Sigríður Margrét nýr framkvæmdastjóri SA Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2023 14:55 Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur starfað sem forstjóri Lyfju. Vísir/Vilhelm Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni sem tekur við störfum sem forstjóri fasteignafélagsins Regins. Í tilkynningu segir að Sigríður Margrét muni hefja störf í september. Þá mun hún jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju. „Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár. Sigríður hefur auk þess setið í stjórnum margra íslenskra fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Sigríður er með B.Sc. gráðu í Rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig sótt stjórnendanámskeið hjá IESE Business School og Harvard,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði Margréti að öflugt atvinnulíf þýði að lífskjör á Íslandi verði áfram með því besta sem þekkist í heiminum. „Það er heiður að vera í forsvari fyrir Samtök atvinnulífsins, vinna með atvinnurekendum og þeim öfluga hópi fólks sem starfar hjá samtökunum. Verkefnin framundan eru brýn, ekki bara fyrir íslenskt atvinnulíf heldur samfélagið allt og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum,“ segir Sigríður Margrét. Miklar áskoranir og kjarasamningir lausir eftir sjö mánuði Þá er haft eftir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, að áskorunin sem við stöndum frammi fyrir sé mikil, verðbólga sé há, vextir háir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði lausir eftir sjö mánuði. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt í ágætu samtali allt frá því að núgildandi skammtímasamningar voru undirritaðir. En það er verk að vinna. Við náum ekki árangri nema með samstarfi, samtali og sameiginlegri sýn, stjórn Samtaka atvinnulífsins er sammála um það og við fögnum því að fá til liðs við okkur reynslumikinn stjórnanda,“ segir Eyjólfur Árni. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mun sinna hlutverki framkvæmdastjóra SA þarf til Sigríður Margrét tekur við. Ávarpaði starfsfólk Lyfju Sigríður Margrét greindi starfsfólki Lyfju frá fréttunum á Workplace í morgun. Þar sagði hún „Ykkur til upplýsinga þá hef ég verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og mun hefja störf hjá þeim í september, þá mun ég jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju.“ Hún segist í skilaboðunum vera þakklát fyrir „tímann með ykkur, traustið, trúnaðinn og tækifærin sem við höfum nýtt saman.“ Hún segir einnig að það þurfi hugrekki til að hætta „á jafn spennandi tímum og blasa við hjá Lyfju samstæðunni“ en segist hugga sig við að vinna áfram að sameiginlegum hagsmunum, „bara á nýjum vettvangi“. Þá segist hún allta munu verða í „#lyfjuliðið“. Loks segir hún að þó tilkynnt sé um tilkynninguna í dag þá taki breytingin ekki gildi fyrr en í haust og Lyfja sé því „ekki alveg laus“ við sig enn. Vistaskipti Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45 Mest lesið Fleiri opinberir starfsmenn vilja afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fleiri opinberir starfsmenn vilja afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Í tilkynningu segir að Sigríður Margrét muni hefja störf í september. Þá mun hún jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju. „Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár. Sigríður hefur auk þess setið í stjórnum margra íslenskra fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Sigríður er með B.Sc. gráðu í Rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig sótt stjórnendanámskeið hjá IESE Business School og Harvard,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði Margréti að öflugt atvinnulíf þýði að lífskjör á Íslandi verði áfram með því besta sem þekkist í heiminum. „Það er heiður að vera í forsvari fyrir Samtök atvinnulífsins, vinna með atvinnurekendum og þeim öfluga hópi fólks sem starfar hjá samtökunum. Verkefnin framundan eru brýn, ekki bara fyrir íslenskt atvinnulíf heldur samfélagið allt og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum,“ segir Sigríður Margrét. Miklar áskoranir og kjarasamningir lausir eftir sjö mánuði Þá er haft eftir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, að áskorunin sem við stöndum frammi fyrir sé mikil, verðbólga sé há, vextir háir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði lausir eftir sjö mánuði. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt í ágætu samtali allt frá því að núgildandi skammtímasamningar voru undirritaðir. En það er verk að vinna. Við náum ekki árangri nema með samstarfi, samtali og sameiginlegri sýn, stjórn Samtaka atvinnulífsins er sammála um það og við fögnum því að fá til liðs við okkur reynslumikinn stjórnanda,“ segir Eyjólfur Árni. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mun sinna hlutverki framkvæmdastjóra SA þarf til Sigríður Margrét tekur við. Ávarpaði starfsfólk Lyfju Sigríður Margrét greindi starfsfólki Lyfju frá fréttunum á Workplace í morgun. Þar sagði hún „Ykkur til upplýsinga þá hef ég verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og mun hefja störf hjá þeim í september, þá mun ég jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju.“ Hún segist í skilaboðunum vera þakklát fyrir „tímann með ykkur, traustið, trúnaðinn og tækifærin sem við höfum nýtt saman.“ Hún segir einnig að það þurfi hugrekki til að hætta „á jafn spennandi tímum og blasa við hjá Lyfju samstæðunni“ en segist hugga sig við að vinna áfram að sameiginlegum hagsmunum, „bara á nýjum vettvangi“. Þá segist hún allta munu verða í „#lyfjuliðið“. Loks segir hún að þó tilkynnt sé um tilkynninguna í dag þá taki breytingin ekki gildi fyrr en í haust og Lyfja sé því „ekki alveg laus“ við sig enn.
Vistaskipti Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45 Mest lesið Fleiri opinberir starfsmenn vilja afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fleiri opinberir starfsmenn vilja afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45