Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. júní 2023 22:17 Till Lindemann hefur misst útgáfusamning sinn við bókaútgáfuna KiWi vegna metoo mála. Getty Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. Bókaútgefandinn Kiepenheuer & Witsch, eða KiWi, sem gaf út ljóðabækur eftir Till Lindemann í áraraðir hefur slitið samningi við listamanninn. Ástæðan eru þær sögur um byrlun og tælingu sem birst hafa um hann undanfarið, meðal annars á tónleikum og í partíum Rammstein. „Frá okkar sjónarhóli hefur Till Lindemann farið yfir leyfileg mörk í samskiptum sínum við konur. Þess vegna höfum við ákveðið að slíta samstundis samstarfi okkar við Till Lindemann, þar sem samband okkar hefur rofnað með óafturkræfum hætti,“ segir í yfirlýsingu KiWi sem birtist á vef þýska ríkissjónvarpsins Deutsche Welle. Þá segir að útgáfunni hafi borist upplýsingar um „klámmyndband“ með Lindemann þar sem hann vegsami ofbeldi gegn konum og þar sem sést í bókina In Still Night sem KiWi gaf út. Útgáfan hafi ekki gefið neitt leyfi fyrir slíkri notkun á bókinni. Gróft kynferðislegt efni hefur í nokkur skipti sést í myndböndum hljómsveita Lindemann. Svo sem við Rammstein lagið Pussy og NSFW Lindemann lögin Fish On, Knebel og Platz Eins. Fékk tekíla hjá Lindemann Eins og Vísir greindi frá fyrir rúmri viku síðan steig írsk kona að nafni Shelby Lynn fram og lýsti byrlun á tónleikum Rammstein í Litháen. Hafi Lindemann skenkt henni og fleiri stúlkum, sem voru sérvaldar til að koma í eftirpartí, tekíla og eftir það hafi hún orðið mjög rugluð í höfðinu. Var hún teymd að litlu svæði undir sviðinu á miðjum tónleikum þar sem Lindemann á að hafa komið og heimtað kynlíf. Þegar það gekk ekki eftir fór hann burt en hún kastaði upp í heilan sólarhring og vaknaði með marbletti. Tugir stíga fram Í kjölfarið af sögu Lynn hafa tugir kvenna stigið fram og lýst kerfisbundinni tælingu af hálfu Lindemann og starfsliðs hans. Hefur meðal annars verið greint frá þessu í dagblaðinu Suddeutsche Zeitung. Lýsa þær hvernig þær voru valdar fyrir tónleika og beðnar um að senda af sér ljósmyndir. Sumar voru ljósmyndaðar á tónleikunum sjálfum af starfsliði Rammstein. Voru þær svo beðnar um að klæðast á ákveðinn hátt og sitja í sérstakri röð á milli áhorfenda og sviðsins á tónleikunum. En Lynn hafði einmitt lýst nákvæmlega því sama í sinni sögu sem hún birti á Reddit síðu hljómsveitarinnar. Einni konu var beinlínis sagt að hún fengi aðeins að koma í eftirpartí með sveitinni ef hún myndi stunda kynlíf með Lindemann. Öryggi fyrir framan og aftan svið Í yfirlýsingu hafnaði hljómsveitin Rammstein sögu Lynn eftir að hún birtist og sagði að þetta gæti ekki passað við „þeirra umhverfi.“ Það sama hefur nú verið gert eftir að hinar sögurnar birtust. Rammstein birtu yfirlýsinguna á samfélagsmiðlum. Þar segja þeir mikilvægt að aðdáendur séu öruggi á tónleikum sveitarinnar. „Umfjöllun síðustu daga hefur valdið titringi og vakið upp spurningar hjá almenningi og sér í lagi aðdáendum okkar. Ásakanirnar hafa slegið okkur og við tökum þær alvarlega,“ segir í yfirlýsingunni. „Til okkar aðdáenda viljum við segja: Það er okkur mikilvægt að ykkur líði vel og teljið ykkur vera örugg á tónleikum hjá okkur, bæði fyrir framan og aftan sviðið. Við fordæmum allt ofbeldi og biðjum ykkur að sýna þeim sem hafa komið fram með ásakanirnar fulla virðingu. Þau hafa rétt á að segja frá sinni hlið. En við, hljómsveitin, höfum líka rétt til að vera ekki dæmd fyrir fram.“ Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira
Bókaútgefandinn Kiepenheuer & Witsch, eða KiWi, sem gaf út ljóðabækur eftir Till Lindemann í áraraðir hefur slitið samningi við listamanninn. Ástæðan eru þær sögur um byrlun og tælingu sem birst hafa um hann undanfarið, meðal annars á tónleikum og í partíum Rammstein. „Frá okkar sjónarhóli hefur Till Lindemann farið yfir leyfileg mörk í samskiptum sínum við konur. Þess vegna höfum við ákveðið að slíta samstundis samstarfi okkar við Till Lindemann, þar sem samband okkar hefur rofnað með óafturkræfum hætti,“ segir í yfirlýsingu KiWi sem birtist á vef þýska ríkissjónvarpsins Deutsche Welle. Þá segir að útgáfunni hafi borist upplýsingar um „klámmyndband“ með Lindemann þar sem hann vegsami ofbeldi gegn konum og þar sem sést í bókina In Still Night sem KiWi gaf út. Útgáfan hafi ekki gefið neitt leyfi fyrir slíkri notkun á bókinni. Gróft kynferðislegt efni hefur í nokkur skipti sést í myndböndum hljómsveita Lindemann. Svo sem við Rammstein lagið Pussy og NSFW Lindemann lögin Fish On, Knebel og Platz Eins. Fékk tekíla hjá Lindemann Eins og Vísir greindi frá fyrir rúmri viku síðan steig írsk kona að nafni Shelby Lynn fram og lýsti byrlun á tónleikum Rammstein í Litháen. Hafi Lindemann skenkt henni og fleiri stúlkum, sem voru sérvaldar til að koma í eftirpartí, tekíla og eftir það hafi hún orðið mjög rugluð í höfðinu. Var hún teymd að litlu svæði undir sviðinu á miðjum tónleikum þar sem Lindemann á að hafa komið og heimtað kynlíf. Þegar það gekk ekki eftir fór hann burt en hún kastaði upp í heilan sólarhring og vaknaði með marbletti. Tugir stíga fram Í kjölfarið af sögu Lynn hafa tugir kvenna stigið fram og lýst kerfisbundinni tælingu af hálfu Lindemann og starfsliðs hans. Hefur meðal annars verið greint frá þessu í dagblaðinu Suddeutsche Zeitung. Lýsa þær hvernig þær voru valdar fyrir tónleika og beðnar um að senda af sér ljósmyndir. Sumar voru ljósmyndaðar á tónleikunum sjálfum af starfsliði Rammstein. Voru þær svo beðnar um að klæðast á ákveðinn hátt og sitja í sérstakri röð á milli áhorfenda og sviðsins á tónleikunum. En Lynn hafði einmitt lýst nákvæmlega því sama í sinni sögu sem hún birti á Reddit síðu hljómsveitarinnar. Einni konu var beinlínis sagt að hún fengi aðeins að koma í eftirpartí með sveitinni ef hún myndi stunda kynlíf með Lindemann. Öryggi fyrir framan og aftan svið Í yfirlýsingu hafnaði hljómsveitin Rammstein sögu Lynn eftir að hún birtist og sagði að þetta gæti ekki passað við „þeirra umhverfi.“ Það sama hefur nú verið gert eftir að hinar sögurnar birtust. Rammstein birtu yfirlýsinguna á samfélagsmiðlum. Þar segja þeir mikilvægt að aðdáendur séu öruggi á tónleikum sveitarinnar. „Umfjöllun síðustu daga hefur valdið titringi og vakið upp spurningar hjá almenningi og sér í lagi aðdáendum okkar. Ásakanirnar hafa slegið okkur og við tökum þær alvarlega,“ segir í yfirlýsingunni. „Til okkar aðdáenda viljum við segja: Það er okkur mikilvægt að ykkur líði vel og teljið ykkur vera örugg á tónleikum hjá okkur, bæði fyrir framan og aftan sviðið. Við fordæmum allt ofbeldi og biðjum ykkur að sýna þeim sem hafa komið fram með ásakanirnar fulla virðingu. Þau hafa rétt á að segja frá sinni hlið. En við, hljómsveitin, höfum líka rétt til að vera ekki dæmd fyrir fram.“
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira