„Þú ert 27 ára gamall. Þú ert ekkert rekinn heim“ Sverrir Mar Smárason skrifar 7. júní 2023 12:00 Alexander Aron Davorsson er í dag þjálfari kvennaliðs Adtureldingar. Vísir/Tjörvi Týr Alexander Aron Davorsson, knattspyrnumaður og þjálfari, sem í dag er þekktur sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu, á að baki magnaðan feril sem leikmaður í neðri deildum Íslands. Alexander er uppalinn á Kjalarnesi en er í dag Mosfellingur með 320 leiki og 107 mörk skráð á KSÍ. Þar af eru 174 leikir og 48 mörk í Ástríðunni, 2.- og 3. deild karla. Alexander Aron fór á dögunum yfir feril sinn í hlaðvarpinu Ástríðan: Hetjur neðri deildanna. Þar fór hann meðal annars yfir það hve oft Afturelding spilaði úrslitaleiki undir lok tímabilsins í 2. deild um það að fara upp í 1. deildina. Í nokkur skipti urðu þeir undir í þeirri baráttu og þurftu að sætta sig við þá súru staðreynd að sitja eftir í 2. deildinni. Alexander fór frá Aftureldingu árið 2017 og spilaði með Þrótti í Vogum í 3. deild þar sem hann fór upp með liðinu í 2. deild. Þá ákvað hann að snúa aftur heim í Aftureldingu þar sem liðið var að fá spennandi leikmenn upp og átti möguleika á því að fara loksins upp í 1. deild. Alexander Aron Davorsson í leik með Aftureldingu á sínum tíma.Twitter „Ég fékk tilboð um að vera áfram í Vogunum en það kom nýr þjálfari inn og það er bara erfitt að fara alltaf þangað. Ég veit þarna að Afturelding verði hliðina á mér í 2. deildinni. Minn helsti draumur í þessum fótbolta á Íslandi var að fara upp með uppeldisfélaginu. Það var ekkert annað sem ég vildi en að fara upp með Aftureldingu, mínu bæjarfélagi, mínu félagi,“ sagði Alexander. Arnar Hallsson var ráðinn sem aðalþjálfari Aftureldingar haustið 2017 og Alexander var fljótur að hafa samband við hann þegar hann hafði verið kynntur til leiks. Þeirra samband átti eftir að verða stormasamt. „Þegar Arnar er tilkynntur þá hringi ég í hann. Það kom ekkert annað til greina en að fara í Aftureldingu. Arnar átti að vera þjálfarinn minn þegar ég var tvítugur. Hann hefur allt sem þjálfari og er góður í öllu, nema stundum mannlegum samskiptum. Við vorum í mesta „love/hate relationship“ sem hefur sést.“ „Ég hringdi þarna í hann og sagði að nú færum við bara upp saman kallarnir. Hann segir að það sé ekki til neinn peningur fyrir mig og ég sagði bara ekkert mál. Formaðurinn á þeim tíma býr til samning fyrir mig um að ég verði aðstoðarþjálfari í 3. flokki karla og spilaði líka. Ég kem fyrir áramót og við áttum æfingaleik. Þar lendum við fyrst illa saman. Við áttum að spila æfingaleik en hann dettur út og Arnar og Magnús Már finna gamlar kempur til þess að við náum leik. Arnar er dómari leiksins. Við lendum upp á kannt þar, förum andlit í andlit og ég öskra á hann að þetta sé bara bull. Hann segir mér að drulla mér heim. Rekur mig bara heim, það eru 25 strákar á æfingunni og það er bara þögn á meðan ég labba frá miðjunni og út af,“ sagði Alexander um hans fyrstu kynni við Arnar Hallsson. Arnar Hallsson var þjálfari Alexanders hjá Aftureldingu.Afturelding Alexander kom svo heim eftir æfinguna og þurfti að útskýra hvað hafði gerst. „Ég kem heim og er þarna alveg 27 ára. Konan mín spyr af hverju ég sé kominn. Ég segist hafa verið rekinn heim. Hún segir: „Alexander, rekinn heim? Þú ert 27 ára gamall. Þú ert ekkert rekinn heim,““ sagði Alexander og hló. Alexander og Arnar sættust svo nokkrum mánuðum síðar þegar Alexander hringir aftur í Arnar. Hann vildi taka þátt í verkefninu. „Við náum að grafa þarna öxina og ég spila fyrir hann. Auðvitað komu nokkur atvik inn á milli en svo endar þetta 2018 tímabil bara í geðbiluðu tímabili. Ég man eftir því að ég spila flesta leiki þarna. Allir leikir sem ég var á skýrslu eða í liðinu unnum við. Við spilum á Vilhjálmsvelli lokaleikinn. Það var alveg bilað. Ég horfði á Wentzel og Magga inni í klefa og ég man ég sagði „jæja þá er þetta loksins komið. Við erum komnir með dolluna, erum að fara heim og erum búnir að koma þessu félagi upp.“ Þannig endaði þetta,” sagði Alexander Aron að lokum um tímabilið 2018. Ástríðan - Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Alexander er uppalinn á Kjalarnesi en er í dag Mosfellingur með 320 leiki og 107 mörk skráð á KSÍ. Þar af eru 174 leikir og 48 mörk í Ástríðunni, 2.- og 3. deild karla. Alexander Aron fór á dögunum yfir feril sinn í hlaðvarpinu Ástríðan: Hetjur neðri deildanna. Þar fór hann meðal annars yfir það hve oft Afturelding spilaði úrslitaleiki undir lok tímabilsins í 2. deild um það að fara upp í 1. deildina. Í nokkur skipti urðu þeir undir í þeirri baráttu og þurftu að sætta sig við þá súru staðreynd að sitja eftir í 2. deildinni. Alexander fór frá Aftureldingu árið 2017 og spilaði með Þrótti í Vogum í 3. deild þar sem hann fór upp með liðinu í 2. deild. Þá ákvað hann að snúa aftur heim í Aftureldingu þar sem liðið var að fá spennandi leikmenn upp og átti möguleika á því að fara loksins upp í 1. deild. Alexander Aron Davorsson í leik með Aftureldingu á sínum tíma.Twitter „Ég fékk tilboð um að vera áfram í Vogunum en það kom nýr þjálfari inn og það er bara erfitt að fara alltaf þangað. Ég veit þarna að Afturelding verði hliðina á mér í 2. deildinni. Minn helsti draumur í þessum fótbolta á Íslandi var að fara upp með uppeldisfélaginu. Það var ekkert annað sem ég vildi en að fara upp með Aftureldingu, mínu bæjarfélagi, mínu félagi,“ sagði Alexander. Arnar Hallsson var ráðinn sem aðalþjálfari Aftureldingar haustið 2017 og Alexander var fljótur að hafa samband við hann þegar hann hafði verið kynntur til leiks. Þeirra samband átti eftir að verða stormasamt. „Þegar Arnar er tilkynntur þá hringi ég í hann. Það kom ekkert annað til greina en að fara í Aftureldingu. Arnar átti að vera þjálfarinn minn þegar ég var tvítugur. Hann hefur allt sem þjálfari og er góður í öllu, nema stundum mannlegum samskiptum. Við vorum í mesta „love/hate relationship“ sem hefur sést.“ „Ég hringdi þarna í hann og sagði að nú færum við bara upp saman kallarnir. Hann segir að það sé ekki til neinn peningur fyrir mig og ég sagði bara ekkert mál. Formaðurinn á þeim tíma býr til samning fyrir mig um að ég verði aðstoðarþjálfari í 3. flokki karla og spilaði líka. Ég kem fyrir áramót og við áttum æfingaleik. Þar lendum við fyrst illa saman. Við áttum að spila æfingaleik en hann dettur út og Arnar og Magnús Már finna gamlar kempur til þess að við náum leik. Arnar er dómari leiksins. Við lendum upp á kannt þar, förum andlit í andlit og ég öskra á hann að þetta sé bara bull. Hann segir mér að drulla mér heim. Rekur mig bara heim, það eru 25 strákar á æfingunni og það er bara þögn á meðan ég labba frá miðjunni og út af,“ sagði Alexander um hans fyrstu kynni við Arnar Hallsson. Arnar Hallsson var þjálfari Alexanders hjá Aftureldingu.Afturelding Alexander kom svo heim eftir æfinguna og þurfti að útskýra hvað hafði gerst. „Ég kem heim og er þarna alveg 27 ára. Konan mín spyr af hverju ég sé kominn. Ég segist hafa verið rekinn heim. Hún segir: „Alexander, rekinn heim? Þú ert 27 ára gamall. Þú ert ekkert rekinn heim,““ sagði Alexander og hló. Alexander og Arnar sættust svo nokkrum mánuðum síðar þegar Alexander hringir aftur í Arnar. Hann vildi taka þátt í verkefninu. „Við náum að grafa þarna öxina og ég spila fyrir hann. Auðvitað komu nokkur atvik inn á milli en svo endar þetta 2018 tímabil bara í geðbiluðu tímabili. Ég man eftir því að ég spila flesta leiki þarna. Allir leikir sem ég var á skýrslu eða í liðinu unnum við. Við spilum á Vilhjálmsvelli lokaleikinn. Það var alveg bilað. Ég horfði á Wentzel og Magga inni í klefa og ég man ég sagði „jæja þá er þetta loksins komið. Við erum komnir með dolluna, erum að fara heim og erum búnir að koma þessu félagi upp.“ Þannig endaði þetta,” sagði Alexander Aron að lokum um tímabilið 2018. Ástríðan - Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn