Fimmtíu þúsund löxum slátrað í fyrstu uppskeru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2023 22:01 Laxeldisstöð Landeldis hf. rís skammt vestan við byggðina í Þorlákshöfn. landeldi Fyrstu slátrun á laxi í landeldisstöð Landeldis hf. er lokið með slátrun tæplega fimmtíu þúsund laxa. Landeldi starfrækir seiðaeldisstöðvið Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Félagið hefur öðlast leyfi til að ala árlega um átta þúsund tonn af laxi en hefur framleiðslumarkmið um 43 þúsund tonn á ári. Fjallað var um framkvæmdir Landeldis í Þorlákshöfn í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Kom þar fram að um væri að ræða stærstu framkvæmdir á Íslandi frá Kárahnjúkavirkjun: Í tilkynningu segir að stærstu laxarnir hafi verið um fimm kíló að þyngd en meðalþyngd hafi verið tæplega þrjú kíló. „Slátrun, vinnsla, pökkun og sala gekk skv. áætlun og voru um 110 tonn af slægðum laxi seld og send til viðskiptavina beggja vegna Atlantshafsins í síðustu viku.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Landeldis hf., segir um stóra stund og mikilvægan áfanga að ræða. „Sú staðreynd að laxinn hefur dafnað afar vel síðast liðið ár í landeldisstöð okkar við Þorlákshöfn og að viðskiptavinir okkar gefa afurðinni hæstu einkunn sökum bragðgæða, sýnir okkur svart á hvítu að sú tækni sem við beitum í landeldisstöð okkar, er að sanna sig,“ er haft eftir Eggerti. „Landeldi á laxi er í eðli sínu nýsköpunarverkefni og við eigum enn langt í land í lærdómskúrfunni en þessi afar vel heppnaða fyrsta uppskera og jákvæð viðbrögð viðskiptavina staðfesta að við erum á réttri leið. Við höldum ótrauð áfram uppbyggingu umhverfisvæns og sjálfbærs laxeldis á landi.“ Fiskeldi Landeldi Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ölfus Tengdar fréttir 800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda 11. mars 2023 13:04 Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Sjá meira
Landeldi starfrækir seiðaeldisstöðvið Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Félagið hefur öðlast leyfi til að ala árlega um átta þúsund tonn af laxi en hefur framleiðslumarkmið um 43 þúsund tonn á ári. Fjallað var um framkvæmdir Landeldis í Þorlákshöfn í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Kom þar fram að um væri að ræða stærstu framkvæmdir á Íslandi frá Kárahnjúkavirkjun: Í tilkynningu segir að stærstu laxarnir hafi verið um fimm kíló að þyngd en meðalþyngd hafi verið tæplega þrjú kíló. „Slátrun, vinnsla, pökkun og sala gekk skv. áætlun og voru um 110 tonn af slægðum laxi seld og send til viðskiptavina beggja vegna Atlantshafsins í síðustu viku.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Landeldis hf., segir um stóra stund og mikilvægan áfanga að ræða. „Sú staðreynd að laxinn hefur dafnað afar vel síðast liðið ár í landeldisstöð okkar við Þorlákshöfn og að viðskiptavinir okkar gefa afurðinni hæstu einkunn sökum bragðgæða, sýnir okkur svart á hvítu að sú tækni sem við beitum í landeldisstöð okkar, er að sanna sig,“ er haft eftir Eggerti. „Landeldi á laxi er í eðli sínu nýsköpunarverkefni og við eigum enn langt í land í lærdómskúrfunni en þessi afar vel heppnaða fyrsta uppskera og jákvæð viðbrögð viðskiptavina staðfesta að við erum á réttri leið. Við höldum ótrauð áfram uppbyggingu umhverfisvæns og sjálfbærs laxeldis á landi.“
Fiskeldi Landeldi Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ölfus Tengdar fréttir 800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda 11. mars 2023 13:04 Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Sjá meira
800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda 11. mars 2023 13:04
Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41