Öskraði á börn og skaut svo móðurina til bana Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 15:39 Ajike Owens var skotin til bana af nágranna sínum. AP Photo/John Raoux Hvít kona í Flórída sem skaut þeldökkan nágranna sinn í gegnum útidyr sínar, hefur verið handtekin. Nokkrir dagar eru síðan skotárásin átti sér stað en fógeti Marion-sýslu í Flórída hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að handtaka konuna ekki strax. Hin 58 ára gamla Susan Louise Lorincz er sögð hafa átt í langvarandi erjum við nágranna sinn Ajike Owens, áður en sú fyrrnefnda skaut þá síðarnefndu á föstudagskvöld. Lorincz hélt því fram við lögregluþjóna að hún hefði óttast um líf sitt og að Owens hafi verið að reyna að brjóta niður útihurðina þegar hún skaut nokkrum skotum í gegnum dyrnar. Billy Woods, áðurnefndur fógeti, birti myndband í gær þar sem hann útskýrði af hverju Lorincz hefði ekki verið handtekin fyrr en í gær. Hann sagði rannsóknarlögregluþjóna sína hafa unnið að rannsókn málsins og að þeir hefðu ekki getað handtekið Lorincz fyrr en búið væri að sanna það að hún hefði ekki skotið Owens í sjálfsvörn. Hann sagði deilur kvennanna hafa staðið yfir í um tvö og hálft ár og að lögregluþjónar hefðu ítrekað verið kallaðir út vegna erjanna. Woods, segir í myndbandinu hér að neðan að ljóst sé að ekki hafi verið um sjálfsvörn að ræða. Sjálfsvarnarlög Flórída hafa verið umdeild um árabil en Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Owens, var áður lögmaður fjölskyldu táningsins Trayvon Martins, sem var skotinn var til bana af George Zimmerman á árum áður. Það mál vakti gífurlega athygli á heimsvísu en Zimmerman var sýknaður á grunni þess að hann óttaðist um líf sitt, jafnvel þó Martin hafi verið óvopnaður og hafi eingöngu verið á leið heim til sín eftir verslunarferð. Crump segir að Lorincz hafi skömmu áður öskrað rasísk orð að börnum Owens sem voru að leik á svæðinu. Þar að auki hafi hún kastað skautum í eitt barnanna. Þess vegna hafi Owens bankað á dyr Lorincz. Lögreglan hefur ekki staðfest þessa frásögn. AP fréttaveitan hefur eftir Lauren Smith, öðrum nágranna þeirra Lorincz og Owens, að ekki hafi komið til nokkurskonar rifrildis, eftir að Owens bankaði og áður en skothríðin hófst. Þar að auki hafi Owens ekki verið vopnuð. Smith býr hinu megin við götuna og stökk til og reyndi endurlífgunartilraunir þegar Owens hafði verið skotin. Smith sagði blaðamanni fréttaveitunnar að Lorincz hafi ávallt verið reið þegar börnin voru að leik og hún ætti það til að segja ljóta hluti við börnin. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Hin 58 ára gamla Susan Louise Lorincz er sögð hafa átt í langvarandi erjum við nágranna sinn Ajike Owens, áður en sú fyrrnefnda skaut þá síðarnefndu á föstudagskvöld. Lorincz hélt því fram við lögregluþjóna að hún hefði óttast um líf sitt og að Owens hafi verið að reyna að brjóta niður útihurðina þegar hún skaut nokkrum skotum í gegnum dyrnar. Billy Woods, áðurnefndur fógeti, birti myndband í gær þar sem hann útskýrði af hverju Lorincz hefði ekki verið handtekin fyrr en í gær. Hann sagði rannsóknarlögregluþjóna sína hafa unnið að rannsókn málsins og að þeir hefðu ekki getað handtekið Lorincz fyrr en búið væri að sanna það að hún hefði ekki skotið Owens í sjálfsvörn. Hann sagði deilur kvennanna hafa staðið yfir í um tvö og hálft ár og að lögregluþjónar hefðu ítrekað verið kallaðir út vegna erjanna. Woods, segir í myndbandinu hér að neðan að ljóst sé að ekki hafi verið um sjálfsvörn að ræða. Sjálfsvarnarlög Flórída hafa verið umdeild um árabil en Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Owens, var áður lögmaður fjölskyldu táningsins Trayvon Martins, sem var skotinn var til bana af George Zimmerman á árum áður. Það mál vakti gífurlega athygli á heimsvísu en Zimmerman var sýknaður á grunni þess að hann óttaðist um líf sitt, jafnvel þó Martin hafi verið óvopnaður og hafi eingöngu verið á leið heim til sín eftir verslunarferð. Crump segir að Lorincz hafi skömmu áður öskrað rasísk orð að börnum Owens sem voru að leik á svæðinu. Þar að auki hafi hún kastað skautum í eitt barnanna. Þess vegna hafi Owens bankað á dyr Lorincz. Lögreglan hefur ekki staðfest þessa frásögn. AP fréttaveitan hefur eftir Lauren Smith, öðrum nágranna þeirra Lorincz og Owens, að ekki hafi komið til nokkurskonar rifrildis, eftir að Owens bankaði og áður en skothríðin hófst. Þar að auki hafi Owens ekki verið vopnuð. Smith býr hinu megin við götuna og stökk til og reyndi endurlífgunartilraunir þegar Owens hafði verið skotin. Smith sagði blaðamanni fréttaveitunnar að Lorincz hafi ávallt verið reið þegar börnin voru að leik og hún ætti það til að segja ljóta hluti við börnin.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira