Ámundi allur Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 11:31 Ámundi Ámundason, útgefandi og auglýsingastjóri, var einstaklega litríkur maður og setti sín spor á tíðarandann. vísir/ernir Ámundi Ámundason, sem kallaður var umboðsmaður Íslands löngu áður en Einar Bárðarson varð svo mikið sem hugmynd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 14. júní. Ámundi var 78 ára að aldri þegar hann andaðist. Hann var af þeim sem hann þekktu ávallt og einfaldlega kallaður Ámi og var einstaklega litríkur persónuleiki og eftirminnilegur. Og setti sannarlega sitt mark á tíðarandann. Ámi var á árum áður þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi landsins. Hann var umboðsmaður Hljóma frá Keflavík, á velmektarárum þeirra og fór með hljómsveitina hringinn um landið. Þeir hafa sagt frá því að hafa verið á ríflegum skipstjóralaunum við þá spilamennsku og byggði til að mynda Rúnar heitinn Júlíusson sér hús í Keflavík fyrir afraksturinn. Ámundi var einstaklega afkastamikill á þessu sviði tónlistarinnar og skemmtanalífsins; stofnaði hljómplötufyrirtækið ÁÁ-records og komu alls fjörutíu titlar út undir þeim merkjum, þeirra á meðal Stuðmenn þegar þeir voru að hasla sér völl. Ámundi var þannig lykilmaður þegar Stuðmenn voru við upptökur í London árið 1974 og fjármagnaði að einhverju leyti ævintýri þeirra þar en þeir hafa reyndar sagt frá því að þar hafi þeir lifað við sult og seyru í London, sumir hverjir. Eftir mikil ævintýri í tónlistarbransanum og ýmsum uppákomum sem hann stóð fyrir í skemmtanalífi landsmanna sneri Ámi sér að auglýsingasölu. Hann var á árum áður afar handgenginn Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og leiðtoga krata á Íslandi til langs tíma. Ámundi gerðist auglýsingastjóri Alþýðublaðsins, alræmdur sem slíkur en sagðar hafa verið sögur af því að hann hafi hótað þeim sem voru tregir í taumi því að ef þeir keyptu ekki auglýsingu af sér kæmi hann með Jón Baldvin og blési til vinnustaðafundar á staðnum. Við þá hótun brustu yfirleitt varnir. Ámundi kom svo að auglýsingasölu fyrir Fréttablaðið og tengd blöð sem 365 gaf út; Birtu og DV. Leið Ámunda lá þaðan yfir í útgáfu þar sem hann nýtti hæfileika sína á sviði auglýsingasölu og þekkingar á dægurmenningu. Hann stofnaði útgáfufélagið Fótspor sem meðal annars út ýmis staðbundin bæjarblöð. Sú útgáfusaga endaði með því að fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressan, yfirtók þann rekstur. Fylgdu þeim vendingum nokkrar væringingar. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ sagði Ámundi á einum tímapunkti þess máls í samtali við Vísi. Ámundi lætur eftir sig fjögur börn auk barnabarna. Andlát Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tónlist Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Ámundi var 78 ára að aldri þegar hann andaðist. Hann var af þeim sem hann þekktu ávallt og einfaldlega kallaður Ámi og var einstaklega litríkur persónuleiki og eftirminnilegur. Og setti sannarlega sitt mark á tíðarandann. Ámi var á árum áður þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi landsins. Hann var umboðsmaður Hljóma frá Keflavík, á velmektarárum þeirra og fór með hljómsveitina hringinn um landið. Þeir hafa sagt frá því að hafa verið á ríflegum skipstjóralaunum við þá spilamennsku og byggði til að mynda Rúnar heitinn Júlíusson sér hús í Keflavík fyrir afraksturinn. Ámundi var einstaklega afkastamikill á þessu sviði tónlistarinnar og skemmtanalífsins; stofnaði hljómplötufyrirtækið ÁÁ-records og komu alls fjörutíu titlar út undir þeim merkjum, þeirra á meðal Stuðmenn þegar þeir voru að hasla sér völl. Ámundi var þannig lykilmaður þegar Stuðmenn voru við upptökur í London árið 1974 og fjármagnaði að einhverju leyti ævintýri þeirra þar en þeir hafa reyndar sagt frá því að þar hafi þeir lifað við sult og seyru í London, sumir hverjir. Eftir mikil ævintýri í tónlistarbransanum og ýmsum uppákomum sem hann stóð fyrir í skemmtanalífi landsmanna sneri Ámi sér að auglýsingasölu. Hann var á árum áður afar handgenginn Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og leiðtoga krata á Íslandi til langs tíma. Ámundi gerðist auglýsingastjóri Alþýðublaðsins, alræmdur sem slíkur en sagðar hafa verið sögur af því að hann hafi hótað þeim sem voru tregir í taumi því að ef þeir keyptu ekki auglýsingu af sér kæmi hann með Jón Baldvin og blési til vinnustaðafundar á staðnum. Við þá hótun brustu yfirleitt varnir. Ámundi kom svo að auglýsingasölu fyrir Fréttablaðið og tengd blöð sem 365 gaf út; Birtu og DV. Leið Ámunda lá þaðan yfir í útgáfu þar sem hann nýtti hæfileika sína á sviði auglýsingasölu og þekkingar á dægurmenningu. Hann stofnaði útgáfufélagið Fótspor sem meðal annars út ýmis staðbundin bæjarblöð. Sú útgáfusaga endaði með því að fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressan, yfirtók þann rekstur. Fylgdu þeim vendingum nokkrar væringingar. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ sagði Ámundi á einum tímapunkti þess máls í samtali við Vísi. Ámundi lætur eftir sig fjögur börn auk barnabarna.
Andlát Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tónlist Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira