Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Árni Sæberg skrifar 11. júní 2023 21:17 Úkraínskir hermenn koma fána sínum fyrir á húsi í Blagodatne, að eigin sögn. Skjáskot Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. Þorpin sem um ræðir eru annars vegar Blagodatne og Neskuchne, en úkraínskir hermenn birtu myndbönd af frelsun þeirra í morgun, og hins vegar Makarivka, sem aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu segir hafa verið frelsað. Hér að neðan má sjá myndskeið, sem sagt er sýna úkraínska hermenn í Neskuchne: 7th Battalion Arey of Ukrainian Volunteer Army (of 129th Territorial Defense Brigade) liberated Neskuchne settlement in #Donetsk Oblast on June 10, 2023.#UkraineRussiaWar pic.twitter.com/LeGlVfnFNK— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) June 11, 2023 Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því á blaðamannafundi í gær að boðuð gagnsókn Úkraínuhers væri hafin. „Við sjáum núna fyrstu jákvæðu niðurstöðurnar í gagnsókninni, árangur á afmörkuðum svæðum,“ sagði Valeryi Shershen, talsmaður herafla Úkraínumanna á Tavria-svæðinu í suðurhluta Úkraínu, í úkraínska ríkissjónvarpinu í kvöld. Reuters greinir frá þessu. Hanna Maliar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, segir í yfirlýsingu að úkraínuher hafi náð að færa sig fram um 300 til 1.500 metra í tvær áttir á suður-víglínunni í Dónetsk. Þá hafi Rússar ekki náð neinum svæðum þar sem Úkraínumenn vörðust. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, birti kort sem sýnir víglínuna á Twitter í dag. Á myndinni eru Blagodatne og Neskuchne skyggð og efri merkipinninn sýnir Makarivka. Sá neðri sýnir Urozhaine, þar sem bardagar eru sagðir háðir þessa stundina. For context, Blahodatne and Neskuchne, which Ukraine appears to have retaken, are shaded in black, and I left markers for Makarivka and Urozhaine, where fighting is reportedly taking place. Russia's main defensive line is 10km south of Urozhaine. @Nrg8000https://t.co/0YaHCqGmcy https://t.co/v5ZxwBFN31 pic.twitter.com/q71Hh5OwSa— Rob Lee (@RALee85) June 11, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Þorpin sem um ræðir eru annars vegar Blagodatne og Neskuchne, en úkraínskir hermenn birtu myndbönd af frelsun þeirra í morgun, og hins vegar Makarivka, sem aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu segir hafa verið frelsað. Hér að neðan má sjá myndskeið, sem sagt er sýna úkraínska hermenn í Neskuchne: 7th Battalion Arey of Ukrainian Volunteer Army (of 129th Territorial Defense Brigade) liberated Neskuchne settlement in #Donetsk Oblast on June 10, 2023.#UkraineRussiaWar pic.twitter.com/LeGlVfnFNK— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) June 11, 2023 Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því á blaðamannafundi í gær að boðuð gagnsókn Úkraínuhers væri hafin. „Við sjáum núna fyrstu jákvæðu niðurstöðurnar í gagnsókninni, árangur á afmörkuðum svæðum,“ sagði Valeryi Shershen, talsmaður herafla Úkraínumanna á Tavria-svæðinu í suðurhluta Úkraínu, í úkraínska ríkissjónvarpinu í kvöld. Reuters greinir frá þessu. Hanna Maliar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, segir í yfirlýsingu að úkraínuher hafi náð að færa sig fram um 300 til 1.500 metra í tvær áttir á suður-víglínunni í Dónetsk. Þá hafi Rússar ekki náð neinum svæðum þar sem Úkraínumenn vörðust. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, birti kort sem sýnir víglínuna á Twitter í dag. Á myndinni eru Blagodatne og Neskuchne skyggð og efri merkipinninn sýnir Makarivka. Sá neðri sýnir Urozhaine, þar sem bardagar eru sagðir háðir þessa stundina. For context, Blahodatne and Neskuchne, which Ukraine appears to have retaken, are shaded in black, and I left markers for Makarivka and Urozhaine, where fighting is reportedly taking place. Russia's main defensive line is 10km south of Urozhaine. @Nrg8000https://t.co/0YaHCqGmcy https://t.co/v5ZxwBFN31 pic.twitter.com/q71Hh5OwSa— Rob Lee (@RALee85) June 11, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43
Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54