Gott frelsisskref – svo þarf að stíga fleiri Ólafur Stephensen skrifar 14. júní 2023 17:31 Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Það er verulegt fagnaðarefni að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra skuli hafa gefið skýra yfirlýsingu um að innlend netverzlun með áfengi sé lögleg – enda væri fráleitt að það væri löglegt að panta áfengi á netinu frá erlendum vefverzlunum, en ólöglegt að kaupa af innlendum aðilum með sama hætti. Dómsmálaráðuneytið hefur hingað til ekki verið fáanlegt til að staðfesta lögmæti innlendrar netverzlunar við Félag atvinnurekenda. Hér er svarið hins vegar loksins komið og yfirlýsing dómsmálaráðherra er til marks um ánægjulega afstöðubreytingu og stórt skref í átt til raunverulegs viðskiptafrelsis á áfengismarkaði. Nú ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að aðrar verzlanakeðjur á almennum smásölumarkaði fylgi í kjölfarið, eins og forsvarsmenn Hagkaupa hafa þegar boðað. Í framhaldinu er orðið afar brýnt að gera breytingar á áfengislöggjöfinni, sem er orðin úrelt og úr takti við raunveruleikann. Fyrir það fyrsta blasir við að almennir neytendur munu upp til hópa nota þá þægilegu þjónustu að kippa áfenginu sínu með um leið og þeir sækja aðrar nauðsynjar í stórmarkaðinn. Stór hluti áfengisviðskipta mun þannig færast yfir til einkageirans. Þá er komin upp sú staða að ríkið stendur í umfangsmiklum, dýrum og allsendis óþörfum verzlunarrekstri í samkeppni við einkafyrirtæki. Það liggur beint við að leggja Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins niður um leið og aðrar nauðsynlegar breytingar verða gerðar á áfengislöggjöfinni. Áfengislögin eru í dag skýr um að öðrum en ríkinu sé óheimilt að reka hefðbundna smásölu áfengis. Hún fer engu að síður víða fram, til dæmis í vegasjoppum með vínveitingaleyfi, í 10-11 búðinni í Leifsstöð og í gegnum fjölda vínklúbba sem neytendum býðst að ganga í. Það liggur beint við að hætta tvískinnungnum og leyfa einfaldlega sölu áfengis í matvörubúðum. Loks eru áfengisauglýsingar líka bannaðar samkvæmt áfengislöggjöfinni. Þrátt fyrir það eru auglýsingar um áfengi út um allt í fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfi okkar. Er betra að hafa engar reglur? Starfsemi, sem þannig er bönnuð samkvæmt laganna hljóðan, fer engu að síður fram fyrir allra augum. Það veldur engri almennri hneykslan í samfélaginu, enda er um ósköp eðlilega viðskiptahætti að ræða, sem tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar. Löggjöfin er hins vegar orðin stórlega úr takti við veruleikann. Stjórnvöld framfylgja henni ekki – sem segir okkur líka að hún er komin úr takti við almenna réttarvitund. Engu að síður eru alþingismenn gjörsamlega ófáanlegir til að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni, sem er augljóslega orðin brýn. Í þeirri afstöðu felst fáránleg hræsni og hún er ekki líkleg til að verða til eflingar lýðheilsu, þótt oft sé vísað til slíkra sjónarmiða þegar stjórnmálamenn lýsa sig andvíga breytingum á löggjöfinni. Áfengislöggjöfin gengur nefnilega út frá því að starfsemi á borð við netsölu áfengis, hefðbundna smásölu og áfengisauglýsingar sé ekki til. Fyrir vikið gilda ekki um hana neinar reglur þótt hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Það er óhætt að segja að á áfengismarkaðnum ríki ástand sem kenna má við villta vestrið – og með ákvörðun Costco má segja að villta vestrið stækki verulega. Sá fjöldi fyrirtækja sem starfar á áfengismarkaði, við framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis, á heimtingu á því að stjórnvöld eyði réttaróvissu og taki áfengislöggjöfina til gagngerrar endurskoðunar. Löggjöfin á að endurspegla raunveruleikann í viðskiptum með þessa vöru eins og aðrar. Út frá lýðheilsusjónarmiðunum hlýtur að vera betra að löggjöfin nái yfir starfsemi sem nú þegar fer fram án athugasemda af hálfu yfirvalda, en að Alþingi stingi höfðinu í sandinn og leyfi núverandi ástandi að viðgangast. Nú er einfaldlega komið nóg af þessum skrípaleik. Múrar ríkiseinokunar hafa verið brotnir niður og verða ekki reistir á ný. Alþingi getur kosið að reyna að hafa áhrif á þróunina eða að halda áfram að loka augunum fyrir henni. Þegar þingið kemur saman í haust á að samþykkja skynsamlegar og eðlilegar breytingar á áfengislöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Verslun Ólafur Stephensen Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Það er verulegt fagnaðarefni að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra skuli hafa gefið skýra yfirlýsingu um að innlend netverzlun með áfengi sé lögleg – enda væri fráleitt að það væri löglegt að panta áfengi á netinu frá erlendum vefverzlunum, en ólöglegt að kaupa af innlendum aðilum með sama hætti. Dómsmálaráðuneytið hefur hingað til ekki verið fáanlegt til að staðfesta lögmæti innlendrar netverzlunar við Félag atvinnurekenda. Hér er svarið hins vegar loksins komið og yfirlýsing dómsmálaráðherra er til marks um ánægjulega afstöðubreytingu og stórt skref í átt til raunverulegs viðskiptafrelsis á áfengismarkaði. Nú ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að aðrar verzlanakeðjur á almennum smásölumarkaði fylgi í kjölfarið, eins og forsvarsmenn Hagkaupa hafa þegar boðað. Í framhaldinu er orðið afar brýnt að gera breytingar á áfengislöggjöfinni, sem er orðin úrelt og úr takti við raunveruleikann. Fyrir það fyrsta blasir við að almennir neytendur munu upp til hópa nota þá þægilegu þjónustu að kippa áfenginu sínu með um leið og þeir sækja aðrar nauðsynjar í stórmarkaðinn. Stór hluti áfengisviðskipta mun þannig færast yfir til einkageirans. Þá er komin upp sú staða að ríkið stendur í umfangsmiklum, dýrum og allsendis óþörfum verzlunarrekstri í samkeppni við einkafyrirtæki. Það liggur beint við að leggja Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins niður um leið og aðrar nauðsynlegar breytingar verða gerðar á áfengislöggjöfinni. Áfengislögin eru í dag skýr um að öðrum en ríkinu sé óheimilt að reka hefðbundna smásölu áfengis. Hún fer engu að síður víða fram, til dæmis í vegasjoppum með vínveitingaleyfi, í 10-11 búðinni í Leifsstöð og í gegnum fjölda vínklúbba sem neytendum býðst að ganga í. Það liggur beint við að hætta tvískinnungnum og leyfa einfaldlega sölu áfengis í matvörubúðum. Loks eru áfengisauglýsingar líka bannaðar samkvæmt áfengislöggjöfinni. Þrátt fyrir það eru auglýsingar um áfengi út um allt í fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfi okkar. Er betra að hafa engar reglur? Starfsemi, sem þannig er bönnuð samkvæmt laganna hljóðan, fer engu að síður fram fyrir allra augum. Það veldur engri almennri hneykslan í samfélaginu, enda er um ósköp eðlilega viðskiptahætti að ræða, sem tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar. Löggjöfin er hins vegar orðin stórlega úr takti við veruleikann. Stjórnvöld framfylgja henni ekki – sem segir okkur líka að hún er komin úr takti við almenna réttarvitund. Engu að síður eru alþingismenn gjörsamlega ófáanlegir til að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni, sem er augljóslega orðin brýn. Í þeirri afstöðu felst fáránleg hræsni og hún er ekki líkleg til að verða til eflingar lýðheilsu, þótt oft sé vísað til slíkra sjónarmiða þegar stjórnmálamenn lýsa sig andvíga breytingum á löggjöfinni. Áfengislöggjöfin gengur nefnilega út frá því að starfsemi á borð við netsölu áfengis, hefðbundna smásölu og áfengisauglýsingar sé ekki til. Fyrir vikið gilda ekki um hana neinar reglur þótt hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Það er óhætt að segja að á áfengismarkaðnum ríki ástand sem kenna má við villta vestrið – og með ákvörðun Costco má segja að villta vestrið stækki verulega. Sá fjöldi fyrirtækja sem starfar á áfengismarkaði, við framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis, á heimtingu á því að stjórnvöld eyði réttaróvissu og taki áfengislöggjöfina til gagngerrar endurskoðunar. Löggjöfin á að endurspegla raunveruleikann í viðskiptum með þessa vöru eins og aðrar. Út frá lýðheilsusjónarmiðunum hlýtur að vera betra að löggjöfin nái yfir starfsemi sem nú þegar fer fram án athugasemda af hálfu yfirvalda, en að Alþingi stingi höfðinu í sandinn og leyfi núverandi ástandi að viðgangast. Nú er einfaldlega komið nóg af þessum skrípaleik. Múrar ríkiseinokunar hafa verið brotnir niður og verða ekki reistir á ný. Alþingi getur kosið að reyna að hafa áhrif á þróunina eða að halda áfram að loka augunum fyrir henni. Þegar þingið kemur saman í haust á að samþykkja skynsamlegar og eðlilegar breytingar á áfengislöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun