Ert þú atvinnurekandi? Viltu benda mér á eitthvað sem betur má fara? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 14. júní 2023 07:31 Ég tók nýlega þátt í umræðum í útvarpsþætti um hvaða meginlínur væru í gangi í íslenskum stjórnmálum og hvað skildi helst á milli manna og flokka, ef þá eitthvað. Mér kom fyrst til hugar að nefna að það væri ótrúlegt að uppgötva það að ekki væru allir stjórnmálamenn sammála um það hvernig verðmætin í samfélaginu yrðu til, þ.e.a.s. fjármagnið sem greiðir fyrir þjónustu hins opinbera. Sú óumdeilanlega staðreynd að það eru auðvitað fyrirtækin í landinu, atvinnulífið – fólkið sem starfar á almennum vinnumarkaði – sem skapar verðmætin sem síðan standa undir velferð okkar allra, þessi staðreynd hefur glutrast niður. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er því grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem reka og vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Flókið regluverk og þungar álögur eru að sliga rekstur margra fyrirtækja. Eftirlitið er of mikið og kröfur til aðila með afmarkaðan og einfaldan rekstur úr hófi fram. Afleiðingin er sóun og minni framleiðni sem leiðir til lakari lífskjara en ella. Við sjálfstæðismenn erum málsvarar framtaks og sjálfsbjargarviðleitni. Af þeim sökum mun ég nýta þinghléð í sumar til að vinna að þingmálum í þágu fyrirtækja. Ég óska því eftir ábendingum og umkvörtunum frá atvinnulífinu um rekstrarumhverfið hér. Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu miklu samkeppnishæfni skiptir fyrir atvinnulífið og fyrir skyldu löggjafans og stjórnvalda til að tryggja hana. Aðeins þannig getum við tryggt almenningi áframhaldandi góð og jafnvel betri lífskjör. Ég hvet atvinnurekendur því til að senda mér tölvupóst á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ég tók nýlega þátt í umræðum í útvarpsþætti um hvaða meginlínur væru í gangi í íslenskum stjórnmálum og hvað skildi helst á milli manna og flokka, ef þá eitthvað. Mér kom fyrst til hugar að nefna að það væri ótrúlegt að uppgötva það að ekki væru allir stjórnmálamenn sammála um það hvernig verðmætin í samfélaginu yrðu til, þ.e.a.s. fjármagnið sem greiðir fyrir þjónustu hins opinbera. Sú óumdeilanlega staðreynd að það eru auðvitað fyrirtækin í landinu, atvinnulífið – fólkið sem starfar á almennum vinnumarkaði – sem skapar verðmætin sem síðan standa undir velferð okkar allra, þessi staðreynd hefur glutrast niður. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er því grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem reka og vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Flókið regluverk og þungar álögur eru að sliga rekstur margra fyrirtækja. Eftirlitið er of mikið og kröfur til aðila með afmarkaðan og einfaldan rekstur úr hófi fram. Afleiðingin er sóun og minni framleiðni sem leiðir til lakari lífskjara en ella. Við sjálfstæðismenn erum málsvarar framtaks og sjálfsbjargarviðleitni. Af þeim sökum mun ég nýta þinghléð í sumar til að vinna að þingmálum í þágu fyrirtækja. Ég óska því eftir ábendingum og umkvörtunum frá atvinnulífinu um rekstrarumhverfið hér. Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu miklu samkeppnishæfni skiptir fyrir atvinnulífið og fyrir skyldu löggjafans og stjórnvalda til að tryggja hana. Aðeins þannig getum við tryggt almenningi áframhaldandi góð og jafnvel betri lífskjör. Ég hvet atvinnurekendur því til að senda mér tölvupóst á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar