PIF á sem stendur 80 prósent í enska knattspyrnufélaginu Newcastle United. Endaði það í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og mun leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Nú hefur PIF fest kaup á Al-Ittihad, Al-Nassr og Al-Hilal. Um er að ræða þau þrjú lið sem enduðu í efstu þremur sætum deildarinnar á nýafstöðnu tímabili og svo Al-Hilal sem er eitt frægasta lið landsins.
Cristiano Ronaldo spilar fyrir Al-Nassr og talið er að Karim Benzema, fyrrverandi framherji Real Madríd, sé á leið til Al-Ittihad. Einnig hefur Lionel Messi verið orðaður við Al-Hilal.
Íþróttablaðamaðurinn Colin Millar líkir kaupunum við golfmótaröðina LIV sem hefur skapað mikinn usla í golfheiminum undanfarna mánuði.
Feels like a significant moment in football. The PIF of the Saudi Arabian state financing the nation's four biggest clubs. Will distort football's ecosystem. Ronaldo signed. Benzema coming. Messi one of a dozen summer targets. Record wages funded. Welcome to LIV football. https://t.co/SMtgjCF23Z
— Colin Millar (@Millar_Colin) June 5, 2023
Talið er að kaup PIF á liðunum fjórum, sem og líkurnar á að stórstjörnur gangi til liðs við félögin, muni auka auglýsingatekjur hennar til muna sem og markaðsvirði félaganna.
The project aspires to raise the league's commercial revenues from 450 million riyals in 2022 to over 1.8 bn annually while generating private-sector investment opportunities and increasing the market value of the Saudi League from 3bn riyals to more than 8bn by 2030. https://t.co/gvP6aLKULn
— Adam Crafton (@AdamCrafton_) June 5, 2023