„Maður talar ekki svona við tólf ára barn“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2023 10:37 Að sögn Péturs var dóttir hans og frænka hennar miður sín eftir samskiptin í kvennaklefa Grafarvogslaugar. Reykjavík Tólf ára stelpa varð fyrir aðkasti ásamt frænku sinni af hálfu sundlaugargests í Grafarvogslaug í gær vegna uppruna þeirra. Faðir stelpunnar kveðst gáttaður á því að einhver leyfi sér að tala á slíkan hátt við barn. „Þær voru miður sín í lauginni eftir þessi samskipti,“ segir Pétur Ásgeirsson, faðir stelpunnar í samtali við Vísi. Hann birti í gær færslu á íbúahópi á Facebook þar sem hann lýsir því að dóttir sín Heiða Pétursdóttir hafi orðið fyrir rasisma af hálfu sjötugrar konu í kvennaklefanum í lauginni. „Mamma hennar er frá Gvatemala, þar sem ég bjó í tíu ár og börnin mín fæddust. Við erum búin að búa hér síðan árið 2017 og dóttir mín farið í gegnum grunnskóla hér og svo framvegis. Hún fór í sund í gær ásamt frænku sinni sem er hér í heimsókn frá Gvatemala.“ Sagði það þeim að kenna að Ísland væri orðið skítugt Pétur segist hafa undirbúið þær vel undir sundlaugarferðina, enda öðruvísi að fara í sund á Íslandi en annars staðar. „Önnur þeirra var sérstaklega stressuð, enda að gera þetta í fyrsta skiptið,“ segir Pétur. Hann segir þær hafa byrjað á að klæða sig í sundbol og farið þannig í sturtuna. Þar hafi þær ætlað að klæða sig úr til þess að baða sig fyrir laugina. „Þá kemur sem sagt einhver kona og bendir þeim á á leiðinlegan hátt að þær þurfi að fara í sturtu áður en þær fara út í. Sem er svo sem allt í lagi í sjálfu sér, eins og ég útskýrði fyrir þeim, að það er eðlilegasti hlutur í heimi að benda fólki á sundreglur hér á Íslandi, sérstaklega fyrir fólk erlendis frá sem kannski áttar sig ekki á þessu.“ Konan hafi hins vegar fært sig upp á skaftið og ekki látið frænkurnar í friði. „Svo kemur hún með svona athugasemd um að það sé þeim að kenna hvað Ísland sé orðið skítugt og allt sé orðið ógeðslegt og segir þeim að þær ættu bara að drullast til baka heim til sín. Dóttir mín fór að hágráta og bað hana afsökunar og sagði að þær myndu baða sig.“ Ekki boðleg framkoma Pétur segist hafa sótt frænkurnar að sundi loknu og þær sagt honum hvað hafi komið upp á í kvennaklefanum. Hann hafi samstundis farið í laugina og gert tilraun til að hafa uppi á sundlaugargestinum. „Þá er mér sagt að sturtuvörðurinn sé nýkominn á vakt og hafi því ekki verið í vinnunni þegar þetta gerist. Stelpan mín sagði mér að enginn hefði verið í klefanum til að fylgjast með,“ segir Pétur. Sjálfur lét hann fylgja lýsingu dóttur sinnar á konunni á Facebook sem hann segir hafa verið um sjötugt og með blátt tattú á hægri öxl. „Aðallega vegna þess að mér finnst mikilvægt að fólk viti að svona tal sé ekki í boði. Ég vil ekki endilega afsökunarbeiðni, enda er dóttir mín að mestu búin að jafna sig eftir þetta. En mér finnst mikilvægt að það sé einhver umræða um þetta og vonandi þekkir hana mögulega einhver og getur þá talað um þetta við hana og sagt henni að þetta sé ekki í lagi, af því að maður talar ekki svona við tólf ára barn. Maður bara gerir það ekki.“ Pétur segir sig og fjölskyldu sína aldrei hafa lent í slíkum rasisma áður. „Við höfum búið hér síðan 2017 og ég hef haft þetta bak við eyrað ef eitthvað svona skyldi koma fyrir, og þá er maður tilbúinn í að taka umræðuna og ræða við einstaklinga. En það hefur aldrei gerst. Ég fékk hins vegar skilaboð frá konu eftir að ég birti færsluna um þetta í gær, hún var ættleidd hingað til lands og sagðist þekkja þetta svo vel. Sem er náttúrulega bara einstaklega miður.“ Kynþáttafordómar Sundlaugar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
„Þær voru miður sín í lauginni eftir þessi samskipti,“ segir Pétur Ásgeirsson, faðir stelpunnar í samtali við Vísi. Hann birti í gær færslu á íbúahópi á Facebook þar sem hann lýsir því að dóttir sín Heiða Pétursdóttir hafi orðið fyrir rasisma af hálfu sjötugrar konu í kvennaklefanum í lauginni. „Mamma hennar er frá Gvatemala, þar sem ég bjó í tíu ár og börnin mín fæddust. Við erum búin að búa hér síðan árið 2017 og dóttir mín farið í gegnum grunnskóla hér og svo framvegis. Hún fór í sund í gær ásamt frænku sinni sem er hér í heimsókn frá Gvatemala.“ Sagði það þeim að kenna að Ísland væri orðið skítugt Pétur segist hafa undirbúið þær vel undir sundlaugarferðina, enda öðruvísi að fara í sund á Íslandi en annars staðar. „Önnur þeirra var sérstaklega stressuð, enda að gera þetta í fyrsta skiptið,“ segir Pétur. Hann segir þær hafa byrjað á að klæða sig í sundbol og farið þannig í sturtuna. Þar hafi þær ætlað að klæða sig úr til þess að baða sig fyrir laugina. „Þá kemur sem sagt einhver kona og bendir þeim á á leiðinlegan hátt að þær þurfi að fara í sturtu áður en þær fara út í. Sem er svo sem allt í lagi í sjálfu sér, eins og ég útskýrði fyrir þeim, að það er eðlilegasti hlutur í heimi að benda fólki á sundreglur hér á Íslandi, sérstaklega fyrir fólk erlendis frá sem kannski áttar sig ekki á þessu.“ Konan hafi hins vegar fært sig upp á skaftið og ekki látið frænkurnar í friði. „Svo kemur hún með svona athugasemd um að það sé þeim að kenna hvað Ísland sé orðið skítugt og allt sé orðið ógeðslegt og segir þeim að þær ættu bara að drullast til baka heim til sín. Dóttir mín fór að hágráta og bað hana afsökunar og sagði að þær myndu baða sig.“ Ekki boðleg framkoma Pétur segist hafa sótt frænkurnar að sundi loknu og þær sagt honum hvað hafi komið upp á í kvennaklefanum. Hann hafi samstundis farið í laugina og gert tilraun til að hafa uppi á sundlaugargestinum. „Þá er mér sagt að sturtuvörðurinn sé nýkominn á vakt og hafi því ekki verið í vinnunni þegar þetta gerist. Stelpan mín sagði mér að enginn hefði verið í klefanum til að fylgjast með,“ segir Pétur. Sjálfur lét hann fylgja lýsingu dóttur sinnar á konunni á Facebook sem hann segir hafa verið um sjötugt og með blátt tattú á hægri öxl. „Aðallega vegna þess að mér finnst mikilvægt að fólk viti að svona tal sé ekki í boði. Ég vil ekki endilega afsökunarbeiðni, enda er dóttir mín að mestu búin að jafna sig eftir þetta. En mér finnst mikilvægt að það sé einhver umræða um þetta og vonandi þekkir hana mögulega einhver og getur þá talað um þetta við hana og sagt henni að þetta sé ekki í lagi, af því að maður talar ekki svona við tólf ára barn. Maður bara gerir það ekki.“ Pétur segir sig og fjölskyldu sína aldrei hafa lent í slíkum rasisma áður. „Við höfum búið hér síðan 2017 og ég hef haft þetta bak við eyrað ef eitthvað svona skyldi koma fyrir, og þá er maður tilbúinn í að taka umræðuna og ræða við einstaklinga. En það hefur aldrei gerst. Ég fékk hins vegar skilaboð frá konu eftir að ég birti færsluna um þetta í gær, hún var ættleidd hingað til lands og sagðist þekkja þetta svo vel. Sem er náttúrulega bara einstaklega miður.“
Kynþáttafordómar Sundlaugar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira