Fjölnir á toppinn eftir sigur í Grindavík | Auðvelt hjá Fylki í Árbænum Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 21:29 Hans Viktor skoraði eina mark kvöldsins vísir/bára Grindvíkingar töpuðu þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar í kvöld þegar Fjölnismenn komu í heimsókn á Stakkavíkurvöllinn. Með sigri hefði Grindavík jafnað Fjölni að stigum í 2. sæti. Varnarmaðurinn og fyrirliði Fjölnis skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu þar sem hann fór illa með vörn Grindvíkinga og bar sig að eins og þaulvanur framherji. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér færi þar til rétt undir lok leiks og munu eflaust naga sig í handabökin næstu daga að hafa ekki sótt sigur á heimavelli í toppbaráttunni. Grindvíkingar voru án tveggja lykilmanna, en Guðjón Pétur Lýðsson tekur út tveggja leikja banna og þá fór Óskar Örn Hauksson meiddur af velli í síðasta leik og var ekki í hóp í dag. Heimamenn vildu fá víti á 53. mínútu, þegar boltinn fór augljóslega í hönd varnarmanns Fjölnis en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Fjölnismenn tylla sér því í toppsæti deildarinnar að sinni, einu stigi á undan Aftureldingu. Afturelding á leik til góða, en þeir taka á móti Njarðvík á föstudaginn. Tvö víti á Nesinu, en bara annað í netið Á Seltjarnarnesi vann Grótta 2-1 sigur á botnliði Ægis. Leikurinn var markalaus fram á 65. mínútu, þegar Pétur Árnason skoraði úr víti fyrir heimamenn, en fimm mínútum áður brenndi Renato Punyed Dubon af víti fyrir gestina. Pétur skoraði svo annað mark þremur mínútum seinna sem reyndist sigurmarkið. Brynjólfur Þór Eyþórsson klóraði í bakkann fyrir Ægi en nær komust gestirnir ekki, og sitja áfram á botni deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir sjö leiki. Þægilegt kvöld í Árbænum fyrir heimakonur Einn leikur fór fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Fylkir tók á móti Fram í Árbænum og fóru með þægilegan 3-0 sigur af hólmi. Þórhildur Þórhallsdóttir kom heimakonum á bragðið strax á 8. mínútu og Viktoría Diljá Halldórsdóttir kom þeim í 2-0 fyrir hálfleik. Helga Guðrún Kristinsdóttir innsiglaði svo sigurinn með marki á 85. mínútu, eftir að Framarar höfðu bjargað á línu í sömu sókn. Með sigrinum lyftir Fylkir sér upp í þriðja sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti, en Grótta sækir FHL heim í síðasta leik umferðarinnar á sunnudaginn. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fótbolti UMF Grindavík Fjölnir Ægir Grótta Fylkir Fram Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Varnarmaðurinn og fyrirliði Fjölnis skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu þar sem hann fór illa með vörn Grindvíkinga og bar sig að eins og þaulvanur framherji. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér færi þar til rétt undir lok leiks og munu eflaust naga sig í handabökin næstu daga að hafa ekki sótt sigur á heimavelli í toppbaráttunni. Grindvíkingar voru án tveggja lykilmanna, en Guðjón Pétur Lýðsson tekur út tveggja leikja banna og þá fór Óskar Örn Hauksson meiddur af velli í síðasta leik og var ekki í hóp í dag. Heimamenn vildu fá víti á 53. mínútu, þegar boltinn fór augljóslega í hönd varnarmanns Fjölnis en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Fjölnismenn tylla sér því í toppsæti deildarinnar að sinni, einu stigi á undan Aftureldingu. Afturelding á leik til góða, en þeir taka á móti Njarðvík á föstudaginn. Tvö víti á Nesinu, en bara annað í netið Á Seltjarnarnesi vann Grótta 2-1 sigur á botnliði Ægis. Leikurinn var markalaus fram á 65. mínútu, þegar Pétur Árnason skoraði úr víti fyrir heimamenn, en fimm mínútum áður brenndi Renato Punyed Dubon af víti fyrir gestina. Pétur skoraði svo annað mark þremur mínútum seinna sem reyndist sigurmarkið. Brynjólfur Þór Eyþórsson klóraði í bakkann fyrir Ægi en nær komust gestirnir ekki, og sitja áfram á botni deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir sjö leiki. Þægilegt kvöld í Árbænum fyrir heimakonur Einn leikur fór fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Fylkir tók á móti Fram í Árbænum og fóru með þægilegan 3-0 sigur af hólmi. Þórhildur Þórhallsdóttir kom heimakonum á bragðið strax á 8. mínútu og Viktoría Diljá Halldórsdóttir kom þeim í 2-0 fyrir hálfleik. Helga Guðrún Kristinsdóttir innsiglaði svo sigurinn með marki á 85. mínútu, eftir að Framarar höfðu bjargað á línu í sömu sókn. Með sigrinum lyftir Fylkir sér upp í þriðja sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti, en Grótta sækir FHL heim í síðasta leik umferðarinnar á sunnudaginn.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fótbolti UMF Grindavík Fjölnir Ægir Grótta Fylkir Fram Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira