Hver mun sinna þér? Sandra B. Franks skrifar 5. júní 2023 10:00 Treystir þú á að gervigreindin muni sinna þér í ellinni? Reiknar þú með að gervigreindin komi til með að hjúkra þér, hjálpa þér við að sinna frumþörfum þínum? Já, eða halda í höndina á þér þegar erfiðleikar steðja að? Varla. Vel menntað fagfólk með þekkingu og færni til að takast á við breytingar og framþróun velferðarsamfélagsins mun sjá um þessi störf um ókomna framtíð. En hvernig sérðu fyrir þér heilbrigðiskerfið þegar þú kemst á efri ár, - að því gefnu að þú sért ekki þar nú þegar? Alþekkt er að þörf eftir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu eykst með hækkandi aldri. Í fjölmiðlum berast þær fréttir að núverandi kerfi nær varla að sinna þeim sem til kerfisins leita. Meinið er ýmist kallað „fráflæðisvandi“ eða “mönnunarvandi”. Ætli almenningur viti að fjöldi eldri borgara, sem helst þarf á umfangsmikilli heilbrigðisþjónustu að halda, mun tvöfaldast á næstu 25 árum? Hvernig ætli heilbrigðiskerfið verði þá? Vandi heilbrigðiskerfisins Hver er vandinn? Vafalaust er hann margþættur en það sem blasir við er að það vantar fleira heilbrigðismenntað fólk. Við þurfum einnig að geta haldið betur í þá sem þó hafa menntað sig í heilbrigðisfræðum. Inn í þá mynd spilast vinnuaðstæður og launakjör. Staðreyndirnar tala sínu máli þegar farið er yfir eftirfarandi þætti sem snerta næstfjölmennustu heilbrigðisstétt landsins: Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur íhugað að hætta í starfi sínu á síðasta ári. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða fer að vinna við eitthvað annað fagið. Tæplega helmingur sjúkraliða telur sig þurfa að vinna við ófullægjandi mönnun á vinnustað. Um 80% sjúkraliða upplifa álag í vinnunni. Aðrar heilbrigðisstéttir s.s. hjúkrunarfræðingar hafa svipaða sögu að segja. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti nýverið að ekki væru til viðmið um lágmarksmönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum. Þá skilgreinir Landspítalinn ekki heldur lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða heldur miðast það við það fjármagn sem spítalinn fær. Það er áhyggjuefni að lágmarksviðmið um mönnun heilbrigðisstétta miðast ekki við þörf heldur úthlutað fjármagn. Fólk nefnilega slasast og veikist burtséð frá opinberum fjárveitingum. Lausnin á þessum vanda er engin geimvísindi. Það þarf meira fjármagn til að geta bætt starfsaðstæður og launakjör. Störfin í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera eftirsóknarverð og samkeppnishæf. Aðeins þannig er hægt að tryggja mönnun. Mönnunarvandinn er því fjármagnsvandi. Börn og biðlistar Mönnunarvandinn býr hins vegar ekki bara til vanda fyrir starfsfólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu, því hann skapar einnig of marga og of langa biðlista. Og jafnvel hjá börnum. Ætli fólk viti almennt hvernig þessum málum er háttað? Skoðum það aðeins. Meðalbiðtími barns eftir þjónustu sálfræðings eru 168 dagar. Meðalbiðtími barns eftir göngudeild Barna- og unglingageðdeildar eru um 7 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð eru um 15-16 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir ADHD greiningu er um 12-14 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir einhverfugreiningu er um 22– 24 mánuðir. Börn eiga ekki heima á biðlistum. Biðlistar eru því einnig fjármagnsvandi. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu Í könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins frá árinu 2022, kemur í ljós að um 15% kvenna og 13% karla höfðu neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna efnahags. Átti það við um 25% einstæðra mæðra og 23% einstæðra feðra. Þetta eru þúsundir einstaklinga. Það getur kostað talsvert að veikjast og slasast á Íslandi. Því til viðbótar hafa samningar við sérgreinalækna verið lausir frá árinu 2019. Hefur það leitt til þess að kostnaðarhlutdeild þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda hefur aukist verulega. Notendur þessarar þjónustu eru varnarlausir gagnvart þessari hækkun sem stjórnvöld hafa í reynd enga stjórn á. Þetta er líka fjármagnsvandi. Væri ekki ráð að stjórnvöld bæti núverandi heilbrigðiskerfi og standa við stóru orðin? Það þarf að forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í samræmi við þörfina og setja miklu meira fjármagn í heilbrigðismálin. Eða er það ekki það sem við öll viljum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Treystir þú á að gervigreindin muni sinna þér í ellinni? Reiknar þú með að gervigreindin komi til með að hjúkra þér, hjálpa þér við að sinna frumþörfum þínum? Já, eða halda í höndina á þér þegar erfiðleikar steðja að? Varla. Vel menntað fagfólk með þekkingu og færni til að takast á við breytingar og framþróun velferðarsamfélagsins mun sjá um þessi störf um ókomna framtíð. En hvernig sérðu fyrir þér heilbrigðiskerfið þegar þú kemst á efri ár, - að því gefnu að þú sért ekki þar nú þegar? Alþekkt er að þörf eftir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu eykst með hækkandi aldri. Í fjölmiðlum berast þær fréttir að núverandi kerfi nær varla að sinna þeim sem til kerfisins leita. Meinið er ýmist kallað „fráflæðisvandi“ eða “mönnunarvandi”. Ætli almenningur viti að fjöldi eldri borgara, sem helst þarf á umfangsmikilli heilbrigðisþjónustu að halda, mun tvöfaldast á næstu 25 árum? Hvernig ætli heilbrigðiskerfið verði þá? Vandi heilbrigðiskerfisins Hver er vandinn? Vafalaust er hann margþættur en það sem blasir við er að það vantar fleira heilbrigðismenntað fólk. Við þurfum einnig að geta haldið betur í þá sem þó hafa menntað sig í heilbrigðisfræðum. Inn í þá mynd spilast vinnuaðstæður og launakjör. Staðreyndirnar tala sínu máli þegar farið er yfir eftirfarandi þætti sem snerta næstfjölmennustu heilbrigðisstétt landsins: Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur íhugað að hætta í starfi sínu á síðasta ári. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða fer að vinna við eitthvað annað fagið. Tæplega helmingur sjúkraliða telur sig þurfa að vinna við ófullægjandi mönnun á vinnustað. Um 80% sjúkraliða upplifa álag í vinnunni. Aðrar heilbrigðisstéttir s.s. hjúkrunarfræðingar hafa svipaða sögu að segja. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti nýverið að ekki væru til viðmið um lágmarksmönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum. Þá skilgreinir Landspítalinn ekki heldur lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða heldur miðast það við það fjármagn sem spítalinn fær. Það er áhyggjuefni að lágmarksviðmið um mönnun heilbrigðisstétta miðast ekki við þörf heldur úthlutað fjármagn. Fólk nefnilega slasast og veikist burtséð frá opinberum fjárveitingum. Lausnin á þessum vanda er engin geimvísindi. Það þarf meira fjármagn til að geta bætt starfsaðstæður og launakjör. Störfin í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera eftirsóknarverð og samkeppnishæf. Aðeins þannig er hægt að tryggja mönnun. Mönnunarvandinn er því fjármagnsvandi. Börn og biðlistar Mönnunarvandinn býr hins vegar ekki bara til vanda fyrir starfsfólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu, því hann skapar einnig of marga og of langa biðlista. Og jafnvel hjá börnum. Ætli fólk viti almennt hvernig þessum málum er háttað? Skoðum það aðeins. Meðalbiðtími barns eftir þjónustu sálfræðings eru 168 dagar. Meðalbiðtími barns eftir göngudeild Barna- og unglingageðdeildar eru um 7 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð eru um 15-16 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir ADHD greiningu er um 12-14 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir einhverfugreiningu er um 22– 24 mánuðir. Börn eiga ekki heima á biðlistum. Biðlistar eru því einnig fjármagnsvandi. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu Í könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins frá árinu 2022, kemur í ljós að um 15% kvenna og 13% karla höfðu neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna efnahags. Átti það við um 25% einstæðra mæðra og 23% einstæðra feðra. Þetta eru þúsundir einstaklinga. Það getur kostað talsvert að veikjast og slasast á Íslandi. Því til viðbótar hafa samningar við sérgreinalækna verið lausir frá árinu 2019. Hefur það leitt til þess að kostnaðarhlutdeild þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda hefur aukist verulega. Notendur þessarar þjónustu eru varnarlausir gagnvart þessari hækkun sem stjórnvöld hafa í reynd enga stjórn á. Þetta er líka fjármagnsvandi. Væri ekki ráð að stjórnvöld bæti núverandi heilbrigðiskerfi og standa við stóru orðin? Það þarf að forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í samræmi við þörfina og setja miklu meira fjármagn í heilbrigðismálin. Eða er það ekki það sem við öll viljum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun