Kynntu fyrstu þjóðaröryggistefnu Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 12:23 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kynnti nýja þjóðaröryggisstefnu. Þá fyrstu í Þýskalandi. EPA/CLEMENS BILAN Olaf Scholz, kanslari Þýskalandi, opinberaði í dag nýja þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar sinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar setja sér stefnu sem þessa en er hann kynnti hana í morgun talaði Scholz um gerbreytt öryggisástand í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og sagði Rússland helstu ógnina sem Þýskaland stæði frammi fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætluðu að opinbera nýja þjóðaröryggisstefnu mun fyrr en því hefur verið frestað hingað til. Innrásin í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af raunverulegri hernaðargetu Þýskalands en her ríkisins hefur staðið frammi fyrir umfangsmiklum niðurskurði í gegnum árin. Scholz tilkynnti í fyrra að farið yrði í verulega aukningu fjárútláta til varnarmála. Markmið Þjóðverja er að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, eins og viðmið Atlantshafsbandalagsins segja til um, á næsta ári. Þjóðverjar hafa einnig haft áhyggjur af aukinni upplýsingaóreiðu, tölvuárásum og mögulegum efnahagsþrýstingi frá stórveldum. Scholz sagði í morgun að tryggja þyrfti styrk lýðræðislegra stofnana Þýskalands, styrk efnahagsins og samheldni þýsks samfélags. Þar að auki þurfti að tryggja aðgang Þjóðverja að nauðsynlegum hráefnum. Þýskir ráðherrar í Berlín í morgun.AP/Markus Schreiber Í frétt DW segir að innrásin í Úkraínu hafi varpað ljósi á galla á þýska hernum, sýnt hve háðir Þjóðverjar voru orðnir Rússum og opnað á spurningar um hvernig verja eigi innviði eins og olíu- og gasleiðslur. Þjóðaröryggisstefnan snýr einnig að ógnum vegna veðurfarsbreytinga og aukinnar hættu á hungursneyð, sjúkdómum, óveðrum og átökum í heiminum. AP fréttaveitan segir ekki farið djúpt í stefnumál ríkisstjórnarinnar og stendur til að gera það í framhaldinu af þjóðaröryggisstefnunni. „Rússland dagsins í dag, og í fyrirsjáanlegri framtíð, er helsta ógnin gegn friði og öryggi á Evrópu-Atlantshafssvæðinu,“ sagði Scholz í morgun. Hann sagði Þjóðverja og aðra standa frammi fyrir tímum þar sem sum ríki væru að reyna að breyta öryggisskipulagi heimsins samkvæmt þeirri sýn á heiminn. Í skjalinu segir einnig að Kína sé í senn „félagi, samkeppnisaðili og andstæðingur“ og að samkeppni milli ríkjanna hafi aukist á undanförnum árum. Þar segir þó einnig að þrátt fyrir það sé Kína félagi og ekki sé hægt að leysa mörg af helstu vandamálum heimsins án Kínverja. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína NATO Tengdar fréttir Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætluðu að opinbera nýja þjóðaröryggisstefnu mun fyrr en því hefur verið frestað hingað til. Innrásin í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af raunverulegri hernaðargetu Þýskalands en her ríkisins hefur staðið frammi fyrir umfangsmiklum niðurskurði í gegnum árin. Scholz tilkynnti í fyrra að farið yrði í verulega aukningu fjárútláta til varnarmála. Markmið Þjóðverja er að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, eins og viðmið Atlantshafsbandalagsins segja til um, á næsta ári. Þjóðverjar hafa einnig haft áhyggjur af aukinni upplýsingaóreiðu, tölvuárásum og mögulegum efnahagsþrýstingi frá stórveldum. Scholz sagði í morgun að tryggja þyrfti styrk lýðræðislegra stofnana Þýskalands, styrk efnahagsins og samheldni þýsks samfélags. Þar að auki þurfti að tryggja aðgang Þjóðverja að nauðsynlegum hráefnum. Þýskir ráðherrar í Berlín í morgun.AP/Markus Schreiber Í frétt DW segir að innrásin í Úkraínu hafi varpað ljósi á galla á þýska hernum, sýnt hve háðir Þjóðverjar voru orðnir Rússum og opnað á spurningar um hvernig verja eigi innviði eins og olíu- og gasleiðslur. Þjóðaröryggisstefnan snýr einnig að ógnum vegna veðurfarsbreytinga og aukinnar hættu á hungursneyð, sjúkdómum, óveðrum og átökum í heiminum. AP fréttaveitan segir ekki farið djúpt í stefnumál ríkisstjórnarinnar og stendur til að gera það í framhaldinu af þjóðaröryggisstefnunni. „Rússland dagsins í dag, og í fyrirsjáanlegri framtíð, er helsta ógnin gegn friði og öryggi á Evrópu-Atlantshafssvæðinu,“ sagði Scholz í morgun. Hann sagði Þjóðverja og aðra standa frammi fyrir tímum þar sem sum ríki væru að reyna að breyta öryggisskipulagi heimsins samkvæmt þeirri sýn á heiminn. Í skjalinu segir einnig að Kína sé í senn „félagi, samkeppnisaðili og andstæðingur“ og að samkeppni milli ríkjanna hafi aukist á undanförnum árum. Þar segir þó einnig að þrátt fyrir það sé Kína félagi og ekki sé hægt að leysa mörg af helstu vandamálum heimsins án Kínverja.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína NATO Tengdar fréttir Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17