Clark hélt McIlroy í skefjum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 07:30 Wyndham Clark fagnaði sigri á risamóti í fyrsta sinn. Richard Heathcote/Getty Images Wyndham Clark tryggði sér sigur á Opna bandaríska risamótinu í golfi, US Open, í nótt. Hann kláraði fjórða og seinasta hringinn á pari og endaði því samtals á tíu höggum undir pari, einu höggi á undan Norður-Íranum Rory McIlroy sem hafnaði í öðru sæti. McIlroy, sem situr æi þriðja sæti heimslistans í golfi, var að leita að sínum fyrsta sigri á risamóti síðan árið 2014, en Clark hafði ekki enn fagnað sigri á risamóti. Bandaríkjamaðurinn Clark var með þriggja högga forystu á McIlroy að 14 holum loknum á lokahringnum sem hófst í gær, en tveir skollar í röð á 15. og 16. holu hleyptu spennu í leikinn. Clark hélt þó haus á seinustu tveim holum mótsins, náði pari á þeim báðum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti á ferlinum. A major breakthrough! 🏆@Wyndham_Clark is the 123rd #USOpen champion! pic.twitter.com/1ufXwSAU7D— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2023 Clark kláraði hringina fjóra á samtals 270 höggum, tíu höggum undir pari vallarins. Eins og áður segir varð McIlroy annar á níu höggum undir pari og Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler hafnaði þriðji á sjö höggum undir pari. Methafarnir Ricky Fowler og Xander Schauffele náðu ekki að halda flugi eftir fyrsta hring mótsins þar sem þeir kláruðu holurnar 18 á nýju mótsmeti þegar þeir léku báðir á 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler lék fjórða hringinn í gær á 75 höggum og endar á fimm höggum undir pari í fimmta sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Scauffele og þrír aðrir kylfingar enda í tíunda sæti á samtals þremur höggum undir pari. Opna bandaríska Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
McIlroy, sem situr æi þriðja sæti heimslistans í golfi, var að leita að sínum fyrsta sigri á risamóti síðan árið 2014, en Clark hafði ekki enn fagnað sigri á risamóti. Bandaríkjamaðurinn Clark var með þriggja högga forystu á McIlroy að 14 holum loknum á lokahringnum sem hófst í gær, en tveir skollar í röð á 15. og 16. holu hleyptu spennu í leikinn. Clark hélt þó haus á seinustu tveim holum mótsins, náði pari á þeim báðum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti á ferlinum. A major breakthrough! 🏆@Wyndham_Clark is the 123rd #USOpen champion! pic.twitter.com/1ufXwSAU7D— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2023 Clark kláraði hringina fjóra á samtals 270 höggum, tíu höggum undir pari vallarins. Eins og áður segir varð McIlroy annar á níu höggum undir pari og Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler hafnaði þriðji á sjö höggum undir pari. Methafarnir Ricky Fowler og Xander Schauffele náðu ekki að halda flugi eftir fyrsta hring mótsins þar sem þeir kláruðu holurnar 18 á nýju mótsmeti þegar þeir léku báðir á 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler lék fjórða hringinn í gær á 75 höggum og endar á fimm höggum undir pari í fimmta sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Scauffele og þrír aðrir kylfingar enda í tíunda sæti á samtals þremur höggum undir pari.
Opna bandaríska Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira