa örfárra; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er valda- og áhrifaleysi almennings viðhaldið og brýnustu lífshagsmunir hans sniðgengnir fyrir sérhagsmuni; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er sótt að náttúru og lífríki landsins; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er vegið að frelsi fjölmiðla; í skjóli úreltrar stjórnarskrár fær þrifist ofríki ráðherra og framkvæmdavalds, leyndarhyggja og vantraust til stjórnmála og stofnana samfélagsins. – Ný stjórnarskrá er lífshagsmunamál sem þolir ekki bið. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun