Brasilía mætir Spáni í vináttuleik til að berjast gegn rasisma í garð Vinícius Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júní 2023 10:00 Vinícius Júnior hefur ítrekað þurft að þola kynþáttafordóma í spænsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images Brasilía og Spánn munu mætast í vináttulandsleik í mars á næsta ári þar sem markmiðið verður að berjast gegn kynþáttafordómum sem Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid og brasilíska landsliðsins, hefur þurft að þola á Spáni. Leikurinn mun fara fram á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid, en Vinícius mátti ítrekað þola kynþáttafordóma er hann lék með liðinu á nýafstöðnu tímabili. Nýjasta dæmi þess að Vinícius hafi mátt þola kynþáttafordóma í spænsku deildinni kom í leik Real Madrid gegn Valencia þann 21. maí síðastliðinn. Madrídingar töuðu leiknum, 1-0, og Vinícius fékk sig að lokum fullsaddan og gagnrýndi spænsku deildina harðlega í kjölfar leiksins. Leikmaðurinn sagði meðal annars að deildin tilheyrði rasistum og hótaði því að yfirgefa landið. Javier Tebas forseti deildarinnar, svaraði leikmanninum hins vegar fullum hálsi og sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Hins vegar hafa sjö verið handteknir á nýafstöðnu tímabili fyrir kynþáttaníð í garð Vinícius, þrír eftir leik Real Madid og Valencia og fjórir í tengslum við að hengja brúðu í líki leikmannsins fram af brú í aðdraganda borgarslags Real og Atlético Madrid í spænska konungsbikarnum í janúar. Vírus sem smánar alla tengda fótbolta Nú hafa þeir Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, og kollegi hans hjá brasilíska knattspyrnusambandinu, Ednaldo Rodrigues, hrundið af stað herferð í baráttunni gegn kynþáttafordómum undir nafninu „One Skin“. „Það er mikilvægt að skilja að við þurfum að geta beitt harðari refsingum ef einhver verður uppvís af því að beita leikmenn kynþáttaníði,“ sagði Rodrigues. „Það er ekki nóg að sekta viðkomandi. Félögin þurfa einnig að taka ábyrgð.“ „Brasilíska knattspyrnusambandið var fyrsta sambandið til að innleiða harðari refsingar í slíkum tilfellum. Refsingar á borð við það að draga stig af liðunum, loka áhorfendastúkum eða setja stuðningsmenn í lífstíðarbann.“ „Við þurfum að leiða herferð um allan heim til að berjast gegn þessum vírus sem smánar alla tengda fótbolta,“ sagði Rodrigues að lokum. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Leikurinn mun fara fram á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid, en Vinícius mátti ítrekað þola kynþáttafordóma er hann lék með liðinu á nýafstöðnu tímabili. Nýjasta dæmi þess að Vinícius hafi mátt þola kynþáttafordóma í spænsku deildinni kom í leik Real Madrid gegn Valencia þann 21. maí síðastliðinn. Madrídingar töuðu leiknum, 1-0, og Vinícius fékk sig að lokum fullsaddan og gagnrýndi spænsku deildina harðlega í kjölfar leiksins. Leikmaðurinn sagði meðal annars að deildin tilheyrði rasistum og hótaði því að yfirgefa landið. Javier Tebas forseti deildarinnar, svaraði leikmanninum hins vegar fullum hálsi og sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Hins vegar hafa sjö verið handteknir á nýafstöðnu tímabili fyrir kynþáttaníð í garð Vinícius, þrír eftir leik Real Madid og Valencia og fjórir í tengslum við að hengja brúðu í líki leikmannsins fram af brú í aðdraganda borgarslags Real og Atlético Madrid í spænska konungsbikarnum í janúar. Vírus sem smánar alla tengda fótbolta Nú hafa þeir Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, og kollegi hans hjá brasilíska knattspyrnusambandinu, Ednaldo Rodrigues, hrundið af stað herferð í baráttunni gegn kynþáttafordómum undir nafninu „One Skin“. „Það er mikilvægt að skilja að við þurfum að geta beitt harðari refsingum ef einhver verður uppvís af því að beita leikmenn kynþáttaníði,“ sagði Rodrigues. „Það er ekki nóg að sekta viðkomandi. Félögin þurfa einnig að taka ábyrgð.“ „Brasilíska knattspyrnusambandið var fyrsta sambandið til að innleiða harðari refsingar í slíkum tilfellum. Refsingar á borð við það að draga stig af liðunum, loka áhorfendastúkum eða setja stuðningsmenn í lífstíðarbann.“ „Við þurfum að leiða herferð um allan heim til að berjast gegn þessum vírus sem smánar alla tengda fótbolta,“ sagði Rodrigues að lokum.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira