Í landi tækifæranna Inga Sæland skrifar 9. júní 2023 09:30 Aldrei hef ég upplifað eins mikið vonleysi og sorg í samfélaginu okkar og aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að ráðherraherinn sem á að vera brjóstvörn allra landsmanna, skuli einungis vera skjöldur og hlíf fyrir þá sem allt eiga. Fyrir þá sem þurfa ekki á hjálp þeirra að halda enda standa það vel fjárhagslega að þau taka varla eftir því að okurvextir og óðaverðbólga æði hér um samfélagið sem eldur um akur. Nei, þessi ríkisstjórn hefur stungið fingrunum í eyrun og kosið að túlka neyðarópin frá þeim sem eru að bugast sem gleðióp þeirra sem hafa það að meðaltali alveg rosalega gott. Hver þekkir ekki möntruna um að hér drjúpi smjör af hverju strái af því að OECD segir það. Já, að meðaltali hafa Íslendingar það algjörlega frábært, þar sem kaupmáttur hefur aldrei verið meiri og laun aldrei hærri? Ráðamenn keppast hver í kapp við annan við að reyna að telja fátæku fólki trú um að víst hafi þau það verulega gott. Þetta er jú land tækifæranna. Þvílík hræsni. Ég kvíði því að skoða pósthólfið mitt hvern einasta dag þar sem tugir bréfa bíða mín frá fátæku fólki í neyð. Póstur eins og: Nú er 1. júní og ég á bara 2.000 kr. til að lifa af út mánuðinn og ég er einungis búinn að greiða húsaleiguna mína. Eða: Ég get ekki meir, ég er bugaður maður. Eða: Ég á ekki fyrir mat handa börnunum mínum. Ef það væri ekki fyrir hjálparstofnanir og ölmusu sem ég þigg annars staðar frá þá myndum við svelta hér heilu hungri í „landi tækifæranna.“ Ráðamenn sitja í fílabeinsturni sínum og strá af og til örlítilli mylsnu af allsnægtaborði sínu yfir hópinn sem drukknandi hrópar á hjálp. En það bólar ekki á raunverulegum aðgerðum til að vinna gegn verðbólgunni í baráttunni gegn örbirgð, í baráttunni gegn vaxandi fátækt. Á síðastliðnum sex árum hefur fátækt íslenskra barna vaxið úr 9,1% í 13,1%. Hvorki meira né minna en á síðastliðnum sex árum í landi tækifæranna hefur fátækt íslenskra barna vaxið um 44%. Hver hefði trúað því? Flokkur fólksins hefur lagt fram tugir þingsályktana og frumvarpa sem hefðu ekki aðeins útrýmt sárri fátækt heldur komið í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir í samfélaginu í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Sem dæmi má nefna afnám verðtrygingar, leigubremsu/leiguþak, húsnæðisliðinn úr vísitölu, hækkun á lágmarksframfærslu í 400 þús. kr. skatta og skerðingalaust. Öllum okkar málum sturtað í ruslið af ríkisstjórninni. Skilaboð stjórnvalda eru skýr, við ætlum að skila auðu og erum farin í sumarfrí. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aldrei hef ég upplifað eins mikið vonleysi og sorg í samfélaginu okkar og aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að ráðherraherinn sem á að vera brjóstvörn allra landsmanna, skuli einungis vera skjöldur og hlíf fyrir þá sem allt eiga. Fyrir þá sem þurfa ekki á hjálp þeirra að halda enda standa það vel fjárhagslega að þau taka varla eftir því að okurvextir og óðaverðbólga æði hér um samfélagið sem eldur um akur. Nei, þessi ríkisstjórn hefur stungið fingrunum í eyrun og kosið að túlka neyðarópin frá þeim sem eru að bugast sem gleðióp þeirra sem hafa það að meðaltali alveg rosalega gott. Hver þekkir ekki möntruna um að hér drjúpi smjör af hverju strái af því að OECD segir það. Já, að meðaltali hafa Íslendingar það algjörlega frábært, þar sem kaupmáttur hefur aldrei verið meiri og laun aldrei hærri? Ráðamenn keppast hver í kapp við annan við að reyna að telja fátæku fólki trú um að víst hafi þau það verulega gott. Þetta er jú land tækifæranna. Þvílík hræsni. Ég kvíði því að skoða pósthólfið mitt hvern einasta dag þar sem tugir bréfa bíða mín frá fátæku fólki í neyð. Póstur eins og: Nú er 1. júní og ég á bara 2.000 kr. til að lifa af út mánuðinn og ég er einungis búinn að greiða húsaleiguna mína. Eða: Ég get ekki meir, ég er bugaður maður. Eða: Ég á ekki fyrir mat handa börnunum mínum. Ef það væri ekki fyrir hjálparstofnanir og ölmusu sem ég þigg annars staðar frá þá myndum við svelta hér heilu hungri í „landi tækifæranna.“ Ráðamenn sitja í fílabeinsturni sínum og strá af og til örlítilli mylsnu af allsnægtaborði sínu yfir hópinn sem drukknandi hrópar á hjálp. En það bólar ekki á raunverulegum aðgerðum til að vinna gegn verðbólgunni í baráttunni gegn örbirgð, í baráttunni gegn vaxandi fátækt. Á síðastliðnum sex árum hefur fátækt íslenskra barna vaxið úr 9,1% í 13,1%. Hvorki meira né minna en á síðastliðnum sex árum í landi tækifæranna hefur fátækt íslenskra barna vaxið um 44%. Hver hefði trúað því? Flokkur fólksins hefur lagt fram tugir þingsályktana og frumvarpa sem hefðu ekki aðeins útrýmt sárri fátækt heldur komið í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir í samfélaginu í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Sem dæmi má nefna afnám verðtrygingar, leigubremsu/leiguþak, húsnæðisliðinn úr vísitölu, hækkun á lágmarksframfærslu í 400 þús. kr. skatta og skerðingalaust. Öllum okkar málum sturtað í ruslið af ríkisstjórninni. Skilaboð stjórnvalda eru skýr, við ætlum að skila auðu og erum farin í sumarfrí. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun