Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal Samúel Karl Ólason skrifar 20. júní 2023 16:01 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu. Forsetinn fyrrverandi var nýverið ákærður vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu til Flórída. Hann neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna skjölin, og önnur opinber gögn sem hann átti að afhenda samkvæmt lögum. Hann neitaði einnig að afhenda skjölin þegar honum var stefnt. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að leyna opinberum gögnum í stað þess að skila þeim. Sjá einnig: Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Saksóknarar hafa komið höndum yfir upptöku af Trump tala við tvo rithöfunda um sumarið 2021. Þá sýndi hann þeim skjal sem hann sagði þá að væri leynilegt og hefði verið gert af Varnarmálaráðuneytinu. Á upptökunni viðurkenndi hann einnig að hafa ekki svipt leyndinni af skjalinu, eins og hann hefur lengi haldið fram að hann hafi gert. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg Trump var í viðtali við Brett Baier hjá Fox í gær þar sem hann þvertók fyrir að skjalið hefði verið leynilegt. Þess í tað hefði það verið blaðaúrklippa. Þá hélt hann því fram að orð hans á upptökunni hefðu einnig snúist um blaðaúrklippur en ekki leynileg skjöl. A preview of my 2 part interview with former President Trump. #foxnews pic.twitter.com/Fa3M0skA9p— Bret Baier (@BretBaier) June 19, 2023 Í viðtalinu virðist Trump einnig viðurkenna að hafa ekki fylgt stefnu Dómsmálaráðuneytisins og segist hann ekki hafa skilað skjölunum, því hann hafi þurft að aðskilja þau frá einkamunum hans. „Ég var með kassa. Ég vil fara í gegnum þá og taka einkamunina mína úr þeim,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa verið mjög upptekinn. Ummæli Trumps í viðtalinu eru þau umfangsmestu sem hann hefur látið frá sér síðan baráttan um opinberu gögnin hófst. Samkvæmt frétt New York Times skipaði dómari Trump í gær að tjá sig ekki opinberlega um ný sönnunargögn sem verjendur hans hafa fengið aðgang að og virðist sem Trump ekki brotið gegn þeirri skipun. Aileen M. Cannon, dómari sem er yfir málinu gegn Trump, sagði í dag að réttarhöldin gegn forsetanum fyrrverandi ættu að hefjast þann 14. ágúst. Líklegt þykir að það muni tefjast vegna deilna sem þarf að úrskurða um áður en réttarhöldin geta hafist. Þar á meðal þarf að segja til um meðferð leynilegra gagna í réttarhöldunum. Cannon, sem var tilnefnd í embætti af Trump, hefur áður verið gagnrýnd fyrir að hægja verulega á rannsókn Dómsmálaráðuneytisins. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. 20. júní 2023 11:38 Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14. júní 2023 07:02 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi var nýverið ákærður vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu til Flórída. Hann neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna skjölin, og önnur opinber gögn sem hann átti að afhenda samkvæmt lögum. Hann neitaði einnig að afhenda skjölin þegar honum var stefnt. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að leyna opinberum gögnum í stað þess að skila þeim. Sjá einnig: Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Saksóknarar hafa komið höndum yfir upptöku af Trump tala við tvo rithöfunda um sumarið 2021. Þá sýndi hann þeim skjal sem hann sagði þá að væri leynilegt og hefði verið gert af Varnarmálaráðuneytinu. Á upptökunni viðurkenndi hann einnig að hafa ekki svipt leyndinni af skjalinu, eins og hann hefur lengi haldið fram að hann hafi gert. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg Trump var í viðtali við Brett Baier hjá Fox í gær þar sem hann þvertók fyrir að skjalið hefði verið leynilegt. Þess í tað hefði það verið blaðaúrklippa. Þá hélt hann því fram að orð hans á upptökunni hefðu einnig snúist um blaðaúrklippur en ekki leynileg skjöl. A preview of my 2 part interview with former President Trump. #foxnews pic.twitter.com/Fa3M0skA9p— Bret Baier (@BretBaier) June 19, 2023 Í viðtalinu virðist Trump einnig viðurkenna að hafa ekki fylgt stefnu Dómsmálaráðuneytisins og segist hann ekki hafa skilað skjölunum, því hann hafi þurft að aðskilja þau frá einkamunum hans. „Ég var með kassa. Ég vil fara í gegnum þá og taka einkamunina mína úr þeim,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa verið mjög upptekinn. Ummæli Trumps í viðtalinu eru þau umfangsmestu sem hann hefur látið frá sér síðan baráttan um opinberu gögnin hófst. Samkvæmt frétt New York Times skipaði dómari Trump í gær að tjá sig ekki opinberlega um ný sönnunargögn sem verjendur hans hafa fengið aðgang að og virðist sem Trump ekki brotið gegn þeirri skipun. Aileen M. Cannon, dómari sem er yfir málinu gegn Trump, sagði í dag að réttarhöldin gegn forsetanum fyrrverandi ættu að hefjast þann 14. ágúst. Líklegt þykir að það muni tefjast vegna deilna sem þarf að úrskurða um áður en réttarhöldin geta hafist. Þar á meðal þarf að segja til um meðferð leynilegra gagna í réttarhöldunum. Cannon, sem var tilnefnd í embætti af Trump, hefur áður verið gagnrýnd fyrir að hægja verulega á rannsókn Dómsmálaráðuneytisins.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. 20. júní 2023 11:38 Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14. júní 2023 07:02 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. 20. júní 2023 11:38
Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14. júní 2023 07:02
Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02
Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05