Pæling um lokaeinkunnir Ragnar Þór Pétursson skrifar 9. júní 2023 16:00 Í skólum á að ástunda fjölbreytt námsmat. Það á að meta framfarir nemenda, gæði kennslu og ótal margt annað. Við lok grunnskóla þarf að auki að gefa einn bókstaf - til að tákna stöðu nemandans á tilteknu sviði (t.d. stærðfræði eða dönsku). Þessi bókstafur hefur fjölmargar merkingar. Samkvæmt námskrá (sem á að ráða) á hann að tákna tiltekna lýsingu á námsmanni - og munurinn á B nemanda og C nemanda er afskaplega óljós (yfirleitt bara eitt atviks- eða lýsingarorð). Hugsunin var líka sú að bókstafurinn raðaði nemendum í tilgreindan fjölda flokka, jafn marga og nemendum er raðað í á Pisa-prófunum og á samræmdu prófunum (RIP). Loks á bókstafurinn að tákna mat á því hvort nemandi skuli fara í viðkomandi fag á fyrsta eða öðru hæfniþrepi í framhaldsskóla. Fari hann á fyrsta þrep er hann eins og við flest, sem fórum í fjögurra ára framhaldsskóla, en fari hann á annað hæfniþrep hoppar hann yfir fyrsta áfanga viðkomandi fags. Til að tákna að nemandinn ráði við það á að gefa honum B. B+ og A er svo einungis hægt að skilja á annan af tveimur háttum. Með því að sauma fleiri atviks- og lýsingarorðum í lýsinguna á nemandanum (Hann les rosa, svaka, ofsalega lipurt) eða með því að segja að hann sé svo miklu betri en allir aðrir nemendur að rétt sé að sérmerkja hann. En það breytir samt engu um það að hann fer að fást við sömu áfanga og sá sem fær B. Síðast – og allra síst – nota nokkrir framhaldsskólar bókstafina til að fleyta rjómann af nemendahópnum til þess að tryggja að nemendahópurinn þeirra sé örugglega nógu stórkostlegur. Er þá yfirleitt ekki litið við C nemendum nema í algjörum undantekningatilfellum og A er það sem öllu skiptir. Allan tíunda bekk er síðan nánast allur bráðgeri hluti árgangsins í okkar landshluta meira og minna sturlaður af áhyggjum yfir því hvort hann komist í hóp útvalinna – hvort ekki sé öruggt að nógu margir verði lélegri en þeir til þess að þeir hljóti náð fyrir vali vinsælustu framhaldsskólanna. Þannig verður einn skitinn bókstafur að verðmætri vöru. Tíu ára nám er niðursoðið í eina tilviljanakennda lýsingu og tilgangur náms horast niður í ómerkilegasta hismi.Þessu þarf að hætta. Þessir örfáu skólar sem treysta sér helst ekki til að kenna venjulegu fólki þurfa að átta sig á því að þeir eru að skaða samfélag sitt - og fletja úr nám í landinu. Þannig hamla þeir þroskamöguleikum nemenda sinna og vinna gegn frumskyldu skóla. Réttast væri að leggja niður B+ og A. Láta nægja að sýna hvort nemandi uppfylli inntökuskilyrði framhaldsskólans. Ef það er ekki nóg fyrir einhverja skóla og þeir vilja ólmir fleyta einhvern rjóma ofan af ættu þeir að sjá um það sjálfir, halda inntökupróf eða nota inntökuferli þar sem þeir nemendur sem vilja geta sýnt sín spil. Það ferli ætti að vera gegnsætt og sanngjarnt og ólíkt núverandi kerfi ættu drengir ekki að fá þar afslátt út á kynferði sitt. Það ætti samt að athuga í slíku ferli hvað er á bak við bókstafinn. Reyna að kynnast gítarsnillingnum sem situr heima og plokkar upp Pink Floyd af hljómplötum, unga eldhuganum sem í uppreisn neitar að skrifa ufsilon - og er frumlegri hugsuður en við öll, lesblinda dugnaðarforrkinum sem bítur í skjaldarrendur og ræðst stöðugt á fjallið og er svo listrænn að það mætti halda að það rynni olíumálning í æðum hans, unga fiðlusnillingnum sem í laumi leggur Bach á hilluna og spilar þungarokk. Það þarf ekki alltaf að reyna að troða úlfaldanum gegnum nálaraugu. Þá á enginn sérstakt erindi gegnum slík augu og það er engin sérstök dyggð að passa þar í gegn. Við eigum að hætta þessu rugli - og leyfa börnum að útskrifast úr grunnskóla án þess að tilvist þeirra sé smættuð niður í yfirborðskennda stafrófsröð – sem segir sáralítið um það hvað þau geta eða munu gera í framtíðinni. Höfundur er kennari. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í skólum á að ástunda fjölbreytt námsmat. Það á að meta framfarir nemenda, gæði kennslu og ótal margt annað. Við lok grunnskóla þarf að auki að gefa einn bókstaf - til að tákna stöðu nemandans á tilteknu sviði (t.d. stærðfræði eða dönsku). Þessi bókstafur hefur fjölmargar merkingar. Samkvæmt námskrá (sem á að ráða) á hann að tákna tiltekna lýsingu á námsmanni - og munurinn á B nemanda og C nemanda er afskaplega óljós (yfirleitt bara eitt atviks- eða lýsingarorð). Hugsunin var líka sú að bókstafurinn raðaði nemendum í tilgreindan fjölda flokka, jafn marga og nemendum er raðað í á Pisa-prófunum og á samræmdu prófunum (RIP). Loks á bókstafurinn að tákna mat á því hvort nemandi skuli fara í viðkomandi fag á fyrsta eða öðru hæfniþrepi í framhaldsskóla. Fari hann á fyrsta þrep er hann eins og við flest, sem fórum í fjögurra ára framhaldsskóla, en fari hann á annað hæfniþrep hoppar hann yfir fyrsta áfanga viðkomandi fags. Til að tákna að nemandinn ráði við það á að gefa honum B. B+ og A er svo einungis hægt að skilja á annan af tveimur háttum. Með því að sauma fleiri atviks- og lýsingarorðum í lýsinguna á nemandanum (Hann les rosa, svaka, ofsalega lipurt) eða með því að segja að hann sé svo miklu betri en allir aðrir nemendur að rétt sé að sérmerkja hann. En það breytir samt engu um það að hann fer að fást við sömu áfanga og sá sem fær B. Síðast – og allra síst – nota nokkrir framhaldsskólar bókstafina til að fleyta rjómann af nemendahópnum til þess að tryggja að nemendahópurinn þeirra sé örugglega nógu stórkostlegur. Er þá yfirleitt ekki litið við C nemendum nema í algjörum undantekningatilfellum og A er það sem öllu skiptir. Allan tíunda bekk er síðan nánast allur bráðgeri hluti árgangsins í okkar landshluta meira og minna sturlaður af áhyggjum yfir því hvort hann komist í hóp útvalinna – hvort ekki sé öruggt að nógu margir verði lélegri en þeir til þess að þeir hljóti náð fyrir vali vinsælustu framhaldsskólanna. Þannig verður einn skitinn bókstafur að verðmætri vöru. Tíu ára nám er niðursoðið í eina tilviljanakennda lýsingu og tilgangur náms horast niður í ómerkilegasta hismi.Þessu þarf að hætta. Þessir örfáu skólar sem treysta sér helst ekki til að kenna venjulegu fólki þurfa að átta sig á því að þeir eru að skaða samfélag sitt - og fletja úr nám í landinu. Þannig hamla þeir þroskamöguleikum nemenda sinna og vinna gegn frumskyldu skóla. Réttast væri að leggja niður B+ og A. Láta nægja að sýna hvort nemandi uppfylli inntökuskilyrði framhaldsskólans. Ef það er ekki nóg fyrir einhverja skóla og þeir vilja ólmir fleyta einhvern rjóma ofan af ættu þeir að sjá um það sjálfir, halda inntökupróf eða nota inntökuferli þar sem þeir nemendur sem vilja geta sýnt sín spil. Það ferli ætti að vera gegnsætt og sanngjarnt og ólíkt núverandi kerfi ættu drengir ekki að fá þar afslátt út á kynferði sitt. Það ætti samt að athuga í slíku ferli hvað er á bak við bókstafinn. Reyna að kynnast gítarsnillingnum sem situr heima og plokkar upp Pink Floyd af hljómplötum, unga eldhuganum sem í uppreisn neitar að skrifa ufsilon - og er frumlegri hugsuður en við öll, lesblinda dugnaðarforrkinum sem bítur í skjaldarrendur og ræðst stöðugt á fjallið og er svo listrænn að það mætti halda að það rynni olíumálning í æðum hans, unga fiðlusnillingnum sem í laumi leggur Bach á hilluna og spilar þungarokk. Það þarf ekki alltaf að reyna að troða úlfaldanum gegnum nálaraugu. Þá á enginn sérstakt erindi gegnum slík augu og það er engin sérstök dyggð að passa þar í gegn. Við eigum að hætta þessu rugli - og leyfa börnum að útskrifast úr grunnskóla án þess að tilvist þeirra sé smættuð niður í yfirborðskennda stafrófsröð – sem segir sáralítið um það hvað þau geta eða munu gera í framtíðinni. Höfundur er kennari. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun