Vissulega lítið vit í slíkum samningi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. júní 2023 11:01 „Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Tilefni greinarskrifa Ólafs var hömlur á innflutningi á landbúnaðarvörum frá öðrum aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), þá fyrst og fremst ríkjum Evrópusambandsins. Enn verri eru þó þær hömlur sem samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland ekki innan tollamúra Evrópusambandsins líkt og raunin væri innan þess. Hins vegar er landið innan regluverksmúra sambandsins en regluverk hefur í vaxandi mæli leyst tolla af hólmi sem helzta verkfærið til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur kostnaður og hátt flækjustig Fjölmörg dæmi eru um slíkar hömlur. Til að mynda kom þannig fram í máli Lovísu Jennýar Sigurðardóttur, markaðsstjóra hjá Innnes, á fundi á vegum Amerísk-íslenzka viðskiptaráðsins um árið að verulegur samdráttur hefði orðið á innflutningi fyrirtækisins á vörum frá Bandaríkjunum og færi minnkandi. Þannig hefði Innnes, sem á aðild að FA, til dæmis þurft að hætta að flytja inn kex frá Bandaríkjunum ekki sízt vegna verulegs kostnaðar við aðkeypta ráðgjöf vegna þess að vörumerkingar í Evrópusambandinu, sem gilda hér á landi vegna aðildarinnar að EES, væru afar ólíkar því sem gerðist í Bandaríkjunum. Flækjustigið væri hátt að sögn Lovísu. Til að mynda væru dæmi um það að vörur væru bannaðar hér á landi samkvæmt reglum Evrópusambandsins vegna aukaefnis sem þó væri leyfilegt í öðrum vörum. Mikil vinna færi í að kanna slíkt og eins að opna alla kassa og merkja hverja vöru í samræmi við reglurnar. Þegar Costco rak sig á EES-samninginn Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á aðild Íslands að EES-samningnum var ákveðið að verzlunin hér á landi yrði þess í stað útibú frá Bretland sem var enn innan Evrópusambandsins þegar ákvörðunin var tekin. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Ástæðan er ekki sízt regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Sem sagt minna vöruúrval og líklega dýrari vörur en ella. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Þar sem markmiðið með regluverki Evrópusambandsins er gjarnan að vernda framleiðslu innan þess fyrir samkeppni frá ríkjum utan þess í nafni meintrar neytendaverndar er það, líkt og markaðsstjóri Innnes kom réttilega inn á, oft innbyrðis órökrétt. Fríverzlun við Bandaríkin líklega útilokuð Við þetta má bæta að telja verður fríverzlunarsamning við Bandaríkin svo gott sem útilokaðan á meðan landið er aðili að EES-samningnum. Seint verður líklega fallizt á það í Washington að þarlendar vörur þurfi að uppfylla regluverk Evrópusambandsins, sem í gildi er hér á landi vegna hans, óbreytt. Með öðrum orðum er þannig vissulega lítið vit í samningi sem fyrir utan annað dregur úr aðgangi íslenzkra neytenda að matvörum og öðrum vörum á hagstæðu verði líkt og EES-samningurinn þó FA virðist einungis hafa áhyggjur af því í tilfelli EES en ekki þess mikla fjölda ríkja sem standa utan svæðisins. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið. Leið sem ríki heimsins fara allajafna þegar samið er um milliríkjaviðskipti og felur, ólíkt EES-samningnum, ekki í sér vaxandi framsal valds yfir eigin málum og hindranir í viðskiptum við aðra heimshluta. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skattar og tollar Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
„Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Tilefni greinarskrifa Ólafs var hömlur á innflutningi á landbúnaðarvörum frá öðrum aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), þá fyrst og fremst ríkjum Evrópusambandsins. Enn verri eru þó þær hömlur sem samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland ekki innan tollamúra Evrópusambandsins líkt og raunin væri innan þess. Hins vegar er landið innan regluverksmúra sambandsins en regluverk hefur í vaxandi mæli leyst tolla af hólmi sem helzta verkfærið til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur kostnaður og hátt flækjustig Fjölmörg dæmi eru um slíkar hömlur. Til að mynda kom þannig fram í máli Lovísu Jennýar Sigurðardóttur, markaðsstjóra hjá Innnes, á fundi á vegum Amerísk-íslenzka viðskiptaráðsins um árið að verulegur samdráttur hefði orðið á innflutningi fyrirtækisins á vörum frá Bandaríkjunum og færi minnkandi. Þannig hefði Innnes, sem á aðild að FA, til dæmis þurft að hætta að flytja inn kex frá Bandaríkjunum ekki sízt vegna verulegs kostnaðar við aðkeypta ráðgjöf vegna þess að vörumerkingar í Evrópusambandinu, sem gilda hér á landi vegna aðildarinnar að EES, væru afar ólíkar því sem gerðist í Bandaríkjunum. Flækjustigið væri hátt að sögn Lovísu. Til að mynda væru dæmi um það að vörur væru bannaðar hér á landi samkvæmt reglum Evrópusambandsins vegna aukaefnis sem þó væri leyfilegt í öðrum vörum. Mikil vinna færi í að kanna slíkt og eins að opna alla kassa og merkja hverja vöru í samræmi við reglurnar. Þegar Costco rak sig á EES-samninginn Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á aðild Íslands að EES-samningnum var ákveðið að verzlunin hér á landi yrði þess í stað útibú frá Bretland sem var enn innan Evrópusambandsins þegar ákvörðunin var tekin. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Ástæðan er ekki sízt regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Sem sagt minna vöruúrval og líklega dýrari vörur en ella. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Þar sem markmiðið með regluverki Evrópusambandsins er gjarnan að vernda framleiðslu innan þess fyrir samkeppni frá ríkjum utan þess í nafni meintrar neytendaverndar er það, líkt og markaðsstjóri Innnes kom réttilega inn á, oft innbyrðis órökrétt. Fríverzlun við Bandaríkin líklega útilokuð Við þetta má bæta að telja verður fríverzlunarsamning við Bandaríkin svo gott sem útilokaðan á meðan landið er aðili að EES-samningnum. Seint verður líklega fallizt á það í Washington að þarlendar vörur þurfi að uppfylla regluverk Evrópusambandsins, sem í gildi er hér á landi vegna hans, óbreytt. Með öðrum orðum er þannig vissulega lítið vit í samningi sem fyrir utan annað dregur úr aðgangi íslenzkra neytenda að matvörum og öðrum vörum á hagstæðu verði líkt og EES-samningurinn þó FA virðist einungis hafa áhyggjur af því í tilfelli EES en ekki þess mikla fjölda ríkja sem standa utan svæðisins. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið. Leið sem ríki heimsins fara allajafna þegar samið er um milliríkjaviðskipti og felur, ólíkt EES-samningnum, ekki í sér vaxandi framsal valds yfir eigin málum og hindranir í viðskiptum við aðra heimshluta. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun