Aðvörun til annarra lánþega Frjálsa lífeyrissjóðsins Indriði Ingi Stefánsson skrifar 8. júní 2023 07:01 Fyrir 3 árum var vaxtaástandið nokkuð gott og þau kjör sem lánþegum buðust á þeim tíma afar hagfelld. En síðan hefur nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og full ástæða fyrir lánþega að hafa varann á og kynna sér vel uppfærða vexti, sérstaklega hvað varðar Frjálsa lífeyrissjóðinn. Vextir hærri eftir breytingu en af nýjum lánum Fasteignalán eru almennt til lengri tíma en skemmri. Þegar ég tók mitt lán reiknaði ég fyllilega með að breytingar gætu orðið á vaxtakjörum. Ég var þó með hóflegar væntingar til þess að þær breytingar væru innan eðlilegra marka, aldrei hefði mig þó grunar að eftir hækkun yrðu vextirnir hærri en af nýjum lánum hjá lífeyrissjóðnum. Þar hafði ég einfaldlega rangt fyrir mér. Þau kjör sem lífeyrissjóðurinn býður núna eru 0.18% HÆRRI en vextir sem standa nýjum lánþegum til boða. Þetta er til viðbótar við það að óverðtryggðir vextir Frjálsa lífeyrissjóðsins eru þeir hæstu sem í boði eru fyrir óverðtryggð lán með föstum vöxtum. Ekki virðist tekið tillit til þess að á þeim tíma hlýtur vaxtastig að lækka. Ég tek fram að ég er ekki með viðbótarlán enda er höfuðstóll lánsins langt inn fyrir öll slík viðmið, hér er því ekki um að ræða neins konar vaxtaálag. Enda kemur fram í tilkynningunni að ekki sé um slíkt álag að ræða. Þess í stað tekur lífeyrissjóðurinn einhliða ákvörðun um að hækka vextina. Ekki bara upp í sama vaxtastig og býðst nýjum lántökum, heldur umfram það. Síðan þessi grein var skrifuð kemur í ljós að um var að ræða mistök og Munu vextirnir því eingöngu hækka í 9,57% í stað 9,75% sem er ánægjulegt en ráðleggingarnar standa að öðru leiti óbreyttar að fólk ætti að huga að þessum málum með góðum fyrirvara. Mögulega með því að tryggja sér aðgang að hagstæðum lánum með því að skipta um lífeyrissjóð. Mögulega ekki rétti tíminn til að festa vexti til þriggja ára Það að ætla að festa vexti svo hátt til þriggja ára bætir gráu ofan á svart, en höfum í huga að ekki er víst að öll séu að fylgjast nægilega vel með þessum atriðum. Við þetta bætist að allar spár gera ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti enn frekar og nú eru innan við tveir mánuðir í næsta vaxtaákvörðunardag. Því má gera ráð fyrir að ef lánþegar fara á þeim tímapunkti að endurfjármagna sín lán er hætt við að kjörin hafi versnað enn frekar. Á hinn bóginn gæti verið óskynsamlegt að festa þá háu vexti sem bjóðast í dag til þriggja ára og því rétt að ræða alla valkosti við fjármálaráðgjafa. Vegna nýrra reglna Seðlabankans er hætt við að valkostum til endurfjármögnunar hafi fækkað nokkuð. Og eftir því sem vextir hækka fækkar þeim enn frekar. Því er sennilega skárra að huga að þessu nú en síðar á árinu þegar enn færri kostir munu vera í boði. Óeðlilegar hækkanir Hver er skýringin á þessari hegðun lífeyrissjóðsins. Er hér verið að refsa okkur lánþegum fyrir að hafa nýtt okkur þau ágætu kjör sem okkur buðust áður? Eða búa aðrar ástæður að baki? Hver sem ástæðan er, þá er ljóst að ekki er hægt að treysta því að þessar hækkanir lánveitenda séu eðlilegar. Þess vegna gæti verið klókt að tryggja að boðið sé upp á uppgreiðslu láns án álags, en það er alls ekki sjálfgefið. Til lengri tíma litið ættum við svo öll að kanna hvar við eigum möguleika á að taka lán og ef þar er fáir kostir í boði væri mögulega klókt að gera ráðstafanir til að fjölga þeim. Þessi nýja staða er bein afleiðing af hárri verðbólgu og háu vaxtastigi. Hinn almenni borgari á réttmæta kröfu á fyrirsjáanleika í húsnæðismálum. Þær hækkanir á afborgunum fasteignalána sem framundan eru geta komið mjög illa við fólk sem í flestum tilfellum er að leggja aleiguna í að koma þaki yfir höfuðið. Í mörgum tilfellum munu þessar hækkanir ganga mjög nærri fjárhag lántakenda. Það ástand sem hér blasir við er bersýnilega afleiðing þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að reka hér örmynt með sjálfstæða peningastefnu. Það eru hins vegar við, hinir almennu borgarar landsins, sem borgum brúsann. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Lífeyrissjóðir Píratar Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 3 árum var vaxtaástandið nokkuð gott og þau kjör sem lánþegum buðust á þeim tíma afar hagfelld. En síðan hefur nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og full ástæða fyrir lánþega að hafa varann á og kynna sér vel uppfærða vexti, sérstaklega hvað varðar Frjálsa lífeyrissjóðinn. Vextir hærri eftir breytingu en af nýjum lánum Fasteignalán eru almennt til lengri tíma en skemmri. Þegar ég tók mitt lán reiknaði ég fyllilega með að breytingar gætu orðið á vaxtakjörum. Ég var þó með hóflegar væntingar til þess að þær breytingar væru innan eðlilegra marka, aldrei hefði mig þó grunar að eftir hækkun yrðu vextirnir hærri en af nýjum lánum hjá lífeyrissjóðnum. Þar hafði ég einfaldlega rangt fyrir mér. Þau kjör sem lífeyrissjóðurinn býður núna eru 0.18% HÆRRI en vextir sem standa nýjum lánþegum til boða. Þetta er til viðbótar við það að óverðtryggðir vextir Frjálsa lífeyrissjóðsins eru þeir hæstu sem í boði eru fyrir óverðtryggð lán með föstum vöxtum. Ekki virðist tekið tillit til þess að á þeim tíma hlýtur vaxtastig að lækka. Ég tek fram að ég er ekki með viðbótarlán enda er höfuðstóll lánsins langt inn fyrir öll slík viðmið, hér er því ekki um að ræða neins konar vaxtaálag. Enda kemur fram í tilkynningunni að ekki sé um slíkt álag að ræða. Þess í stað tekur lífeyrissjóðurinn einhliða ákvörðun um að hækka vextina. Ekki bara upp í sama vaxtastig og býðst nýjum lántökum, heldur umfram það. Síðan þessi grein var skrifuð kemur í ljós að um var að ræða mistök og Munu vextirnir því eingöngu hækka í 9,57% í stað 9,75% sem er ánægjulegt en ráðleggingarnar standa að öðru leiti óbreyttar að fólk ætti að huga að þessum málum með góðum fyrirvara. Mögulega með því að tryggja sér aðgang að hagstæðum lánum með því að skipta um lífeyrissjóð. Mögulega ekki rétti tíminn til að festa vexti til þriggja ára Það að ætla að festa vexti svo hátt til þriggja ára bætir gráu ofan á svart, en höfum í huga að ekki er víst að öll séu að fylgjast nægilega vel með þessum atriðum. Við þetta bætist að allar spár gera ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti enn frekar og nú eru innan við tveir mánuðir í næsta vaxtaákvörðunardag. Því má gera ráð fyrir að ef lánþegar fara á þeim tímapunkti að endurfjármagna sín lán er hætt við að kjörin hafi versnað enn frekar. Á hinn bóginn gæti verið óskynsamlegt að festa þá háu vexti sem bjóðast í dag til þriggja ára og því rétt að ræða alla valkosti við fjármálaráðgjafa. Vegna nýrra reglna Seðlabankans er hætt við að valkostum til endurfjármögnunar hafi fækkað nokkuð. Og eftir því sem vextir hækka fækkar þeim enn frekar. Því er sennilega skárra að huga að þessu nú en síðar á árinu þegar enn færri kostir munu vera í boði. Óeðlilegar hækkanir Hver er skýringin á þessari hegðun lífeyrissjóðsins. Er hér verið að refsa okkur lánþegum fyrir að hafa nýtt okkur þau ágætu kjör sem okkur buðust áður? Eða búa aðrar ástæður að baki? Hver sem ástæðan er, þá er ljóst að ekki er hægt að treysta því að þessar hækkanir lánveitenda séu eðlilegar. Þess vegna gæti verið klókt að tryggja að boðið sé upp á uppgreiðslu láns án álags, en það er alls ekki sjálfgefið. Til lengri tíma litið ættum við svo öll að kanna hvar við eigum möguleika á að taka lán og ef þar er fáir kostir í boði væri mögulega klókt að gera ráðstafanir til að fjölga þeim. Þessi nýja staða er bein afleiðing af hárri verðbólgu og háu vaxtastigi. Hinn almenni borgari á réttmæta kröfu á fyrirsjáanleika í húsnæðismálum. Þær hækkanir á afborgunum fasteignalána sem framundan eru geta komið mjög illa við fólk sem í flestum tilfellum er að leggja aleiguna í að koma þaki yfir höfuðið. Í mörgum tilfellum munu þessar hækkanir ganga mjög nærri fjárhag lántakenda. Það ástand sem hér blasir við er bersýnilega afleiðing þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að reka hér örmynt með sjálfstæða peningastefnu. Það eru hins vegar við, hinir almennu borgarar landsins, sem borgum brúsann. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar