Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2023 10:26 Heiðar Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í morgun. Fundi samninganefnda lauk á öðrum tímanum í nótt án niðurstöðu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Samninganefnd sambandsins hafi ítrekað lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað. Það síðasta innihaldi í megin atriðum eftirfarandi: 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa á mánuði frá 1. apríl 2023, sem nær til um helmings félagsmanna. 55.700 kr. persónuuppbót þann 1. maí 2023. 130.900 kr. persónuuppbót þann 1. desember 2023. Sambandið hafi á undanförnum vikum skrifað undir kjarasamninga við fjölda stéttarfélaga. Meðal annars við ellefu aðildarfélög BHM, Eflingu, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara. Í tilkynningunni er lögð áhersla á að í janúar 20202 hafi Starfsgreinasambandið (SGS) skrifað undir kjarasamning við sambandið með gildistíma til 30. september og launatöflu 5 sem tryggði félagsfólki þeirra launahækkun þann 1. janúar 2023. „Með því að hafna sama kjarasamningi og SGS samdi um hafnaði forysta BSRB launahækkun sem þeim stóð til boða og þar með jafnstöðu starfsfólks í sömu störfum á fyrstu þremur mánuðum ársins,“ segir í tilkynningunni. Ljóst sé að tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geti ekki verið í gildi á sama tíma, í þessu tilfelli fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs. „Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar að kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hálfu sveitarfélaga.“ Sonja Ýr segir að nú færist mikill þungi í verkfallsaðgerðir. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í morgun. Fundi samninganefnda lauk á öðrum tímanum í nótt án niðurstöðu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Samninganefnd sambandsins hafi ítrekað lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað. Það síðasta innihaldi í megin atriðum eftirfarandi: 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa á mánuði frá 1. apríl 2023, sem nær til um helmings félagsmanna. 55.700 kr. persónuuppbót þann 1. maí 2023. 130.900 kr. persónuuppbót þann 1. desember 2023. Sambandið hafi á undanförnum vikum skrifað undir kjarasamninga við fjölda stéttarfélaga. Meðal annars við ellefu aðildarfélög BHM, Eflingu, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara. Í tilkynningunni er lögð áhersla á að í janúar 20202 hafi Starfsgreinasambandið (SGS) skrifað undir kjarasamning við sambandið með gildistíma til 30. september og launatöflu 5 sem tryggði félagsfólki þeirra launahækkun þann 1. janúar 2023. „Með því að hafna sama kjarasamningi og SGS samdi um hafnaði forysta BSRB launahækkun sem þeim stóð til boða og þar með jafnstöðu starfsfólks í sömu störfum á fyrstu þremur mánuðum ársins,“ segir í tilkynningunni. Ljóst sé að tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geti ekki verið í gildi á sama tíma, í þessu tilfelli fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs. „Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar að kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hálfu sveitarfélaga.“ Sonja Ýr segir að nú færist mikill þungi í verkfallsaðgerðir.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira