Á von á að verðbólgutillögur ríkisstjórnar verði kynntar í dag Atli Ísleifsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 5. júní 2023 13:32 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að yfirvofandi launahækkanir æðstu embættismanna hafi verið til umræðu á aukaríkisstjórnarfundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Stöð 2 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á von á því að tillögur ríkisstjórnar þegar kemur að því að bregðast við mikilli verðbólgu verði kynntar bæði fjárlaganefnd og almenningi síðar í dag. Þetta sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum aukaríkisstjórnarfundi í morgun. Tilefni fundarins var staðan í efnahagsmálum hér á landi í aðdraganda síðari umræðu ríkisfjármálaáætlunar á Alþingi. Fjárlaganefnd er nú með fjármálaáætlun til umfjöllunar og farið að styttast í þinglok. Sigurður Ingi segir að ríkisstjórnin hafi verið að skoða stöðuna og fá uppfærðar áætlanir, þar á meðal tekjuáætlanir. „Við höfum verið að greina stöðuna og koma með skynsamlegar tillögur byggðar á þeim.“ Áttu von á því að almenningur muni finna vel fyrir þessum aðgerðum sem hafa verið ræddar hér? „Það mun koma í ljós hvernig það verður. En við erum á býsna góðum stað í samfélaginu fyrir utan það að búa við of háa verðbólgu og þar af leiðandi of háa vexti. Það er gríðarleg þensla. Sjö prósent hagvöxtur á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er fáheyrt. Kaupmáttur hefur haldist býsna vel hjá lægri hópunum, meðal annars vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar á síðasta ári og þeirra aðgerða sem við höfum gripið til. Þannig að við erum bara að skoða stöðuna eins og birtist okkur núna og koma þá með einhverjar skynsamar tillögur til fjárlaganefndar,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist eiga von á því að ríkisstjórn komi með tillögur bæði til fjárlaganefndar og frekari upplýsingar síðar í dag þar sem ekki sé nema vika eftir af starfsáætlun þingsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Þetta sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum aukaríkisstjórnarfundi í morgun. Tilefni fundarins var staðan í efnahagsmálum hér á landi í aðdraganda síðari umræðu ríkisfjármálaáætlunar á Alþingi. Fjárlaganefnd er nú með fjármálaáætlun til umfjöllunar og farið að styttast í þinglok. Sigurður Ingi segir að ríkisstjórnin hafi verið að skoða stöðuna og fá uppfærðar áætlanir, þar á meðal tekjuáætlanir. „Við höfum verið að greina stöðuna og koma með skynsamlegar tillögur byggðar á þeim.“ Áttu von á því að almenningur muni finna vel fyrir þessum aðgerðum sem hafa verið ræddar hér? „Það mun koma í ljós hvernig það verður. En við erum á býsna góðum stað í samfélaginu fyrir utan það að búa við of háa verðbólgu og þar af leiðandi of háa vexti. Það er gríðarleg þensla. Sjö prósent hagvöxtur á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er fáheyrt. Kaupmáttur hefur haldist býsna vel hjá lægri hópunum, meðal annars vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar á síðasta ári og þeirra aðgerða sem við höfum gripið til. Þannig að við erum bara að skoða stöðuna eins og birtist okkur núna og koma þá með einhverjar skynsamar tillögur til fjárlaganefndar,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist eiga von á því að ríkisstjórn komi með tillögur bæði til fjárlaganefndar og frekari upplýsingar síðar í dag þar sem ekki sé nema vika eftir af starfsáætlun þingsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira