Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2023 10:24 Leitarsveitir nærri staðnum þar sem flugvélin brotlenti í Virginíu. AP/Randall K. Wolf Engin lifði af þegar einkaflugvél brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Áður en hún brotlenti var henni flogið beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum og virðist flugvélin hafa verið stjórnlaus. Því voru orrustuþotur sendar til móts við hana. Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina. Þotunum var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Einkaflugvélin, sem var Cessna 560, brotlenti síðar í Virginíu í Bandaríkjunum. Enn liggur ekki fyrir af hverju en heimildarmenn Washington Post segja að hún hafi ekki verið skotin niður. Alls var sex orrustuþotum flogið til móts við flugvélina. Miðillinn hefur eftir talsmönnum hersins að flugmenn hafi reynt að ná athygli þeirra sem voru um borð í flugvélinni með blysum en það hafi ekki gengið eftir. Flugmaður hennar svaraði aldrei fyrirspurnum en hún brotlenti á endanum í skógi í Virginíu. Flugvélinni var flogið á loft frá Tennessee í gær og var verið að fljúga henni til Long Island. Henni var þó snúið við yfir New York, samkvæmt AP fréttaveitunni, en ekki er vitað af hverju það var gert, né hvers vegna flugmaður hennar svaraði ekki. Leið flugvélarinnar lá þó beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og var þess vegna ákveðið að senda orrustuþotur til móts við hana. Joe Biden, forseti, var í golfi en lífverðir hans gripu ekki til aðgerða vegna flugvélarinnar. Hér má sjá flugleið flugvélarinnar. Verið var að fljúga henni til Long Island í New York. Einhverra hluta vegna sneri hún við yfir Long Island og brotlenti í Virginíu.FlightRadar24 AP hefur eftir lögreglu á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti að enginn hafi lifað af. Fluggögn sína að flugvélin hrapaði til jarðar á miklum hraða. Flugleið flugvélarinnar má sjá hér á vef FlightRadar24. Blaðamenn AP höfðu samband við eiganda flugvélarinnar, John Rumpel, sem sagði að dóttir hans, tveggja ára dótturdóttir hans, barnfóstra og flugmaður hafi verið um borð í flugvélinni. Þau voru á leið aftur heim eftir frí. Rumpel sagðist ekki vita hvað hefði gerst en sagðist vonast til þess að þau hafi ekki þjáðst. Hann sagðist telja að liðið hefði yfir alla um borð í flugvélinni en enn liggur ekkert fyrir um það. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina. Þotunum var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Einkaflugvélin, sem var Cessna 560, brotlenti síðar í Virginíu í Bandaríkjunum. Enn liggur ekki fyrir af hverju en heimildarmenn Washington Post segja að hún hafi ekki verið skotin niður. Alls var sex orrustuþotum flogið til móts við flugvélina. Miðillinn hefur eftir talsmönnum hersins að flugmenn hafi reynt að ná athygli þeirra sem voru um borð í flugvélinni með blysum en það hafi ekki gengið eftir. Flugmaður hennar svaraði aldrei fyrirspurnum en hún brotlenti á endanum í skógi í Virginíu. Flugvélinni var flogið á loft frá Tennessee í gær og var verið að fljúga henni til Long Island. Henni var þó snúið við yfir New York, samkvæmt AP fréttaveitunni, en ekki er vitað af hverju það var gert, né hvers vegna flugmaður hennar svaraði ekki. Leið flugvélarinnar lá þó beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og var þess vegna ákveðið að senda orrustuþotur til móts við hana. Joe Biden, forseti, var í golfi en lífverðir hans gripu ekki til aðgerða vegna flugvélarinnar. Hér má sjá flugleið flugvélarinnar. Verið var að fljúga henni til Long Island í New York. Einhverra hluta vegna sneri hún við yfir Long Island og brotlenti í Virginíu.FlightRadar24 AP hefur eftir lögreglu á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti að enginn hafi lifað af. Fluggögn sína að flugvélin hrapaði til jarðar á miklum hraða. Flugleið flugvélarinnar má sjá hér á vef FlightRadar24. Blaðamenn AP höfðu samband við eiganda flugvélarinnar, John Rumpel, sem sagði að dóttir hans, tveggja ára dótturdóttir hans, barnfóstra og flugmaður hafi verið um borð í flugvélinni. Þau voru á leið aftur heim eftir frí. Rumpel sagðist ekki vita hvað hefði gerst en sagðist vonast til þess að þau hafi ekki þjáðst. Hann sagðist telja að liðið hefði yfir alla um borð í flugvélinni en enn liggur ekkert fyrir um það.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira