Innlent

Anna­­samur sólar­hringur hjá þyrlu­sveit Land­helgis­­gæslunnar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Þyrlan var kölluð úr í þrígang síðastliðinn sólarhing.
Þyrlan var kölluð úr í þrígang síðastliðinn sólarhing. Vísir/Vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þrisvar sinnum kölluð út síðastliðinn sólarhring. Tvö útkallanna voru utan af sjó.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar er greint frá að þyrlan hafi verið kölluð út á þriðja tímanum í nótt vegna bráðra veikinda um borð á togara sem staddur var út af Búðarhorni á Vestfjörðum. Skipverjinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. 

Að auki kemur fram að síðdegis í gær hafi skipverji á öðrum togara sem staddur var á miðjum Faxaflóa verið hífður upp í þyrluna og fluttur á sjúkrahús vegna slyss um borð.

Þá var göngukona sem hrasaði og slasaðist á fæti á Breiðamerkurjökli í gærdag flutt með þyrlunni á Landspítalann.


Tengdar fréttir

Smá­bátur strandaði við Arnar­stapa

Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í kvöld. Einn var um borð í bátnum og hann komst í land af sjálfsdáðum og var fluttur á sjúkrastofnun á Ólafsvík.

Sóttu fótbrotinn sjómann út af Snæfellsnesi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun beiðni um aðstoð á sjó. Þá hafði maður í áhöfn togskips út af Snæfellsnesi fótbrotnað þegar skipið fékk á sig brotsjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×