West Ham vann sigur á Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar á miðvikdagskvöldið. Jarrod Bowen skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna West Ham var mikill í leikslok enda liðið að vinna sinn fyrsta stóra titil síðan 1980.
WOW! Fans have lined the streets for West Ham's trophy parade pic.twitter.com/VVK6zcebnv
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 8, 2023
Mikill fjöldi stuðningsmanna tók á móti liðinu í Lundúnum í dag og fór liðið að sjálfsögðu í hina hefðbundnu sigurskrúðgöngu þar sem sérmerktur strætisvagn keyrði um austurhluta Lundúnaborgar.
Leikmönnum liðsins var fagnað sem hetjum enda eru stuðningsmenn West Ham þekktir fyrir mikla ástríðu í garð liðsins.
Þegar bikarnum var síðan lyft fyrir framan þúsundir stuðningsmanna West Ham ætlaði allt um koll að keyra. Declan Rice er fyrirliði liðsins og bar ábyrgðina á bikarnum glæsilega en strax í kjölfar leiksins í gær bárust þær fréttir að hann hefði fengið loforð um að fá að yfirgefa félagið í sumar og leita á önnur mið.