New York er að sökkva Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. júní 2023 16:31 Manhattan. New York sekkur hægt og rólega vegna þunga allra þeirra bygginga sem reistar hafa verið í borginni. Getty Images New York borg er hægt og rólega að sökkva. Rúmlega ein milljón bygginga eru í borginni og þar er leirkenndur jarðvegur borgarinnar smám saman að gefa eftir undan þunganum. Sekkur hægt og rólega New York kann að vera borgin sem aldrei sefur, en hún er vissulega borgin sem sekkur. Hægt og rólega. Talið er að borgin sökkvi um sem nemur 2 mm á ári. Þar við bætist hækkandi yfirborð sjávar, en frá 1950 hefur yfirborð sjávar við Manhattan risið um 23 cm. Í nýlegri rannsókn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna, kemur fram að í borginni er rúmlega ein milljón bygginga sem samtals vega 762 milljónir tonna, það jafngildir tæplega tveimur milljónum fullhlaðinna Boeing 747 þota. Já, eða 140 milljónum fíla. Og þá á eftir að bæta við massann, öllum samgöngum, bílum, innréttingum og þeim 8,5 milljónum manna sem þramma um borgina dag hvern. Manhattan, Brooklyn og Queens í mestri hættu Fyrsti skýjakljúfur New York borgar var The Tower á Broadway. Byggingu hans lauk 27. september 1889. Hann var nú ekki nema 11 hæðir og þætti ekki einu sinni neitt sérstakt háhýsi í Skuggahverfinu í dag. Svæðin sem eru í mestri hættu eru suðurhluti Manhattan, Brooklyn og Queens, aðallega vegna þess að þar er undirlagið leir sem gefur hæglega undan miklum þunga. Höfundar skýrslunnar segja að New York sé ekki eina borgin við sjó sem sé í hættu. Vegna hækkandi yfirborðs sjávar séu margar borgir í hættu og sú hætta aukist eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga aukist. Stjórnvöld þurfa að gera ráðstafanir En er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Ekki í allra nánustu framtíð, og það er óþarfi að rjúka út í búð og kaupa björgunarvesti, segir Tom Parson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hins vegar þurfi stjórnvöld að hafa varann á sér. Stál og annað byggingarefni sem kemst ítrekað í snertingu við saltan sjó getur byrjað að tærast og svo má ekki gleyma því að flóð í borgum geta verið mannskæð og það er kannski helsta áhyggjuefnið, segir Parson. Bandaríkin Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Sekkur hægt og rólega New York kann að vera borgin sem aldrei sefur, en hún er vissulega borgin sem sekkur. Hægt og rólega. Talið er að borgin sökkvi um sem nemur 2 mm á ári. Þar við bætist hækkandi yfirborð sjávar, en frá 1950 hefur yfirborð sjávar við Manhattan risið um 23 cm. Í nýlegri rannsókn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna, kemur fram að í borginni er rúmlega ein milljón bygginga sem samtals vega 762 milljónir tonna, það jafngildir tæplega tveimur milljónum fullhlaðinna Boeing 747 þota. Já, eða 140 milljónum fíla. Og þá á eftir að bæta við massann, öllum samgöngum, bílum, innréttingum og þeim 8,5 milljónum manna sem þramma um borgina dag hvern. Manhattan, Brooklyn og Queens í mestri hættu Fyrsti skýjakljúfur New York borgar var The Tower á Broadway. Byggingu hans lauk 27. september 1889. Hann var nú ekki nema 11 hæðir og þætti ekki einu sinni neitt sérstakt háhýsi í Skuggahverfinu í dag. Svæðin sem eru í mestri hættu eru suðurhluti Manhattan, Brooklyn og Queens, aðallega vegna þess að þar er undirlagið leir sem gefur hæglega undan miklum þunga. Höfundar skýrslunnar segja að New York sé ekki eina borgin við sjó sem sé í hættu. Vegna hækkandi yfirborðs sjávar séu margar borgir í hættu og sú hætta aukist eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga aukist. Stjórnvöld þurfa að gera ráðstafanir En er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Ekki í allra nánustu framtíð, og það er óþarfi að rjúka út í búð og kaupa björgunarvesti, segir Tom Parson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hins vegar þurfi stjórnvöld að hafa varann á sér. Stál og annað byggingarefni sem kemst ítrekað í snertingu við saltan sjó getur byrjað að tærast og svo má ekki gleyma því að flóð í borgum geta verið mannskæð og það er kannski helsta áhyggjuefnið, segir Parson.
Bandaríkin Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira