Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. júní 2023 07:54 Samninganefndin við undirritun samningsins í morgun. Ríkissáttasemjari Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. Samningurinn var undirritaður klukkan 7.15 í morgun eftir fjórtán klukkustunda formlega samningalotu. Í fréttatilkynningu BSRB um fundinn segir að mánaðarlaun hækki að lágmarki um 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verði 131.000 krónur. Samkomulag hafi náðs um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. eftir að aðstoðarsáttarsemjarar lögðu fram innanhústillögu á fjórða tímanum í nótt. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 og nær til um 7000 félagsmanna BSRB. Formlegur samningafundur samninganefnda hófst klukkan sex í gærkvöldi. Fyrir það höfðu óformlegir fundir sáttasemjara, Aldísar G. Sigurðardóttur og Elísabetar S. Ólafsdóttur, með samningsaðilum farið fram frá því í gærmorgun og náði samningalotan því alls 21 klukkustund. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, undirritar samninginn í morgunsárið meðan aðrir samningaaðilar fylgjast með.BSRB Hóflega sátt með samninginn „Það hefur verið magnað að upplifa kraftinn, samstöðuna og baráttuþrekið meðal félagsfólks okkar síðustu vikur sem og stuðning samfélagsins,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í tilefni undirritunar og sagði hún að margt jákvætt mætti finna í samningnum. „Við getum verið hóflega sátt við þessa niðurstöðu. Lægstu laun hækka verulega auk þess sem við fengum sáttagreiðslu samþykkta og hækkun á tiltekin starfsheiti,“ sagði hún einnig. Félögin sem gera kjarasamninginn eru: Félag opinbera starfsmanna á Austurlandi FOSS - stéttarfélag í almannaþjónustu Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Garðabæjar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Kópavogs Starfsmannafélag Suðurnesja Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar Á næstu dögum munu aðildarfélög BSRB kynna samningana fyrir sínu félagsfólki. Eftir það verða samningarnir bornir undir atkvæði félagsmanna þann 19. júní. Ekki hefur náðst í Elísabetu Ólafsdóttur, aðstoðarríkissáttasemjara, eða Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB. Stéttarfélög Sveitarstjórnarmál Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. 9. júní 2023 11:43 Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum. 8. júní 2023 17:48 Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. 8. júní 2023 13:40 „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6. júní 2023 10:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Samningurinn var undirritaður klukkan 7.15 í morgun eftir fjórtán klukkustunda formlega samningalotu. Í fréttatilkynningu BSRB um fundinn segir að mánaðarlaun hækki að lágmarki um 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verði 131.000 krónur. Samkomulag hafi náðs um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. eftir að aðstoðarsáttarsemjarar lögðu fram innanhústillögu á fjórða tímanum í nótt. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 og nær til um 7000 félagsmanna BSRB. Formlegur samningafundur samninganefnda hófst klukkan sex í gærkvöldi. Fyrir það höfðu óformlegir fundir sáttasemjara, Aldísar G. Sigurðardóttur og Elísabetar S. Ólafsdóttur, með samningsaðilum farið fram frá því í gærmorgun og náði samningalotan því alls 21 klukkustund. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, undirritar samninginn í morgunsárið meðan aðrir samningaaðilar fylgjast með.BSRB Hóflega sátt með samninginn „Það hefur verið magnað að upplifa kraftinn, samstöðuna og baráttuþrekið meðal félagsfólks okkar síðustu vikur sem og stuðning samfélagsins,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í tilefni undirritunar og sagði hún að margt jákvætt mætti finna í samningnum. „Við getum verið hóflega sátt við þessa niðurstöðu. Lægstu laun hækka verulega auk þess sem við fengum sáttagreiðslu samþykkta og hækkun á tiltekin starfsheiti,“ sagði hún einnig. Félögin sem gera kjarasamninginn eru: Félag opinbera starfsmanna á Austurlandi FOSS - stéttarfélag í almannaþjónustu Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Garðabæjar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Kópavogs Starfsmannafélag Suðurnesja Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar Á næstu dögum munu aðildarfélög BSRB kynna samningana fyrir sínu félagsfólki. Eftir það verða samningarnir bornir undir atkvæði félagsmanna þann 19. júní. Ekki hefur náðst í Elísabetu Ólafsdóttur, aðstoðarríkissáttasemjara, eða Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB.
Stéttarfélög Sveitarstjórnarmál Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. 9. júní 2023 11:43 Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum. 8. júní 2023 17:48 Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. 8. júní 2023 13:40 „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6. júní 2023 10:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. 9. júní 2023 11:43
Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum. 8. júní 2023 17:48
Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. 8. júní 2023 13:40
„Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6. júní 2023 10:56