Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Árni Sæberg skrifar 12. júní 2023 18:44 Forsætisráðherra fagnar frumvarpinu. Stöð 2/Arnar Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. Í samráðsgáttinni segir að stofnunin muni uppfylla viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið. Hlutverk Mannréttindastofnunar Íslands verði að efla og vernda mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. „Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma sjálfstæðri mannréttindastofnun á fót og í kjölfar allsherjarúttekta á stöðu mannréttinda sem fram fóru á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2016 og 2022 samþykkti íslenska ríkið fjölmörg tilmæli þess efnis. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016, leggur jafnframt þá skyldu á íslenska ríkið að mannréttindastofnun sé til staðar hér á landi, sbr. 2. mgr. 33. gr. samningsins. Er tilvist slíkrar stofnunar forsenda þess að hægt sé að lögfesta samninginn hér á landi,“ segir í gáttinni. Forsætisráðherra fagnar frumvarpinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á Facebook að það gleðji sig að tilkynna að drög að frumvapinu hafi verið birt. Frumvarpið sé mikilvægur liður í að lögfesta Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og sambærilegar stofnanir séu nú þegar starfandi víða, meðal annars á hinum Norðurlöndunum. Frumvarpið byggir á grænbók Í Samráðsgáttinni segir að frumvarpið byggi meðal annars á niðurstöðum grænbókar um mannréttindi sem var birt á vef forsætisráðuneytisins 10. mars 2023 og haft var víðtækt samráð um við almenning, félagasamtök, stofnanir og aðra hagsmunaaðila um. Með grænbókinni hafi fylgt fylgirit um sjálfstæðar innlendar mannréttindastofnanir þar sem meðal annars er að finna umfjöllun um mismunandi gerðir mannréttindastofnana, mannréttindastofnanir á Norðurlöndum og alþjóðlega þróun mannréttindaeftirlits. Þá segir að sjálfstæðar innlendar mannréttindastofnanir þurfi að uppfylla Parísarviðmiðin, en þau séu meðal annars eftirfarandi: Kveðið skal á um hlutverk stofnunarinnar í almennum lögum eða stjórnskipunarlögum. Fjárhagslegt og stofnanabundið sjálfstæði stofnunarinnar skal vera tryggt og skal hún m.a. hafa eigið starfslið og starfsstöð. Stofnunin skal hafa víðtækt umboð til að vinna að eflingu og vernd mannréttinda. Stofnunin skal hafa víðtækan rétt til upplýsinga sem varða mannréttindi. Almenningur þarf að geta leitað til stofnunarinnar til þess að fá leiðbeiningar eða ráðgjöf. Áhersla er lögð á fjölræði þ.e. dreifingu valds og að þau sem komi að ákvarðanatöku endurspegli borgaralegt samfélag. Verður í sambærilegri stöðu og umboðsmaður og ríkisendurskoðandi Í frumvarpsdrögum segir að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindastofnunar Íslands sé lagt til að hún heyri undir Alþingi. Stofnunin muni að þessu leyti hafa sambærilega stöðu og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Í samræmi við skilyrðið um dreifingu valds er lagt til að sérstök stjórn beri ábyrgð á rekstri stofnunarinnar en að framkvæmdastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri hennar. Auk þess er gert ráð fyrir að á vegum stofnunarinnar starfi sérstök ráðgjafarnefnd hagsmunaaðila. „Með frumvarpinu er Mannréttindastofnun Íslands falin víðtæk verkefni sem miða að því að efla og vernda mannréttindi á Íslandi. Henni er ætlað að vinna að því að opinberir aðilar jafnt sem einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í frumvarpinu er kveðið nánar á um það hvernig stofnunin mun sinna þessu hlutverki, en meginverkefni stofnunarinnar eru einkum mannréttindaeftirlit; ráðgjöf, rannsóknir og fræðsla; og aðstoð og leiðbeiningar til almennings,“ segir í samráðsgáttinni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Stjórnsýsla Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Í samráðsgáttinni segir að stofnunin muni uppfylla viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið. Hlutverk Mannréttindastofnunar Íslands verði að efla og vernda mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. „Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma sjálfstæðri mannréttindastofnun á fót og í kjölfar allsherjarúttekta á stöðu mannréttinda sem fram fóru á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2016 og 2022 samþykkti íslenska ríkið fjölmörg tilmæli þess efnis. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016, leggur jafnframt þá skyldu á íslenska ríkið að mannréttindastofnun sé til staðar hér á landi, sbr. 2. mgr. 33. gr. samningsins. Er tilvist slíkrar stofnunar forsenda þess að hægt sé að lögfesta samninginn hér á landi,“ segir í gáttinni. Forsætisráðherra fagnar frumvarpinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á Facebook að það gleðji sig að tilkynna að drög að frumvapinu hafi verið birt. Frumvarpið sé mikilvægur liður í að lögfesta Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og sambærilegar stofnanir séu nú þegar starfandi víða, meðal annars á hinum Norðurlöndunum. Frumvarpið byggir á grænbók Í Samráðsgáttinni segir að frumvarpið byggi meðal annars á niðurstöðum grænbókar um mannréttindi sem var birt á vef forsætisráðuneytisins 10. mars 2023 og haft var víðtækt samráð um við almenning, félagasamtök, stofnanir og aðra hagsmunaaðila um. Með grænbókinni hafi fylgt fylgirit um sjálfstæðar innlendar mannréttindastofnanir þar sem meðal annars er að finna umfjöllun um mismunandi gerðir mannréttindastofnana, mannréttindastofnanir á Norðurlöndum og alþjóðlega þróun mannréttindaeftirlits. Þá segir að sjálfstæðar innlendar mannréttindastofnanir þurfi að uppfylla Parísarviðmiðin, en þau séu meðal annars eftirfarandi: Kveðið skal á um hlutverk stofnunarinnar í almennum lögum eða stjórnskipunarlögum. Fjárhagslegt og stofnanabundið sjálfstæði stofnunarinnar skal vera tryggt og skal hún m.a. hafa eigið starfslið og starfsstöð. Stofnunin skal hafa víðtækt umboð til að vinna að eflingu og vernd mannréttinda. Stofnunin skal hafa víðtækan rétt til upplýsinga sem varða mannréttindi. Almenningur þarf að geta leitað til stofnunarinnar til þess að fá leiðbeiningar eða ráðgjöf. Áhersla er lögð á fjölræði þ.e. dreifingu valds og að þau sem komi að ákvarðanatöku endurspegli borgaralegt samfélag. Verður í sambærilegri stöðu og umboðsmaður og ríkisendurskoðandi Í frumvarpsdrögum segir að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindastofnunar Íslands sé lagt til að hún heyri undir Alþingi. Stofnunin muni að þessu leyti hafa sambærilega stöðu og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Í samræmi við skilyrðið um dreifingu valds er lagt til að sérstök stjórn beri ábyrgð á rekstri stofnunarinnar en að framkvæmdastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri hennar. Auk þess er gert ráð fyrir að á vegum stofnunarinnar starfi sérstök ráðgjafarnefnd hagsmunaaðila. „Með frumvarpinu er Mannréttindastofnun Íslands falin víðtæk verkefni sem miða að því að efla og vernda mannréttindi á Íslandi. Henni er ætlað að vinna að því að opinberir aðilar jafnt sem einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í frumvarpinu er kveðið nánar á um það hvernig stofnunin mun sinna þessu hlutverki, en meginverkefni stofnunarinnar eru einkum mannréttindaeftirlit; ráðgjöf, rannsóknir og fræðsla; og aðstoð og leiðbeiningar til almennings,“ segir í samráðsgáttinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Stjórnsýsla Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira