Lækkum kosningaaldurinn í 16 ára Geir Finnsson skrifar 6. júní 2023 08:31 Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum. Nánar tiltekið verður þingheimur spurður hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 ára og niður í 16 ára í kosningum til sveitarstjórna. Eðlilega eru skiptar skoðanir um málið og nýleg könnun sýnir að meirihluti fólks sé mótfallið þessari breytingu. Ekki kemur fram hvað það sé nákvæmlega sem gerir það að verkum að fólk vantreysti 16 og 17 ára einstaklingum til að kjósa en ljóst er að staðreyndir þurfa að vera skýrar í þessum efnum. Við í Landssambandi ungmennafélaga (LUF) störfum sem regnhlífasamtök lýðræðislegra ungmennafélaga á Íslandi og stöndum vörð um réttindi ungs fólks. Við höfum lengi lagt áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungmenna og höfum, auk aðildarfélaga okkar, vakið athygli á því að ekki sé tekið nægt tillit til ungs fólks í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hag. Að okkar mati væri því skref í rétta átt að lækka kosningaaldur niður í 16 ára, samhliða aukinni fræðslu til að bæta úr þeirri stöðu. Núverandi kosningaaldur brýtur í bága við Barnasáttmálann Sú stefna okkar, að lækka ætti kosningaaldur, byggist meðal annars á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur lögfest sáttmálann og ber því stjórnvöldum skylda að vinna að markmiðum hans, sem felast í því að styrkja stöðu mannréttinda barna. Einstaklingar undir 18 ára aldri hér á landi mega hins vegar ekki kjósa þrátt fyrir ákvæði 12. gr. sáttmálans, sem tryggir börnum, sem myndað geta eigin skoðanir, rétt til að láta þær í ljós, auk skyldu ríkja til að taka tillit til skoðana barna í samræmi við aldur og þroska. Í hnotskurn þá eiga börn rétt á stígandi ábyrgð eftir því sem þau eldast og þroskast enda felst í því sjálfsögð virðing gagnvart getu og vitsmunum þeirra. Sú mismunun sem á því sér óneitanlega stað í núverandi kosningalögum og ekki getur verið réttlætt með neinum vísindalegum gögnum eða hlutlægum rökum, brýtur því á mannréttindum 16 og 17 ára ungmenna og er í berhögg við mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands. Til að bæta gráu ofan á svart þá er þessum sömu ungmennum, sem við neitum um réttinn til að hafa lýðræðisleg áhrif á nærumhverfi sitt í kosningum, þó gert að reiða af hendi opinber gjöld og skatta. Yrði frumvarpið samþykkt væri Ísland ekki fyrsta landið í heiminum til að lækka kosningaaldur niður í 16 ára. Að minnsta kosti 16 lönd, eða svæði heims, hafa gert það nú þegar (m.a. Austurríki og Malta) og enn fleiri leyfa það einvörðungu á sveitarstjórnarstigi. Reynsla þessara ríkja sýnir okkur að lækkun kosningaaldurs virki best ef henni fylgir viðunandi fræðsla og undirbúningur. Sem betur fer hefur LUF, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), stuðlað að hinni vel heppnuðu #ÉgKýs herferð, sem hefur leitt til þess að kosningaþátttaka ungs fólks hérlendis hætti að minnka og fór þess í stað að aukast. Lýðræðisleg ungmennafélög væru vel í stakk búin til að tryggja farsælan árangur af lækkun kosningaaldurs, sem leiðir til betri kosningaþátttöku ungs fólks og aukinn pólitískan þroska, fengju þau nauðsynlegan stuðning til verksins. Kerfi sem útilokar ungt fólk Andstæðingar lækkunar kosningaaldurs nefna gjarnan skort á pólitískum þroska sér til stuðnings. Rannsóknir sýna aftur á móti skýrt fram á að skortur á slíkum þroska sé miklu frekar afleiðing kerfis sem útilokar ungmenni. Í Austurríki, þar sem kosningaaldur var lækkaður kom í ljós að pólitísk þekking 16-17 ára ungmenna varð jafn mikil og hjá eldri kjósendum. Segja má að lýðræði sé réttur til að kjósa byggður á virðingu fyrir sjálfstæðri getu samfélagsþegna og því ber að sýna ungu fólki þá lágmarsvirðingu sem það á skilið. Ég er sannfærður um að ef fólk kynni sér staðreyndir mála er ljóst að lækkun kosningaaldurs sé rökrétt skref fyrir þjóðfélagið okkar. Með góðum undirbúningi og stuðningi til lýðræðislegra ungmennafélaga bendir allt til þess að niðurstaðan verði aukin kosningaþátttaka ungs fólks og bætt pólitísk þekking þeirra. Við í LUF skorum því á þingheim til að samþykkja frumvarpið. Með því skrefi eflum við lýðræðið, bætum stöðu ungs fólks og sýnum því aukið traust, öllum til hagsbóta. Það er ekki bara réttlæti fólgið í þeirri aðgerð heldur einnig grundvöllurinn að heilbrigðri þróun í lýðræðislegu samfélagi. Hægt er að kynna sér ítarlegri afstöðu og röksemdarfærslur LUF til málsins í umsögn félagsins til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Höfundur er forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum. Nánar tiltekið verður þingheimur spurður hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 ára og niður í 16 ára í kosningum til sveitarstjórna. Eðlilega eru skiptar skoðanir um málið og nýleg könnun sýnir að meirihluti fólks sé mótfallið þessari breytingu. Ekki kemur fram hvað það sé nákvæmlega sem gerir það að verkum að fólk vantreysti 16 og 17 ára einstaklingum til að kjósa en ljóst er að staðreyndir þurfa að vera skýrar í þessum efnum. Við í Landssambandi ungmennafélaga (LUF) störfum sem regnhlífasamtök lýðræðislegra ungmennafélaga á Íslandi og stöndum vörð um réttindi ungs fólks. Við höfum lengi lagt áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungmenna og höfum, auk aðildarfélaga okkar, vakið athygli á því að ekki sé tekið nægt tillit til ungs fólks í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hag. Að okkar mati væri því skref í rétta átt að lækka kosningaaldur niður í 16 ára, samhliða aukinni fræðslu til að bæta úr þeirri stöðu. Núverandi kosningaaldur brýtur í bága við Barnasáttmálann Sú stefna okkar, að lækka ætti kosningaaldur, byggist meðal annars á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur lögfest sáttmálann og ber því stjórnvöldum skylda að vinna að markmiðum hans, sem felast í því að styrkja stöðu mannréttinda barna. Einstaklingar undir 18 ára aldri hér á landi mega hins vegar ekki kjósa þrátt fyrir ákvæði 12. gr. sáttmálans, sem tryggir börnum, sem myndað geta eigin skoðanir, rétt til að láta þær í ljós, auk skyldu ríkja til að taka tillit til skoðana barna í samræmi við aldur og þroska. Í hnotskurn þá eiga börn rétt á stígandi ábyrgð eftir því sem þau eldast og þroskast enda felst í því sjálfsögð virðing gagnvart getu og vitsmunum þeirra. Sú mismunun sem á því sér óneitanlega stað í núverandi kosningalögum og ekki getur verið réttlætt með neinum vísindalegum gögnum eða hlutlægum rökum, brýtur því á mannréttindum 16 og 17 ára ungmenna og er í berhögg við mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands. Til að bæta gráu ofan á svart þá er þessum sömu ungmennum, sem við neitum um réttinn til að hafa lýðræðisleg áhrif á nærumhverfi sitt í kosningum, þó gert að reiða af hendi opinber gjöld og skatta. Yrði frumvarpið samþykkt væri Ísland ekki fyrsta landið í heiminum til að lækka kosningaaldur niður í 16 ára. Að minnsta kosti 16 lönd, eða svæði heims, hafa gert það nú þegar (m.a. Austurríki og Malta) og enn fleiri leyfa það einvörðungu á sveitarstjórnarstigi. Reynsla þessara ríkja sýnir okkur að lækkun kosningaaldurs virki best ef henni fylgir viðunandi fræðsla og undirbúningur. Sem betur fer hefur LUF, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), stuðlað að hinni vel heppnuðu #ÉgKýs herferð, sem hefur leitt til þess að kosningaþátttaka ungs fólks hérlendis hætti að minnka og fór þess í stað að aukast. Lýðræðisleg ungmennafélög væru vel í stakk búin til að tryggja farsælan árangur af lækkun kosningaaldurs, sem leiðir til betri kosningaþátttöku ungs fólks og aukinn pólitískan þroska, fengju þau nauðsynlegan stuðning til verksins. Kerfi sem útilokar ungt fólk Andstæðingar lækkunar kosningaaldurs nefna gjarnan skort á pólitískum þroska sér til stuðnings. Rannsóknir sýna aftur á móti skýrt fram á að skortur á slíkum þroska sé miklu frekar afleiðing kerfis sem útilokar ungmenni. Í Austurríki, þar sem kosningaaldur var lækkaður kom í ljós að pólitísk þekking 16-17 ára ungmenna varð jafn mikil og hjá eldri kjósendum. Segja má að lýðræði sé réttur til að kjósa byggður á virðingu fyrir sjálfstæðri getu samfélagsþegna og því ber að sýna ungu fólki þá lágmarsvirðingu sem það á skilið. Ég er sannfærður um að ef fólk kynni sér staðreyndir mála er ljóst að lækkun kosningaaldurs sé rökrétt skref fyrir þjóðfélagið okkar. Með góðum undirbúningi og stuðningi til lýðræðislegra ungmennafélaga bendir allt til þess að niðurstaðan verði aukin kosningaþátttaka ungs fólks og bætt pólitísk þekking þeirra. Við í LUF skorum því á þingheim til að samþykkja frumvarpið. Með því skrefi eflum við lýðræðið, bætum stöðu ungs fólks og sýnum því aukið traust, öllum til hagsbóta. Það er ekki bara réttlæti fólgið í þeirri aðgerð heldur einnig grundvöllurinn að heilbrigðri þróun í lýðræðislegu samfélagi. Hægt er að kynna sér ítarlegri afstöðu og röksemdarfærslur LUF til málsins í umsögn félagsins til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Höfundur er forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun