Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2023 11:42 Ólafur Stephensen segir það óskiljanlegt með öllu að ekki hafi tekist að afgreiða tollamál er varðar innflutning á úkraínskum vörum til Íslands. Vinnubrögð sem að mati Ólafs eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar. vísir/vilhelm Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. Vísir greindi í morgun frá því að þingmenn stjórnarandstöðunnar eru furðu lostnir vegna hastarlegra þingloka en eins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þýðir þetta einfaldlega það að fjöldi mikilvægra mála eru óafgreidd. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn þeirra sem rekur í rogastans vegna þessa flýtis á að senda þingmenn í sumarleyfi. Hann hefur barist fyrir máli sem varðar tollfrelsi á úkraínskum vörum. Óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni Ólafur segist hafa talað við hvern stjórnarþingmann á fætur öðrum sem segja að auðvitað verði þetta að fara í gegn. En um leið eru allir undir endalausum þrýstingi frá landbúnaðinum og sennilega því fegnastir að tíminn til að afgreiða málið sé úti. En ýmsar getgátur eru uppi vegna þessa sem snúa að því að blússandi ágreiningur sé uppi meðal meirihlutans. „Það er óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni við þinglok þrátt fyrir heitstrengingar forsætisráðherra um að halda áfram þeim stuðningi í formi tollfrelsis, sem úkraínsk stjórnvöld báðu um,“ segir Ólafur sem er afar óhress með hvernig mál eru að æxlast. Hann segir að rétt sé að rifja upp að þegar málið var samþykkt á Alþingi í fyrra hlytu þingmenn að átta sig á að ef stuðningurinn ætti að skipta útflutning Úkraínu einhverju máli, myndi hann þýða að fluttar yrðu inn búvörur í samkeppni við íslenska framleiðslu. „Það er nefnilega svo að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi.“ Í klemmu vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum Ólafur segir jafnframt að þau hjá Félagi atvinnurekenda hafi orðið þess vör að stjórnarliðið sé undir gífurlegum þrýstingi frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og fleiri hagsmunaaðila í landbúnaðinum: „Að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu, sem um leið hefur falið í sér hagsbætur fyrir íslenska neytendur. Stjórnvöld hafa haft feikinógan tíma til að vinna málið. Einhverra hluta vegna kaus fjármálaráðherrann, sem lagði málið fram í fyrra, að vísa verkefninu til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það mun hafa verið 15. maí og nefndin hefur því haft þrjár vikur til að leggja fram frumvarp eða breytingartillögu, en nú láta stjórnarliðar eins og þeir séu í tímahraki.“ Að sögn Ólafs metur matvælaráðuneytið það svo að innflutningur á úkraínskum kjúklingi án tolla nemi um 2-3% af markaðnum. „Þannig að hér er verið að hverfa frá stuðningi við Úkraínu til að verja minniháttar hagsmuni nokkurra fyrirtækja í alifuglaframleiðslu. Þessi vinnubrögð eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Neytendur Landbúnaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Vísir greindi í morgun frá því að þingmenn stjórnarandstöðunnar eru furðu lostnir vegna hastarlegra þingloka en eins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þýðir þetta einfaldlega það að fjöldi mikilvægra mála eru óafgreidd. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn þeirra sem rekur í rogastans vegna þessa flýtis á að senda þingmenn í sumarleyfi. Hann hefur barist fyrir máli sem varðar tollfrelsi á úkraínskum vörum. Óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni Ólafur segist hafa talað við hvern stjórnarþingmann á fætur öðrum sem segja að auðvitað verði þetta að fara í gegn. En um leið eru allir undir endalausum þrýstingi frá landbúnaðinum og sennilega því fegnastir að tíminn til að afgreiða málið sé úti. En ýmsar getgátur eru uppi vegna þessa sem snúa að því að blússandi ágreiningur sé uppi meðal meirihlutans. „Það er óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni við þinglok þrátt fyrir heitstrengingar forsætisráðherra um að halda áfram þeim stuðningi í formi tollfrelsis, sem úkraínsk stjórnvöld báðu um,“ segir Ólafur sem er afar óhress með hvernig mál eru að æxlast. Hann segir að rétt sé að rifja upp að þegar málið var samþykkt á Alþingi í fyrra hlytu þingmenn að átta sig á að ef stuðningurinn ætti að skipta útflutning Úkraínu einhverju máli, myndi hann þýða að fluttar yrðu inn búvörur í samkeppni við íslenska framleiðslu. „Það er nefnilega svo að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi.“ Í klemmu vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum Ólafur segir jafnframt að þau hjá Félagi atvinnurekenda hafi orðið þess vör að stjórnarliðið sé undir gífurlegum þrýstingi frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og fleiri hagsmunaaðila í landbúnaðinum: „Að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu, sem um leið hefur falið í sér hagsbætur fyrir íslenska neytendur. Stjórnvöld hafa haft feikinógan tíma til að vinna málið. Einhverra hluta vegna kaus fjármálaráðherrann, sem lagði málið fram í fyrra, að vísa verkefninu til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það mun hafa verið 15. maí og nefndin hefur því haft þrjár vikur til að leggja fram frumvarp eða breytingartillögu, en nú láta stjórnarliðar eins og þeir séu í tímahraki.“ Að sögn Ólafs metur matvælaráðuneytið það svo að innflutningur á úkraínskum kjúklingi án tolla nemi um 2-3% af markaðnum. „Þannig að hér er verið að hverfa frá stuðningi við Úkraínu til að verja minniháttar hagsmuni nokkurra fyrirtækja í alifuglaframleiðslu. Þessi vinnubrögð eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Neytendur Landbúnaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira