Fylgdu eftir hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2023 15:38 Hnúfubakurinn sem björgunarsveitir vöktuðu í Skjálfanda um helgina. Talið er að hann hafi losnað við veiðarfærin sjálfur en að þau hafi skilið ör eftir sig. Björgunarsveitin Garðar Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja urðu fyrst varir við hnúfubakinn á föstudagskvöld. Hvalurinn var með einhvers konar veiðarfæri utan um hausinn og annað bægslið. Fylgdust áhafnar hvalaskoðunarbáta með hvalnum alla aðfararnótt laugardags, að sögn Ingibjargar Friðriksdóttur úr aðgerðastjórn Björgunarsveitarinnar Garðars í Húsavík. Svo mikið var af hval í flóanum að erfitt reyndist að vakta dýrið. Björgunarsveitarfólk ásamt Chörlu Basran, kanadískum sjávarlíffræðingi og doktor við Háskóla Íslands, héldu svo út klukkan átta í gærmorgun. „Markmið var að reyna að ná dróna- og ljósmyndum af honum til þess að meta þetta í raun og veru. Við ætluðum ekkert að reyna neitt annað,“ segir Ingibjörg við Vísi. Dróni var notaður til þess að fylgjast með hnúfubaknum úr lofti.Björgunarsveitin Garðar Virtist laus við bandið en með ör Hópurinn var í um átta tíma að fylgja hvalnum eftir úti á flóanum. Hann var yfirleitt í fylgd annarra hvala og hvarf þeim stundum sjónum. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja aðstoðuðu við vöktunina og sömuleiðis nemendur úr sumarnámskeiði Háskóla Íslands í líffræði í Húsavík. Þegar nægilegt myndefni safnaðist hélt björgunarliðið aftur í land. Basran taldi þá að bandið væri farið af dýrinu. Hún sendi myndefnið til kollega sinna í Bandaríkjunum sem staðfestu að það sem sæist á hvalnum væri líklega ör eftir veiðarfærin. „En það var á honum á fyrstu myndunum okkar fyrir hádegi þannig að það hefur farið af honum yfir daginn,“ segir Ingibjörg sem telur að veiðarfærin hafi líklega komið frá línu- eða smábáti. Bægslagangur við vöktun á hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri.Björgunarsveitin Garðar Hvalir Björgunarsveitir Þingeyjarsveit Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja urðu fyrst varir við hnúfubakinn á föstudagskvöld. Hvalurinn var með einhvers konar veiðarfæri utan um hausinn og annað bægslið. Fylgdust áhafnar hvalaskoðunarbáta með hvalnum alla aðfararnótt laugardags, að sögn Ingibjargar Friðriksdóttur úr aðgerðastjórn Björgunarsveitarinnar Garðars í Húsavík. Svo mikið var af hval í flóanum að erfitt reyndist að vakta dýrið. Björgunarsveitarfólk ásamt Chörlu Basran, kanadískum sjávarlíffræðingi og doktor við Háskóla Íslands, héldu svo út klukkan átta í gærmorgun. „Markmið var að reyna að ná dróna- og ljósmyndum af honum til þess að meta þetta í raun og veru. Við ætluðum ekkert að reyna neitt annað,“ segir Ingibjörg við Vísi. Dróni var notaður til þess að fylgjast með hnúfubaknum úr lofti.Björgunarsveitin Garðar Virtist laus við bandið en með ör Hópurinn var í um átta tíma að fylgja hvalnum eftir úti á flóanum. Hann var yfirleitt í fylgd annarra hvala og hvarf þeim stundum sjónum. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja aðstoðuðu við vöktunina og sömuleiðis nemendur úr sumarnámskeiði Háskóla Íslands í líffræði í Húsavík. Þegar nægilegt myndefni safnaðist hélt björgunarliðið aftur í land. Basran taldi þá að bandið væri farið af dýrinu. Hún sendi myndefnið til kollega sinna í Bandaríkjunum sem staðfestu að það sem sæist á hvalnum væri líklega ör eftir veiðarfærin. „En það var á honum á fyrstu myndunum okkar fyrir hádegi þannig að það hefur farið af honum yfir daginn,“ segir Ingibjörg sem telur að veiðarfærin hafi líklega komið frá línu- eða smábáti. Bægslagangur við vöktun á hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri.Björgunarsveitin Garðar
Hvalir Björgunarsveitir Þingeyjarsveit Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira