Samtalið umdeilda hafi verið milli embætta Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 14:59 Aðalsteinn og Ásgeir áttu ekki í persónulegum samskiptum, að sögn þess síðarnefnda. Vísir/Arnar/Vilhelm Seðlabankastjóri segist ekki hafa greint frá því sem fór tveggja manna á milli, þegar hann upplýsti um samskipti sín við Ríkissáttasemjara í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að um samskipti embættanna tveggja hafi verið að ræða en ekki tveggja manna tal. „Ég fjallaði í viðtalinu almennt um samskipti þessara tveggja embætta, Seðlabankans og ríkissáttasemjara, en ekki í tveggja manna tal eins og haldið hefur verið fram,“ er haft eftir Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra á mbl.is. Í viðtali í Morgunblaðinu í gærmorgun greindi Ásgeir frá því að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Ábyrgð vinnumarkaðarins í efnahagsástandinu var meðal umræðuefna í viðtalinu. Ásgeir segir að hann hefði vonað að verkalýðshreyfingin „myndi átta sig á því að það að elta verðbólguna í launahækkunum myndi leiða til vaxtahækkana.“ Ásgeir hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín og sagður hafa brotið trúnað við Aðalstein. Aðalsteinn sjálfur hefur vísað orðum Ásgeirs til föðurhúsanna. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ sagði Aðalsteinn í gær. Upplýsingagjöf í óþökk Seðlabankastjóra Í samtali við Morgunblaðið segir Ásgeir að Aðalsteinn hafi sjálfur greint frá því að embætti þeirra tveggja hafi átt í samskiptum þegar kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins stóð sem hæst. Það hafi verið í óþökk Ásgeirs. „Það hefur áður komið fram í fjölmiðlum, og fyrrverandi ríkissáttasemjari hefur upplýst um það sjálfur opinberlega, að samskipti hafi átt sér stað á milli þessara tveggja embætta. Sú upplýsingagjöf var algerlega í óþökk minni enda var Seðlabankinn gerður að blóraböggli fyrir því að slitnað hefði upp úr viðræðum á þessum tíma,“ er haft eftir honum. Seðlabankinn Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
„Ég fjallaði í viðtalinu almennt um samskipti þessara tveggja embætta, Seðlabankans og ríkissáttasemjara, en ekki í tveggja manna tal eins og haldið hefur verið fram,“ er haft eftir Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra á mbl.is. Í viðtali í Morgunblaðinu í gærmorgun greindi Ásgeir frá því að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Ábyrgð vinnumarkaðarins í efnahagsástandinu var meðal umræðuefna í viðtalinu. Ásgeir segir að hann hefði vonað að verkalýðshreyfingin „myndi átta sig á því að það að elta verðbólguna í launahækkunum myndi leiða til vaxtahækkana.“ Ásgeir hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín og sagður hafa brotið trúnað við Aðalstein. Aðalsteinn sjálfur hefur vísað orðum Ásgeirs til föðurhúsanna. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ sagði Aðalsteinn í gær. Upplýsingagjöf í óþökk Seðlabankastjóra Í samtali við Morgunblaðið segir Ásgeir að Aðalsteinn hafi sjálfur greint frá því að embætti þeirra tveggja hafi átt í samskiptum þegar kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins stóð sem hæst. Það hafi verið í óþökk Ásgeirs. „Það hefur áður komið fram í fjölmiðlum, og fyrrverandi ríkissáttasemjari hefur upplýst um það sjálfur opinberlega, að samskipti hafi átt sér stað á milli þessara tveggja embætta. Sú upplýsingagjöf var algerlega í óþökk minni enda var Seðlabankinn gerður að blóraböggli fyrir því að slitnað hefði upp úr viðræðum á þessum tíma,“ er haft eftir honum.
Seðlabankinn Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira