Ítarlegri ákæra gefin út í hryðjuverkamálinu: „Margt af því er algjör þvæla“ Árni Sæberg skrifar 12. júní 2023 21:12 Sveinn Andri er verjandi Sindra Snæs í málinu. Vísir/Hulda Margrét Lögmaður annars sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða segir nýja og ítarlegri ákæru í málinu enn vera þannig úr garði gerða að ekki sé um að ræða fullnægjandi lýsingu á undibúningsathöfnum, sem geti ýmist leitt til frávísunar á ný eða hreinlega sýknu. Ný ákæra á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í hryðjuverkamálinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í því. Nýjan ákæran er mun ítarlegir en sú fyrri. Upphaflega var aðeins vísað almennt í orðfæri og yfirlýsingar mannanna auk vopnabrölts þeirra og viðleitni til þess að viða að sér efni frá þekktum hryðjuverkamönnum. Í þeirri nýju eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir að ný ákæra sé ekki endilega skýrari en sú fyrri, hún sé einfaldlega lengri og ítarlegri. Í þeirri fyrri hafi vantað að lýsa því hvaða háttsemi eða athafnir mannanna tveggja fælu í sér ótvíræðan ásetning í verki til þess að fremja hryðjuverk. Því sé nú lýst í 56 liðum. „En margt af því er algjör þvæla. Eins og það að þegar Sindri fær skilaboðum frá Ísidór um að hann hafi séð einhvern mann einhvers staðar, þá er það mér hulin ráðgáta hvernig það getur sýnt ótvíræðan ásetning Sindra í verki. Þegar hann fær skilaboð frá frá meðákærða, þannig að þetta eru svona kannski dæmi. En hins vegar er ákæran enn þá þannig úr garði gerð, að mínu mati, að þarna er ekki um að ræða fullnægjandi lýsingu á undirbúningsathugunum. Undirbúningurinn er ekki til staðar, hvort sem það leiðir þá hugsanlega til frávísunar eða bara einfaldlega til sýknu, það á eftir að koma í ljós,“ sagði Sveinn Andri í kvöldfréttum Stöðvar 2: Sindri vilji fá botn í málið Þá segir Sveinn Andri að enn vanti upp á að lýsa hvaða stóð til að gera, hvenær og hvernig. Ekkert slíkt sé til staðar í ákærunni. Munt þú fara fram á frávísun, finnst þér ákæran nægilega skýr? „Ég á eftir að skoða það. Þetta er auðvitað tvíbent, að krefjast frávísunar. Það getur leitt til þess að málið fari enn þriðja hringinn. Ég held að minn maður vilji einfaldlega fá botn í þetta og að þessu máli ljúki með einhverjum hætti. Þannig að við eigum eftir að skoða þetta bara frekar,“ segir Sveinn Andri. Engin yfirlýsing á internetinu Sveinn Andri hefur hingað til dregið úr alvarleika málsins og sagt ummæli þeirra Sindra Snæs og Ísidórs sett fram í hálfkæringi. Í nýju ákærunni koma eftirfarandi ummæli Sindra Snæs fram: „Ég elska óreiðu. Fólk má deyja mín vegna. Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkurn tímann um ævina. Fólk almennt er viðbjóður. Plága. Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur.“ Finnst þetta vera sett fram í hálfkæringi? „Það er raunverulega þannig, þegar maður þekkir karakterinn, þá veit maður að þetta er tveggja manna tal, sem er auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er engin yfirlýsing á internetinu eða neitt slíkt. Þetta er tveggja manna tal, hörð og köld ummæli tveggja félaga sem tala með ákveðnum hætti. Þannig að í þessu, að mínu mati, felst enginn undirbúningur á hryðjuverkum, það er langur vegur þar frá. Við höfum séð að á milli manna, í gegnum tíðina, hafa gengið alls kyns ummæli, nöpur og svört, án þess að í þeim felist nokkur ásetningur um að fremja eitthvert brot,“ segir Sveinn Andri að lokum. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ný ákæra á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í hryðjuverkamálinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í því. Nýjan ákæran er mun ítarlegir en sú fyrri. Upphaflega var aðeins vísað almennt í orðfæri og yfirlýsingar mannanna auk vopnabrölts þeirra og viðleitni til þess að viða að sér efni frá þekktum hryðjuverkamönnum. Í þeirri nýju eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir að ný ákæra sé ekki endilega skýrari en sú fyrri, hún sé einfaldlega lengri og ítarlegri. Í þeirri fyrri hafi vantað að lýsa því hvaða háttsemi eða athafnir mannanna tveggja fælu í sér ótvíræðan ásetning í verki til þess að fremja hryðjuverk. Því sé nú lýst í 56 liðum. „En margt af því er algjör þvæla. Eins og það að þegar Sindri fær skilaboðum frá Ísidór um að hann hafi séð einhvern mann einhvers staðar, þá er það mér hulin ráðgáta hvernig það getur sýnt ótvíræðan ásetning Sindra í verki. Þegar hann fær skilaboð frá frá meðákærða, þannig að þetta eru svona kannski dæmi. En hins vegar er ákæran enn þá þannig úr garði gerð, að mínu mati, að þarna er ekki um að ræða fullnægjandi lýsingu á undirbúningsathugunum. Undirbúningurinn er ekki til staðar, hvort sem það leiðir þá hugsanlega til frávísunar eða bara einfaldlega til sýknu, það á eftir að koma í ljós,“ sagði Sveinn Andri í kvöldfréttum Stöðvar 2: Sindri vilji fá botn í málið Þá segir Sveinn Andri að enn vanti upp á að lýsa hvaða stóð til að gera, hvenær og hvernig. Ekkert slíkt sé til staðar í ákærunni. Munt þú fara fram á frávísun, finnst þér ákæran nægilega skýr? „Ég á eftir að skoða það. Þetta er auðvitað tvíbent, að krefjast frávísunar. Það getur leitt til þess að málið fari enn þriðja hringinn. Ég held að minn maður vilji einfaldlega fá botn í þetta og að þessu máli ljúki með einhverjum hætti. Þannig að við eigum eftir að skoða þetta bara frekar,“ segir Sveinn Andri. Engin yfirlýsing á internetinu Sveinn Andri hefur hingað til dregið úr alvarleika málsins og sagt ummæli þeirra Sindra Snæs og Ísidórs sett fram í hálfkæringi. Í nýju ákærunni koma eftirfarandi ummæli Sindra Snæs fram: „Ég elska óreiðu. Fólk má deyja mín vegna. Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkurn tímann um ævina. Fólk almennt er viðbjóður. Plága. Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur.“ Finnst þetta vera sett fram í hálfkæringi? „Það er raunverulega þannig, þegar maður þekkir karakterinn, þá veit maður að þetta er tveggja manna tal, sem er auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er engin yfirlýsing á internetinu eða neitt slíkt. Þetta er tveggja manna tal, hörð og köld ummæli tveggja félaga sem tala með ákveðnum hætti. Þannig að í þessu, að mínu mati, felst enginn undirbúningur á hryðjuverkum, það er langur vegur þar frá. Við höfum séð að á milli manna, í gegnum tíðina, hafa gengið alls kyns ummæli, nöpur og svört, án þess að í þeim felist nokkur ásetningur um að fremja eitthvert brot,“ segir Sveinn Andri að lokum.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira