Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 10. júní 2023 11:31 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vera ánægð með að samningar hafi náðst og að náðst hafi að hækka lægstu laun. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. Fréttir bárust í morgun af undirritun nýs kjarasamnings milli ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum var aflýst í kjölfarið. Samningurinn fól í sér 35 þúsund króna lágmarkshækkun mánaðarlauna og desemberuppbót upp á 131 þúsund krónur fyrir árið 2023. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsundum og var einnig samið um hækkun á lægstu launum. Hækkun lægstu laun Vísir náði tali af Heiðu Björgu í kjölfar fréttanna sem kveðst ánægð með niðurstöðuna. Samningurinn fælist helst í hækkun á lægstu launum og að sáttagreiðsla hefði reddað málunum. Eruð þið ánægð með niðurstöðuna? „Við erum auðvitað mjög ánægð með að við höfum náð sátt við BSRB um að þessi verkföll taki enda því það er auðvitað gríðarlega erfitt þegar verkföll eru og deila er í svona miklum hnút.“ „Við erum líka mjög ánægð með að áhersla okkar á að lægstu launin hækki verulega hafi náðst í gegn og við erum sannarlega að sameinast um það að við viljum borga sömu laun fyrir sömu vinnu,“ segir Heiða um hækkun lægstu launa. Hvað felst í þessum samningum? „Ég myndi segja fyrst og fremst það að lægstu launin eru að hækka. Það er þarna gert ráð fyrir ákveðnum greiðslum sem hækki laun í ákveðnum stéttum til samræmis við það sem er að gerast í Reykjavík og það mun taka gildi í haust. Við munum þá skoða það í samhengi við aðra samninga með haustinu,“ segir Heiða. Sáttagreiðsla leysti hnútinn Sveitarfélögin gátu ekki gengist við kröfum um afturvirkni en aftur á móti náðist sátt um innanhússtillögu að sáttagreiðslu. „Það náðist sátt um það að leggja til hliðar þessa kröfu um afturvirkni þar sem okkur fannst hún erfið,“ segir Heiða um kröfur um afturvirkni launa. „Hins vegar náðist sátt um það að allir myndu taka undir innanhússtillögur ríkissáttasemjara sem hljóðaði upp á það að við myndum greiða eitthvað sem kallast sáttagreiðslu til að ljúka þessu verkfalli og reyna að komast öll út úr þessari deilu. Hún er búin að reynast okkar starfsfólki og sveitarfélögum mjög erfið en ekki síst okkar fólki og íbúum sem hafa þurft að búa við skerta þjónustu jafnvel vikum saman, sem er auðvitað óásættanlegt,“ bætir hún við. „Þannig að við ákváðum að fallast á þessa sáttagreiðslu og vonum að þetta verði bara til þess að sú deila sé á bak við okkur, við getum horft fram á veginn og byggt upp góða og öfluga þjónustu með okkar góða starfsfólki,“ segir Heiða jafnframt. Félagsfólk fái ekki greiðslur umfram aðra Heiða segir félagsmenn BSRB ekki fá neinar greiðslur umfram félagsmenn annarra stéttarfélaga. Félagsfólk BSRB fái sáttagreiðsluna greidda næstu mánaðamót. Eru þau að fá eitthvað umfram aðra? „Nei, þau eru í rauninni ekki að gera það. Það eru þessar greiðslur, aukagreiðslur á tvö starfsheiti eða einhver starfsheiti í tveimur störfum, sem við munum skoða í samhengi við aðra samninga,“ segir Heiða. „Við munum semja við Starfsgreinasambandið í haust og höfum samið við Eflingu,“ segir hún og bætir við að þó verið sé að semja núna hafi þau enn góðan tíma til að semja við aðra aðila á markaði. „Við lögðum mikla áherslu á að hækka lægstu launin og það skipti okkur miklu máli. Við vitum að sveitarfélögin borga ekki hæstu launin en við viljum ekki heldur borga mjög lág laun. Við viljum reyna gera eins vel og við getum í því umhverfi sem við erum í.“ Fólk geti gengið sátt aftur til starfa Það hafi mikla þýðingu að hafa náð sátt, að sögn Heiðu. Nú geti fólk gengið aftur til starfa í sátt og samlyndi. Hvaða þýðingu hefur samningurinn? „Það hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir okkur að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. Það er mjög alvarlegt fyrir samfélagið þegar sveitarfélögin virka ekki eins og þau eiga að gera. Það eru ekki bara leikskólar heldur ýmis önnur störf sem þetta mikilvæga starfsfólk BSRB vinnur og okkur finnst auðvitað erfitt að vera í deilum við starfsfólkið okkar,“ segir Heiða. Stærsta og besta þýðingin sé að hafa náð sátt og að nú verði hægt að ganga aftur til starfa í sátt og samlyndi. „Það sem sveitarfélögin leggja upp með er að við viljum núna taka vel á móti fólkinu okkar þegar það kemur til starfa. Mesta virðið í því er að við getum haldið áfram og hækkað þarna lægstu launin sem okkur þótti mjög mikilvægt. Við verðum bara að vera bjartsýn þó að við hefðum viljað ljúka þessu fyrr og mögulega aðeins öðruvísi,“ segir Heiða að lokum. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Fréttir bárust í morgun af undirritun nýs kjarasamnings milli ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum var aflýst í kjölfarið. Samningurinn fól í sér 35 þúsund króna lágmarkshækkun mánaðarlauna og desemberuppbót upp á 131 þúsund krónur fyrir árið 2023. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsundum og var einnig samið um hækkun á lægstu launum. Hækkun lægstu laun Vísir náði tali af Heiðu Björgu í kjölfar fréttanna sem kveðst ánægð með niðurstöðuna. Samningurinn fælist helst í hækkun á lægstu launum og að sáttagreiðsla hefði reddað málunum. Eruð þið ánægð með niðurstöðuna? „Við erum auðvitað mjög ánægð með að við höfum náð sátt við BSRB um að þessi verkföll taki enda því það er auðvitað gríðarlega erfitt þegar verkföll eru og deila er í svona miklum hnút.“ „Við erum líka mjög ánægð með að áhersla okkar á að lægstu launin hækki verulega hafi náðst í gegn og við erum sannarlega að sameinast um það að við viljum borga sömu laun fyrir sömu vinnu,“ segir Heiða um hækkun lægstu launa. Hvað felst í þessum samningum? „Ég myndi segja fyrst og fremst það að lægstu launin eru að hækka. Það er þarna gert ráð fyrir ákveðnum greiðslum sem hækki laun í ákveðnum stéttum til samræmis við það sem er að gerast í Reykjavík og það mun taka gildi í haust. Við munum þá skoða það í samhengi við aðra samninga með haustinu,“ segir Heiða. Sáttagreiðsla leysti hnútinn Sveitarfélögin gátu ekki gengist við kröfum um afturvirkni en aftur á móti náðist sátt um innanhússtillögu að sáttagreiðslu. „Það náðist sátt um það að leggja til hliðar þessa kröfu um afturvirkni þar sem okkur fannst hún erfið,“ segir Heiða um kröfur um afturvirkni launa. „Hins vegar náðist sátt um það að allir myndu taka undir innanhússtillögur ríkissáttasemjara sem hljóðaði upp á það að við myndum greiða eitthvað sem kallast sáttagreiðslu til að ljúka þessu verkfalli og reyna að komast öll út úr þessari deilu. Hún er búin að reynast okkar starfsfólki og sveitarfélögum mjög erfið en ekki síst okkar fólki og íbúum sem hafa þurft að búa við skerta þjónustu jafnvel vikum saman, sem er auðvitað óásættanlegt,“ bætir hún við. „Þannig að við ákváðum að fallast á þessa sáttagreiðslu og vonum að þetta verði bara til þess að sú deila sé á bak við okkur, við getum horft fram á veginn og byggt upp góða og öfluga þjónustu með okkar góða starfsfólki,“ segir Heiða jafnframt. Félagsfólk fái ekki greiðslur umfram aðra Heiða segir félagsmenn BSRB ekki fá neinar greiðslur umfram félagsmenn annarra stéttarfélaga. Félagsfólk BSRB fái sáttagreiðsluna greidda næstu mánaðamót. Eru þau að fá eitthvað umfram aðra? „Nei, þau eru í rauninni ekki að gera það. Það eru þessar greiðslur, aukagreiðslur á tvö starfsheiti eða einhver starfsheiti í tveimur störfum, sem við munum skoða í samhengi við aðra samninga,“ segir Heiða. „Við munum semja við Starfsgreinasambandið í haust og höfum samið við Eflingu,“ segir hún og bætir við að þó verið sé að semja núna hafi þau enn góðan tíma til að semja við aðra aðila á markaði. „Við lögðum mikla áherslu á að hækka lægstu launin og það skipti okkur miklu máli. Við vitum að sveitarfélögin borga ekki hæstu launin en við viljum ekki heldur borga mjög lág laun. Við viljum reyna gera eins vel og við getum í því umhverfi sem við erum í.“ Fólk geti gengið sátt aftur til starfa Það hafi mikla þýðingu að hafa náð sátt, að sögn Heiðu. Nú geti fólk gengið aftur til starfa í sátt og samlyndi. Hvaða þýðingu hefur samningurinn? „Það hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir okkur að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. Það er mjög alvarlegt fyrir samfélagið þegar sveitarfélögin virka ekki eins og þau eiga að gera. Það eru ekki bara leikskólar heldur ýmis önnur störf sem þetta mikilvæga starfsfólk BSRB vinnur og okkur finnst auðvitað erfitt að vera í deilum við starfsfólkið okkar,“ segir Heiða. Stærsta og besta þýðingin sé að hafa náð sátt og að nú verði hægt að ganga aftur til starfa í sátt og samlyndi. „Það sem sveitarfélögin leggja upp með er að við viljum núna taka vel á móti fólkinu okkar þegar það kemur til starfa. Mesta virðið í því er að við getum haldið áfram og hækkað þarna lægstu launin sem okkur þótti mjög mikilvægt. Við verðum bara að vera bjartsýn þó að við hefðum viljað ljúka þessu fyrr og mögulega aðeins öðruvísi,“ segir Heiða að lokum.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54