Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2023 10:24 Leitarsveitir nærri staðnum þar sem flugvélin brotlenti í Virginíu. AP/Randall K. Wolf Engin lifði af þegar einkaflugvél brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Áður en hún brotlenti var henni flogið beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum og virðist flugvélin hafa verið stjórnlaus. Því voru orrustuþotur sendar til móts við hana. Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina. Þotunum var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Einkaflugvélin, sem var Cessna 560, brotlenti síðar í Virginíu í Bandaríkjunum. Enn liggur ekki fyrir af hverju en heimildarmenn Washington Post segja að hún hafi ekki verið skotin niður. Alls var sex orrustuþotum flogið til móts við flugvélina. Miðillinn hefur eftir talsmönnum hersins að flugmenn hafi reynt að ná athygli þeirra sem voru um borð í flugvélinni með blysum en það hafi ekki gengið eftir. Flugmaður hennar svaraði aldrei fyrirspurnum en hún brotlenti á endanum í skógi í Virginíu. Flugvélinni var flogið á loft frá Tennessee í gær og var verið að fljúga henni til Long Island. Henni var þó snúið við yfir New York, samkvæmt AP fréttaveitunni, en ekki er vitað af hverju það var gert, né hvers vegna flugmaður hennar svaraði ekki. Leið flugvélarinnar lá þó beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og var þess vegna ákveðið að senda orrustuþotur til móts við hana. Joe Biden, forseti, var í golfi en lífverðir hans gripu ekki til aðgerða vegna flugvélarinnar. Hér má sjá flugleið flugvélarinnar. Verið var að fljúga henni til Long Island í New York. Einhverra hluta vegna sneri hún við yfir Long Island og brotlenti í Virginíu.FlightRadar24 AP hefur eftir lögreglu á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti að enginn hafi lifað af. Fluggögn sína að flugvélin hrapaði til jarðar á miklum hraða. Flugleið flugvélarinnar má sjá hér á vef FlightRadar24. Blaðamenn AP höfðu samband við eiganda flugvélarinnar, John Rumpel, sem sagði að dóttir hans, tveggja ára dótturdóttir hans, barnfóstra og flugmaður hafi verið um borð í flugvélinni. Þau voru á leið aftur heim eftir frí. Rumpel sagðist ekki vita hvað hefði gerst en sagðist vonast til þess að þau hafi ekki þjáðst. Hann sagðist telja að liðið hefði yfir alla um borð í flugvélinni en enn liggur ekkert fyrir um það. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina. Þotunum var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Einkaflugvélin, sem var Cessna 560, brotlenti síðar í Virginíu í Bandaríkjunum. Enn liggur ekki fyrir af hverju en heimildarmenn Washington Post segja að hún hafi ekki verið skotin niður. Alls var sex orrustuþotum flogið til móts við flugvélina. Miðillinn hefur eftir talsmönnum hersins að flugmenn hafi reynt að ná athygli þeirra sem voru um borð í flugvélinni með blysum en það hafi ekki gengið eftir. Flugmaður hennar svaraði aldrei fyrirspurnum en hún brotlenti á endanum í skógi í Virginíu. Flugvélinni var flogið á loft frá Tennessee í gær og var verið að fljúga henni til Long Island. Henni var þó snúið við yfir New York, samkvæmt AP fréttaveitunni, en ekki er vitað af hverju það var gert, né hvers vegna flugmaður hennar svaraði ekki. Leið flugvélarinnar lá þó beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og var þess vegna ákveðið að senda orrustuþotur til móts við hana. Joe Biden, forseti, var í golfi en lífverðir hans gripu ekki til aðgerða vegna flugvélarinnar. Hér má sjá flugleið flugvélarinnar. Verið var að fljúga henni til Long Island í New York. Einhverra hluta vegna sneri hún við yfir Long Island og brotlenti í Virginíu.FlightRadar24 AP hefur eftir lögreglu á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti að enginn hafi lifað af. Fluggögn sína að flugvélin hrapaði til jarðar á miklum hraða. Flugleið flugvélarinnar má sjá hér á vef FlightRadar24. Blaðamenn AP höfðu samband við eiganda flugvélarinnar, John Rumpel, sem sagði að dóttir hans, tveggja ára dótturdóttir hans, barnfóstra og flugmaður hafi verið um borð í flugvélinni. Þau voru á leið aftur heim eftir frí. Rumpel sagðist ekki vita hvað hefði gerst en sagðist vonast til þess að þau hafi ekki þjáðst. Hann sagðist telja að liðið hefði yfir alla um borð í flugvélinni en enn liggur ekkert fyrir um það.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira