Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð – hvers vegna? Jón Árni Vignisson skrifar 9. júní 2023 09:01 Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.is Í grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif. Í Þjórsá eru tvær virkjanir, Búrfell 1 og Búrfell 2, báðar langt ofan við fiskgenga hluta árinnar. Sultartangavirkjun er enn innar í landinu og er hún knúin áfram af Þjórsá og Tungnaá. Aðrar virkjanir eru ekki í Þjórsá. Framganga Landsvirkjunar við Þjórsárvirkjanirnar tvær var með þeim hætti að eftir gerð Búrfellvirkjunar 1, var á níunda áratug síðustu aldar ráðist í það verkefni að breyta umhverfi virkjunarinnar, með það að markmiði að mögulegt yrði að byggja Búrfell 2. Var staðið þannig að verki að lífríki Þjórsár skaðaðist verulega, aðallega vegna gríðarlegs magns af jarðvegi sem rutt var út í ána. Farvegur Þjórsár var látinn taka við óþekktu magni jarðefna og flytja til sjávar. Á leið sinni niður farveginn lagðist efnið yfir hrigningasvæði í stórum stíl. Í mörg ár á eftir mátti sjá afleiðingar þessa verknaðar. Veiðifélag Þjórsár kom því til leiðar að Landsvirkjun byggði upp fiskstofna árinnar enda skaðinn verulegur sem fyrirtækið hafði valdið. Varð að samkomulagi að Landsvirkjun myndi rækta ána upp með seiðasleppingum og gerð fiskstiga við fossinn Búða, í þeim tilgangi að stækka búsvæði í stað þeirra sem eyðilögðust af völdum Landsvirkjunar. Fiskstiginn var tekinn í notkun árið 1991 og seiðum var sleppt í ána til ársins 2005. Frá árinu 2010 hefur Veiðifélag Þjórsár vakið athygli nefndarsviða Alþingis, Fiskistofu, Orkustofnunar og sveitarstjórna á vanköntum á hugmyndum Landsvirkjunar varðandi Hvammsvirkjun í Þjórsá. Erlendir sérfræðingar í líffræði og fiskifræðingar vara við hugmyndum Landsvirkjunar og telja mýmörg dæmi til um mannvirki af þeirri tegund sem Landsvirkjun telur vera verkfræðilega snilld. Þau mannvirki eiga það flest sameiginlegt að hafa brugðist væntingum að mestu leiti, sérstaklega varðandi seiðaveitingar. Veiðifélag Þjórsár telur skorta verulega á að unnið hafi verið að undirbúningi Hvammsvirkjunar á fullnægjandi hátt. Verði af framkvæmdum eins og hönnunargögn dagsins í dag gera ráð fyrir eru líkur á að lífríki Þjórsár skaðist verulega. Það er merkilegt að sjá starfsmenn Landsvirkjunar ætla að breyta sögunni með þeim hætti að senda frá sér greinar eins og þá sem birt var á Vísi.is 6.júní sl. Landsvirkjun virðist vera heimilt að sólunda fjármunum til að kaupa sér þær niðurstöður sem hentar hverju sinni. Hafa útsendarar Landsvirkjunar verið látnir ganga á milli sveitarfélaga, með alla vasa fulla af fé almennings, í þeim tilgangi að tryggja að réttur íbúa sveitarfélaga til að hafa áhrif á gang mála í sinni heimabyggð sé fótum troðin. Fyrir liggur beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Í næstu viku mun sveitarstjórnafólk í Rangárþingi ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepp ætla að gefa út framkvæmdaleyfi til handa Landsvirkjun að ráðast gegn lífríki Þjórsár í þessum sveitarfélögum. Sú afgreiðsla mun gleðja þann hluta kappsfullra starfsmanna Landsvirkjunar sem unnið hafa þessu máli brautargengi, enda ekki öðru vanir en fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Margt hefur verið sagt og skrifað um vænt neikvæð áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá á fiskstofna árinnar. Er það af gefnu tilefni. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðfélagi Þjórsár Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Dýr Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.is Í grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif. Í Þjórsá eru tvær virkjanir, Búrfell 1 og Búrfell 2, báðar langt ofan við fiskgenga hluta árinnar. Sultartangavirkjun er enn innar í landinu og er hún knúin áfram af Þjórsá og Tungnaá. Aðrar virkjanir eru ekki í Þjórsá. Framganga Landsvirkjunar við Þjórsárvirkjanirnar tvær var með þeim hætti að eftir gerð Búrfellvirkjunar 1, var á níunda áratug síðustu aldar ráðist í það verkefni að breyta umhverfi virkjunarinnar, með það að markmiði að mögulegt yrði að byggja Búrfell 2. Var staðið þannig að verki að lífríki Þjórsár skaðaðist verulega, aðallega vegna gríðarlegs magns af jarðvegi sem rutt var út í ána. Farvegur Þjórsár var látinn taka við óþekktu magni jarðefna og flytja til sjávar. Á leið sinni niður farveginn lagðist efnið yfir hrigningasvæði í stórum stíl. Í mörg ár á eftir mátti sjá afleiðingar þessa verknaðar. Veiðifélag Þjórsár kom því til leiðar að Landsvirkjun byggði upp fiskstofna árinnar enda skaðinn verulegur sem fyrirtækið hafði valdið. Varð að samkomulagi að Landsvirkjun myndi rækta ána upp með seiðasleppingum og gerð fiskstiga við fossinn Búða, í þeim tilgangi að stækka búsvæði í stað þeirra sem eyðilögðust af völdum Landsvirkjunar. Fiskstiginn var tekinn í notkun árið 1991 og seiðum var sleppt í ána til ársins 2005. Frá árinu 2010 hefur Veiðifélag Þjórsár vakið athygli nefndarsviða Alþingis, Fiskistofu, Orkustofnunar og sveitarstjórna á vanköntum á hugmyndum Landsvirkjunar varðandi Hvammsvirkjun í Þjórsá. Erlendir sérfræðingar í líffræði og fiskifræðingar vara við hugmyndum Landsvirkjunar og telja mýmörg dæmi til um mannvirki af þeirri tegund sem Landsvirkjun telur vera verkfræðilega snilld. Þau mannvirki eiga það flest sameiginlegt að hafa brugðist væntingum að mestu leiti, sérstaklega varðandi seiðaveitingar. Veiðifélag Þjórsár telur skorta verulega á að unnið hafi verið að undirbúningi Hvammsvirkjunar á fullnægjandi hátt. Verði af framkvæmdum eins og hönnunargögn dagsins í dag gera ráð fyrir eru líkur á að lífríki Þjórsár skaðist verulega. Það er merkilegt að sjá starfsmenn Landsvirkjunar ætla að breyta sögunni með þeim hætti að senda frá sér greinar eins og þá sem birt var á Vísi.is 6.júní sl. Landsvirkjun virðist vera heimilt að sólunda fjármunum til að kaupa sér þær niðurstöður sem hentar hverju sinni. Hafa útsendarar Landsvirkjunar verið látnir ganga á milli sveitarfélaga, með alla vasa fulla af fé almennings, í þeim tilgangi að tryggja að réttur íbúa sveitarfélaga til að hafa áhrif á gang mála í sinni heimabyggð sé fótum troðin. Fyrir liggur beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Í næstu viku mun sveitarstjórnafólk í Rangárþingi ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepp ætla að gefa út framkvæmdaleyfi til handa Landsvirkjun að ráðast gegn lífríki Þjórsár í þessum sveitarfélögum. Sú afgreiðsla mun gleðja þann hluta kappsfullra starfsmanna Landsvirkjunar sem unnið hafa þessu máli brautargengi, enda ekki öðru vanir en fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Margt hefur verið sagt og skrifað um vænt neikvæð áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá á fiskstofna árinnar. Er það af gefnu tilefni. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðfélagi Þjórsár
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar