Óvenjulegt háttalag lirfa í Hafnarfirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 17:00 Óvenjuleg hátterni lirfa haustfetans í Hafnarfirði hefur vakið mikla athygli. Facebook/Samsett Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vekur athygli á óvenjulegri hátterni sem lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Lirfurnar hafa í þúsundatali pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og lokast inni í honum. Erling heldur úti síðunni „Heimur Smádýranna“ á Facebook sem meira en átta þúsund manns fylgjast með. Þar fjallar hann um hin ýmsu skordýr og smádýr, yfirleitt þau sem er að finna hér á landi eða berast til landsins. Færslan „Haustfeti í hremmingum“ birtist á síðunni í dag en þar segir Erling frá undarlegum vefmyndunum sem hann rakst á í Hafnarfirði nýverið sem hann telur fiðrildategundina Haustfeta, alræmdan skaðvald á trjám og runnum, bera ábyrgð á. Vefurinn hefur dreift sér um stóran hluta runnans.Facebook/Erling Ólafsson Fiðrildalirfur í þúsundatali „Fyrir skömmu vakti runnabeð við Strandgötu í Hafnarfirði athygli sonar míns. Þar vex meðal annars gljámispill sem reyndist innpakkaður í þéttan límkenndan spunavef en í vefnum voru fiðrildalirfur í þúsundatali,“ segir í færslunni. Þúsundir lirfa haustfetans eru fastar í vefnum á runnanum.Facebook/Erling Ólafsson Erling segist hafa snarað sér á staðinn enda ekki séð annað eins og áður. Hann komst að því að þarna færu lirfur haustfetans en hann skyldi ekki hvers vegna þær höguðu sér svona. Hann sendi því fyrirspurn og myndir á sérfræðing í fiðrildafræðum í Danmörku. „Hann var sammála um að þetta væru haustfetalirfur en sjálfur hafði hann aldrei orðið vitni að svona hátterni þeirra á heimavelli sínum. Lirfur haustfetans væru reyndar þekktar fyrir að spinna þræði til að láta sig svífa á þeim til að dreifa sér. Það er nefnilega hans helsti möguleiki til dreifingar því kvendýrin eru nær vængjalaus og ófleyg.“ Soltnar lirfur festu sig í spunavoð Erling segir að það sem væri sérstaklega óvenjulegt væri að „undir spunavefnum var nánast allt lauf mispilsins uppétið.“ Örtröð myndaðist á toppi runnans þegar lirfurnar ætluðu að koma sér í burtu.Facebook/Erling Ólafsson Því lagði Erling fram tilgátu um hvað hefði gerst þarna. „Aðstæður í maí voru slíkar að runnar laufguðust seint og hægt. Fiðrildalirfurnar skriðu eftir sem áður úr eggjum þegar tími klaksins rann upp á dagatalinu þó matarbúrið væri enn hálftómt. Laufið sem var nýfarið að skríða úr brumum var étið upp á örskömmum tíma. Lirfurnar sultu,“ segir í færslunni. „Þá fóru þær að feta sig upp að efstu greinum til að freista þess að ná flugtaki á spunaþráðum sínum. Fjöldinn sem skreið upp samtímis varð svo mikil að þræðir lirfanna límdust saman í samfellda spunavoð og lokuðust lirfurnar inni í henni.“ „Sem sagt örtröðin varð þeim fjötur og þjöppuðust lirfurnar saman í miklum fjölda undir vefvoðinni efst á greinatoppum,“ segir Erling um grey lirfurnar. Svona lítur lirfa haustfetans út. Hún er alræmdur skaðvaldur hér á landi.Náttúrufræðistofnun Íslands Skordýr Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Erling heldur úti síðunni „Heimur Smádýranna“ á Facebook sem meira en átta þúsund manns fylgjast með. Þar fjallar hann um hin ýmsu skordýr og smádýr, yfirleitt þau sem er að finna hér á landi eða berast til landsins. Færslan „Haustfeti í hremmingum“ birtist á síðunni í dag en þar segir Erling frá undarlegum vefmyndunum sem hann rakst á í Hafnarfirði nýverið sem hann telur fiðrildategundina Haustfeta, alræmdan skaðvald á trjám og runnum, bera ábyrgð á. Vefurinn hefur dreift sér um stóran hluta runnans.Facebook/Erling Ólafsson Fiðrildalirfur í þúsundatali „Fyrir skömmu vakti runnabeð við Strandgötu í Hafnarfirði athygli sonar míns. Þar vex meðal annars gljámispill sem reyndist innpakkaður í þéttan límkenndan spunavef en í vefnum voru fiðrildalirfur í þúsundatali,“ segir í færslunni. Þúsundir lirfa haustfetans eru fastar í vefnum á runnanum.Facebook/Erling Ólafsson Erling segist hafa snarað sér á staðinn enda ekki séð annað eins og áður. Hann komst að því að þarna færu lirfur haustfetans en hann skyldi ekki hvers vegna þær höguðu sér svona. Hann sendi því fyrirspurn og myndir á sérfræðing í fiðrildafræðum í Danmörku. „Hann var sammála um að þetta væru haustfetalirfur en sjálfur hafði hann aldrei orðið vitni að svona hátterni þeirra á heimavelli sínum. Lirfur haustfetans væru reyndar þekktar fyrir að spinna þræði til að láta sig svífa á þeim til að dreifa sér. Það er nefnilega hans helsti möguleiki til dreifingar því kvendýrin eru nær vængjalaus og ófleyg.“ Soltnar lirfur festu sig í spunavoð Erling segir að það sem væri sérstaklega óvenjulegt væri að „undir spunavefnum var nánast allt lauf mispilsins uppétið.“ Örtröð myndaðist á toppi runnans þegar lirfurnar ætluðu að koma sér í burtu.Facebook/Erling Ólafsson Því lagði Erling fram tilgátu um hvað hefði gerst þarna. „Aðstæður í maí voru slíkar að runnar laufguðust seint og hægt. Fiðrildalirfurnar skriðu eftir sem áður úr eggjum þegar tími klaksins rann upp á dagatalinu þó matarbúrið væri enn hálftómt. Laufið sem var nýfarið að skríða úr brumum var étið upp á örskömmum tíma. Lirfurnar sultu,“ segir í færslunni. „Þá fóru þær að feta sig upp að efstu greinum til að freista þess að ná flugtaki á spunaþráðum sínum. Fjöldinn sem skreið upp samtímis varð svo mikil að þræðir lirfanna límdust saman í samfellda spunavoð og lokuðust lirfurnar inni í henni.“ „Sem sagt örtröðin varð þeim fjötur og þjöppuðust lirfurnar saman í miklum fjölda undir vefvoðinni efst á greinatoppum,“ segir Erling um grey lirfurnar. Svona lítur lirfa haustfetans út. Hún er alræmdur skaðvaldur hér á landi.Náttúrufræðistofnun Íslands
Skordýr Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira