Vara við hættulegri orðræðu stuðningsmanna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júní 2023 08:38 Kari Lake hafði beínlínis í hótunum við forseta og dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. epa/Etienne Laurent Sérfræðingar eru uggandi vegna orðræðu stuðningsmanna Trump í kjölfar þess að ákærur voru gefnar út á hendur honum í tengslum við leyniskjöl sem hann tók úr Hvíta húsinu, faldi á heimili sínu í Flórída og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Ég er með skilaboð til Merrick Garland og Jack Smith og Joe Biden, og þið hjá falsmiðlunum ættuð að leggja við hlustir, þetta er til ykkar líka; ef þið viljið ná til Trump forseta þá verðið þið að fara í gegnum mig og 75 milljónir Bandaríkjamanna eins og mig. Og ég segi ykkur; flest okkar eru meðlimir í N.R.A,“ sagði Kari Lake á ríkisráðstefnu Repúblikanaflokksins í Georgíu á dögunum. Viðstaddir fögnuðu mjög orðum Lake, sem er einarður stuðningsmaður Trump og fór að dæmi hans þegar hún neitaði að játa sig sigraða í ríkisstjórakosningunum í Arizona í fyrra. Garland er dómsmálaráðherra og Smith saksóknarinn í fyrrnefndu dómsmáli. „Auga fyrir auga,“ sagði Andy Biggs á Twitter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona, á föstudag. „Hefndin er á næsta leiti,“ hótaði Kimberly Guilfoyle, unnusta elsta sonar Trump, í hástöfum á Instagram. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orðræðun sem sérfræðingar segja beinlínis hættulega; hún geti bæði leitt til ofbeldis með beinum hætti og orðið til þess að skapa ógnvænlegt andrúmsloft, sérstaklega ef henni er ekki svarað. „Hingað til hafa stjórnmálamenn sem hafa notað svona orðræðu til að hvegja fólk til ofbeldisverka ekki verið látnir sæta ábyrgð,“ segir Mary McCord, sem hefur rannsakað tengslin milli öfgakenndrar orðræðu og ofbeldis, í samtali við New York Times. „Þar til það gerist er fátt sem letur fólk til að nota svona orðalag,“ segir hún. Þáttastjórnandinn Pete Santilli sagði að ef hann væri yfirmaður í hernum myndi hann skipa hverjum einasta landgönguliða að grípa Biden Bandaríkjaforseta, binda hann og henda í skottið og koma honum úr Hvíta húsinu. Einn gesta hans sagði að ef það væri löglegt myndi hann líklega skjóta yfirmann herforingjaráðsins, sem Trump hefur lýst óbeit sinni á. Sérfræðingarnir segja orðræðu og hótanir á borð við þessar munu fjölga þegar nær dregur fyrirtöku dómsmálsins á hendur Trump og forsetakosningunum á næsta ári. Timothy J. Heaphy, sem fór fyrir rannsókn þingnefndar á árásinni á þinghúsið í Washington, bendir á að gerendurnir sem voru yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina hafi komið að þinghúsinu að áeggjan forsetans og annarra pólitíkusa. „Stjórnmálamenn halda að þegar þeir segja eitthvað þá sé það bara orðagjálfur en fólk hlustar á þetta og tekur þetta alvarlega. Stjórnmálamenn þurfa að gera sér grein fyrir því í þessari stemningu sem nú ríkir og hegða sér ábyrgar.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
„Ég er með skilaboð til Merrick Garland og Jack Smith og Joe Biden, og þið hjá falsmiðlunum ættuð að leggja við hlustir, þetta er til ykkar líka; ef þið viljið ná til Trump forseta þá verðið þið að fara í gegnum mig og 75 milljónir Bandaríkjamanna eins og mig. Og ég segi ykkur; flest okkar eru meðlimir í N.R.A,“ sagði Kari Lake á ríkisráðstefnu Repúblikanaflokksins í Georgíu á dögunum. Viðstaddir fögnuðu mjög orðum Lake, sem er einarður stuðningsmaður Trump og fór að dæmi hans þegar hún neitaði að játa sig sigraða í ríkisstjórakosningunum í Arizona í fyrra. Garland er dómsmálaráðherra og Smith saksóknarinn í fyrrnefndu dómsmáli. „Auga fyrir auga,“ sagði Andy Biggs á Twitter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona, á föstudag. „Hefndin er á næsta leiti,“ hótaði Kimberly Guilfoyle, unnusta elsta sonar Trump, í hástöfum á Instagram. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orðræðun sem sérfræðingar segja beinlínis hættulega; hún geti bæði leitt til ofbeldis með beinum hætti og orðið til þess að skapa ógnvænlegt andrúmsloft, sérstaklega ef henni er ekki svarað. „Hingað til hafa stjórnmálamenn sem hafa notað svona orðræðu til að hvegja fólk til ofbeldisverka ekki verið látnir sæta ábyrgð,“ segir Mary McCord, sem hefur rannsakað tengslin milli öfgakenndrar orðræðu og ofbeldis, í samtali við New York Times. „Þar til það gerist er fátt sem letur fólk til að nota svona orðalag,“ segir hún. Þáttastjórnandinn Pete Santilli sagði að ef hann væri yfirmaður í hernum myndi hann skipa hverjum einasta landgönguliða að grípa Biden Bandaríkjaforseta, binda hann og henda í skottið og koma honum úr Hvíta húsinu. Einn gesta hans sagði að ef það væri löglegt myndi hann líklega skjóta yfirmann herforingjaráðsins, sem Trump hefur lýst óbeit sinni á. Sérfræðingarnir segja orðræðu og hótanir á borð við þessar munu fjölga þegar nær dregur fyrirtöku dómsmálsins á hendur Trump og forsetakosningunum á næsta ári. Timothy J. Heaphy, sem fór fyrir rannsókn þingnefndar á árásinni á þinghúsið í Washington, bendir á að gerendurnir sem voru yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina hafi komið að þinghúsinu að áeggjan forsetans og annarra pólitíkusa. „Stjórnmálamenn halda að þegar þeir segja eitthvað þá sé það bara orðagjálfur en fólk hlustar á þetta og tekur þetta alvarlega. Stjórnmálamenn þurfa að gera sér grein fyrir því í þessari stemningu sem nú ríkir og hegða sér ábyrgar.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira