Fjölnir á toppinn eftir sigur í Grindavík | Auðvelt hjá Fylki í Árbænum Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 21:29 Hans Viktor skoraði eina mark kvöldsins vísir/bára Grindvíkingar töpuðu þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar í kvöld þegar Fjölnismenn komu í heimsókn á Stakkavíkurvöllinn. Með sigri hefði Grindavík jafnað Fjölni að stigum í 2. sæti. Varnarmaðurinn og fyrirliði Fjölnis skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu þar sem hann fór illa með vörn Grindvíkinga og bar sig að eins og þaulvanur framherji. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér færi þar til rétt undir lok leiks og munu eflaust naga sig í handabökin næstu daga að hafa ekki sótt sigur á heimavelli í toppbaráttunni. Grindvíkingar voru án tveggja lykilmanna, en Guðjón Pétur Lýðsson tekur út tveggja leikja banna og þá fór Óskar Örn Hauksson meiddur af velli í síðasta leik og var ekki í hóp í dag. Heimamenn vildu fá víti á 53. mínútu, þegar boltinn fór augljóslega í hönd varnarmanns Fjölnis en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Fjölnismenn tylla sér því í toppsæti deildarinnar að sinni, einu stigi á undan Aftureldingu. Afturelding á leik til góða, en þeir taka á móti Njarðvík á föstudaginn. Tvö víti á Nesinu, en bara annað í netið Á Seltjarnarnesi vann Grótta 2-1 sigur á botnliði Ægis. Leikurinn var markalaus fram á 65. mínútu, þegar Pétur Árnason skoraði úr víti fyrir heimamenn, en fimm mínútum áður brenndi Renato Punyed Dubon af víti fyrir gestina. Pétur skoraði svo annað mark þremur mínútum seinna sem reyndist sigurmarkið. Brynjólfur Þór Eyþórsson klóraði í bakkann fyrir Ægi en nær komust gestirnir ekki, og sitja áfram á botni deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir sjö leiki. Þægilegt kvöld í Árbænum fyrir heimakonur Einn leikur fór fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Fylkir tók á móti Fram í Árbænum og fóru með þægilegan 3-0 sigur af hólmi. Þórhildur Þórhallsdóttir kom heimakonum á bragðið strax á 8. mínútu og Viktoría Diljá Halldórsdóttir kom þeim í 2-0 fyrir hálfleik. Helga Guðrún Kristinsdóttir innsiglaði svo sigurinn með marki á 85. mínútu, eftir að Framarar höfðu bjargað á línu í sömu sókn. Með sigrinum lyftir Fylkir sér upp í þriðja sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti, en Grótta sækir FHL heim í síðasta leik umferðarinnar á sunnudaginn. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fótbolti UMF Grindavík Fjölnir Ægir Grótta Fylkir Fram Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Varnarmaðurinn og fyrirliði Fjölnis skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu þar sem hann fór illa með vörn Grindvíkinga og bar sig að eins og þaulvanur framherji. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér færi þar til rétt undir lok leiks og munu eflaust naga sig í handabökin næstu daga að hafa ekki sótt sigur á heimavelli í toppbaráttunni. Grindvíkingar voru án tveggja lykilmanna, en Guðjón Pétur Lýðsson tekur út tveggja leikja banna og þá fór Óskar Örn Hauksson meiddur af velli í síðasta leik og var ekki í hóp í dag. Heimamenn vildu fá víti á 53. mínútu, þegar boltinn fór augljóslega í hönd varnarmanns Fjölnis en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Fjölnismenn tylla sér því í toppsæti deildarinnar að sinni, einu stigi á undan Aftureldingu. Afturelding á leik til góða, en þeir taka á móti Njarðvík á föstudaginn. Tvö víti á Nesinu, en bara annað í netið Á Seltjarnarnesi vann Grótta 2-1 sigur á botnliði Ægis. Leikurinn var markalaus fram á 65. mínútu, þegar Pétur Árnason skoraði úr víti fyrir heimamenn, en fimm mínútum áður brenndi Renato Punyed Dubon af víti fyrir gestina. Pétur skoraði svo annað mark þremur mínútum seinna sem reyndist sigurmarkið. Brynjólfur Þór Eyþórsson klóraði í bakkann fyrir Ægi en nær komust gestirnir ekki, og sitja áfram á botni deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir sjö leiki. Þægilegt kvöld í Árbænum fyrir heimakonur Einn leikur fór fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Fylkir tók á móti Fram í Árbænum og fóru með þægilegan 3-0 sigur af hólmi. Þórhildur Þórhallsdóttir kom heimakonum á bragðið strax á 8. mínútu og Viktoría Diljá Halldórsdóttir kom þeim í 2-0 fyrir hálfleik. Helga Guðrún Kristinsdóttir innsiglaði svo sigurinn með marki á 85. mínútu, eftir að Framarar höfðu bjargað á línu í sömu sókn. Með sigrinum lyftir Fylkir sér upp í þriðja sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti, en Grótta sækir FHL heim í síðasta leik umferðarinnar á sunnudaginn.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fótbolti UMF Grindavík Fjölnir Ægir Grótta Fylkir Fram Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira